Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2012, Page 20

Læknablaðið - 15.10.2012, Page 20
RANNSÓKN sjúkdóm tapa beinþéttni hratt, eða að meðaltali um 2,5% á ári.15 Undirliggjandi orsök minnkaðrar beinþéttni hjá sjúklingum með lystarstol er flókin og ekki að fullu þekkt, en stafar líklega meðal annars af minni líkamsþyngd, skorti á mikilvægum næringar- efnum, vanseytingu kynhormóna, vaxtarhormónsviðnámi með lágum insúlín-líkum vaxtarþætti 1 (IGF-1), hækkun á kortisóli og breytingum á hormónum sem hafa með efnaskipti beina að gera, svo sem leptíni, peptíði YY, adiponectíni, insúlíni og amylíni.16 Með bata, þyngdaraukningu og endurkomu tíðablæðinga virð- ist beintapið ganga til baka að hluta til.17-18 Sýnt hefur verið fram á að þyngdaraukning sé mikilvæg fyrir endurbata á beinþéttni í mjöðm, en endurkoma tíðablæðinga sé mikilvæg fyrir endurbata á beinþéttni í hrygg.15 í klínískum leiðbeiningum amerísku geð- læknasamtakanna er ráðlagt að allir sjúklingar sem greinst hafa með lystarstol og hafa sögu um blæðingastopp í 6 mánuði fari í beinþéttnimælingu.19 Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna beinþéttni ungra kvenna með sögu um lystarstol á íslandi og öðlast betri skilning á mögulegum orsökum lítillar beinþéttni. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn. Rannsóknarþýðið var fundið með því að skoða sjúkraskrár kvenna sem höfðu leitað sér meðferðar hjá átröskunarteymi Landspítala á árunum 2001 til 2009 og farið í beinþéttnimælingu á spítalanum. Þetta tímabil var valið af því að árið 2001 var fyrst sett á stofn teymi um meðferð fullorðinna ein- staklinga með átraskanir á geðsviði spítalans. Fóru þá allnokkrir í beinþéttnimælingar. Arin 2004 og 2005 var hlé á starfseminni, en í febrúar 2006 hófst hún á ný og hafa einstaklingar með lystarstol eða sögu um lystarstol markvisst verið sendir í beinþéttnimæling- ar eftir það. Að jafnaði hafa um 10 nýir sjúklingar á ári greinst með lystarstol hjá teyminu og farið í beinþéttnimælingu. Einnig hafa einstaklingar sem hafa sögu um lystarstol verið beinþéttnimældir þó sjúkdómurinn hafi þróast yfir í lotugræðgi eða aðrar átrask- anir þegar leitað var meðferðar. Þátttökuskilyrði í rannsókninni voru að hafa fengið ICD-10 greiningarnar lystarstoi (F50.0) eða ódæmigert lystarstol (F50.1)20 og hafa farið í beinþéttnimælingu í veikindum sínum. Við útilokuðum þær sem voru yngri en 18 ára og eldri en 40 ára við beinþéttnimælinguna. Samanburðarhópur var fenginn úr rannsókn á beinheilsu íslendinga sem framkvæmd var á árunum 2001-2003 með sama beinþéttnimælitæki. Þar var um að ræða 58 heilbrigðar 30 ára konur, slembiúrtak af Reykja- víkursvæðinu.21 Við beinþéttnimælinguna svöruðu konurnar stöðluðum spurningalista. Þar var spurt um tíðablæðingar, lyf, reykingar, fjölskyldusögu um beinþynningu, sjúkdóma, neyslu mjólkur- afurða, töku kalks, lýsis og vítamíns, líkamsrækt og beinbrot. Konurnar voru einnig vigtaðar og hæðarmældar. Upplýsingum var safnað um niðurstöður beinþéttnimælinga og úr spurningalistum ásamt upplýsingum úr sjúkraskrám Landspítala fyrir lystarstolshópinn. Rannsóknin var þríþætt, í fyrsta lagi samanburður sjúklinga með lystarstol við heilbrigða einstaklinga, í öðru lagi tengsl bein- þéttni meðal lystarstolssjúklinga við mögulega áhrifaþætti og í þriðja lagi voru skoðaðir sérstaklega þeir lystarstolssjúklingar sem Tafla I. Grunnupplýsingar fyrir átröskunarsjúklinga með lystarstol eða sögu um lystarstol og samanburðarhóp við beinþéttnimælingu. Lystarstolshópur (n=40) Samanburðarhópur (n=58) p-gildi Aldur (ár) 21,5 (18,2-36,5) 30 (29-30) <0,001 Þyngd (kg) 47 (36-69) 69(47-111) <0,001 Hæð (cm) 166 ±7 167 ±6 0,521 LÞS (kg/m2) 17,4 (12,3-25,2) 23,6 (18,1-43,7) <0,001 Lýsi og/eða vítamín (%) 66a 40 0,012 Kalktöflur (%) 49b 10 <0,001 Líkamsraekt (a3x í viku) (%) 33° 40 0,538 Reykir eða hefur reykt (%) 59d 40 0,062 Saga um beinbrot (%) 40a 22 0,072 Reglulegar blæðingar (%) 23 85 <0,001 Aldur viö upphaf blæöinga (ár) 13(10-18)” 13(11-17) 0,460 Tekur p-pilluna (%) 23 - - Gögn eru sett fram sem meðaltal ± staðalfrávik fyrir normaldreifðar breytur en miðgildi (spönn) fyrir breytur sem ekki eru normaldreifðar. LÞS: Líkamsþyngdarstuðull. bn=37, cn=36, bn=39, °n=27. an=38, höfðu farið í beinþéttnimælingu oftar en einu sinni til að meta breytingar í beinþéttni og þætti sem tengdust slíkum breytingum. Tilskilin leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá siðanefnd Land- spítala, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Land- spítala. Mnt á beinþéttni Beinþéttni var mæld með DXA, Hologic QDR 4500A (Hologic, Bedford MA, Bandaríkjunum) í báðum hópum. Þessi aðferð mælir magn steinefna, aðailega kalks, á flatareiningu (g/cm2), það er beinþéttni í tvívídd. Beinþéttnimælingar eru almennt gerðar á lendhrygg og vinstri mjöðm. 1 lendhrygg er mæld beinþéttni í L1-L4 og í mjöðm er annars vegar mæld beinþéttni í lærleggs- hálsi og hins vegar í öllum nærenda lærleggs sem samanstendur af lærleggshálsi, lærhnútum og beini milli lærhnúta. Ómarkvísi mælinga í lendhrygg er 1,0% en ómarkvísi mælinga í mjöðm er 1,6%.22 DXA-tækið getur einnig mælt heildarbeinþéttni fyrir alla beinagrindina, metið líkamsþyngd og magn fitu og mjúkvefs. Mjúkvefur er vefur sem er hvorki fituvefur né beinvefur, en er að stærstum hluta vatn og vöðvar og er magn hans talið endurspegla vöðvamagn líkamans. Tölfræðileg greining Gögn eru sett fram sem hlutfall (%) fyrir flokkunarbreytur og sem miðgildi (spönn) fyrir samfelldar breytur sem ekki eru normal- dreifðar, en meðaltal ± staðalfrávik fyrir normaldreifðar breytur. Hópar voru bornir saman með t-prófi eða Wilcoxon-Mann-Whit- ney prófi, kí-kvaðrat prófi og dreifigreiningu (Analysis of covarince, ANCOVA) þegar leiðrétt var fyrir breytum. Fylgni var könnuð með fylgnistuðli Pearsons eða Spearmans. Hjá sjúklingum með endur- teknar beinþéttnimælingar voru breytingar kannaðar með pöruðu t-prófi eða Wilcoxon signed ranks prófi. Við tölfræðiúrvinnslu var 524 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.