Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2012, Side 27

Læknablaðið - 15.10.2012, Side 27
Y F I R L I T Serúlóplasmín og járn. Tengsl við Alzheimersjúkdóm og Parkinsonsjúkdóm Þorkell Jóhannesson1 prófessor úr embætti, Jakob Kristinsson1 lyfjafræðingur, Guölaug Þórsdóttir2 læknir, Jón Snædal2 læknir ÁGRIP Serúlóplasmín (Cp) er svokallaður multi-kopar oxídasi, sem in vivo oxar Fe2* í Fe3* og afoxar jafnframt súrefni að fullu i vatn. Cp tryggir að Fe3* geti bundist transferríni og að magn hvarfgjarns Fe2* haldist í lágmarki. í mið- taugakerfinu er það einkum bundið örmum stirnufrumna með glýkósýlfos- fatidýlinósítól-tengi í námunda við æðar. (Cp eru fjögur virk koparatóm og er festing þeirra óskylt ferli myndunar próteinhluta ensímsins. I Cp-þurrð í blóði (aserúlóplasmínemía) er alger vöntun á Cp og áberandi járnrask- anir í miðtaugakerfinu og utan þess. (Parkinsonsjúkdómi (PD) er bæði Cp-þéttni og oxunarvirkni í sermi minnkuð, samfara áberandi járnsöfnun í svartsviðið í miðheila. Cp gæti hamlað uppkomu PD með því að binda járn í neurómelaníni og varna oxunarskemmdum í orkukornum taugunga í svartsviði. Ríkur erfðaþáttur er i PD og breytingar í Cp-genum gætu tengst erfðamynstrinu. (Alzheimersjúkdómi (AD) er oxunarvirkni Cp minnkuð i sermi, en ekki þéttni þess. Breytingar í Cp-genum virðast ekki tengjast AD. Við AD eru bæði járnraskanir og vöntun á kopar i heilanum. Kopar- skortur gæti valdið truflun á myndun virks Cp auk annarra koparensíma í heila. Ætla má að trufluð Cp-virkni, og þar með raskaður járnbúskapur, skipti máli við PD og við AD ásamt hugsanlega truflunum á öðrum kop- arensímum. Inngangur 'Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafraBði Háskóla íslands, 2öldrunar1ækningadeild Landspítala Landakoti. Fyrirspurnir: Jón Snædal jsnaedal@landspitali. is Greinin barst: 12 apríl 2012, samþykkt til birtingar 12. sept. 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Árið 2003 birtu þrír höfundanna (ÞJ, JK og JS) yfir- litsgrein í Læknablaðinu um rannsóknir á þremur oxavarnarensímum (serúlóplasmíni (Cp) í sermi, súperoxíðdismútasa (SODl) í rauðum blóðkornum og glútatíonperoxídasa (GPX) í blóði) í hrörnunar- sjúkdómum í miðtaugakerfi í mönnum og sauðfé.1 í mönnum var leitast við að rannsaka Alzheimersjúkdóm (AD) og Parkinsonsjúkdóm (PD), en auk þess hreyfi- taugungahrörnun (amyotrophic lateral sclerosis), Downs- heilkenni og Wilsonsjúkdóm og til samanburðar fór fram rannsókn á einhverfu. Rannsóknir á SODl og GPX gáfu ekki einhlítar niðurstöður. Greina mátti hins vegar ákveðin mynstur minnkaðrar Cp-oxídasavirkni og þéttni í AD og PD. Þetta varð endanlega ljóst þegar fyrir lágu niður- stöðutölur úr tvennum tvenndarrannsóknum (age- and gender-matched studies) á Alzheimersjúklingum annars vegar og tveimur tvenndarrannsóknum á Parkinson- sjúklingum hins vegar.2'5 Rannsóknir á sjaldgæfum arfbundnum sjúkdómi, Cp-þurrð í blóði (aceruloplasm- inemia), sýna að Cp er nauðsynlegt fyrir rétta stýringu á járnbúskap í líkamanum, og bæði við AD og PD eru þekktar járnútfellingar og/eða truflanir á járnbúskap í heila. Á grundvelli þessara rannsókna og annarra nýlegra sem síðar greinir, var því ályktað að röskun á járnbúskap í heila og minnkuð virkni, með eða án minnkaðrar þéttni Cp, dæmt út frá gildum í sermi, gætu verið marktækir þættir í meingerð þessara sjúkdóma. Leitast er við að gefa stutt yfirlit yfir serúlóplasmín, Cp-þurrð og gildi Cp fyrir járnbúskap, röskun á járni í heila við AD og PD og Cp-þéttni og virkni (oxídasavirkni; oxunarvirkni) í sermi við AD og PD. í lokaorðum eru settar fram nokkrar fyllri ályktanir og spáð í frekari rannsóknir. Yfirlitið er miðað við árslok 2011. Serúlóplasmín (Cp): Gerð, verkun og myndun Tveir sænskir vísindamenn lýstu því árin 1947-1948 að þeir hefðu einangrað a-glóbúlín í plasma, sem við venjulegar aðstæður hefur að geyma um og yfir 90% af öllum kopar í plasma/sermi og ber bláan lit. Þeir gerðu einnig grein fyrir öðru glóbúlíni í plasma, sem inni- heldur járn en ekki kopar. Fyrra próteinið nefndu þeir serúlóplasmín (ceruloplasmin; Cp) eftir bláa litnum („hið himinbláa prótein í plasma"), en hið síðara transferrín (Tf) vegna járninnihalds og getu til þess að flytja járn.6-7 Síðari rannsóknir hafa svo sýnt að þessi tvö prótein eru að miklu leyti samtengd að verkunum. Árið 1966 birtust þannig grundvallarrannsóknir sem sýndu, að Cp væri oxídasi og skipti meginmáli fyrir rétta oxun á ferrójárni í ferríjárn, sem binst transferríni.7*8 Hjá mönnum eru 1046 amínósýrur í einum streng í sameind Cp og sameindaþunginn er 132 kDa. Gen Cp er staðsett á litningi 3 (3q23-25). Gensvæði Tf og trans- ferrínviðtækja (Tfr) eru þar mjög nærri. Þetta hefur fætt af sér hugmyndir um að á litningi 3 gæti verið setur fyrir einhvers konar „járnstýristöð".7*9 í sameind Cp eru alls 6 koparatóm sem hnituð (coor- dinated) eru með nokkuð mismunandi hætti við atóm í sameindinni. Fjögur þessara atóma mynda svokölluð virk sæti þar sem koparatómin oxast og afoxast á víxl. Sameind Cp fær við þetta eiginleika oxídasa. Eitt þess- ara koparatóma er staksett og gefur efninu bláan lit. Hin þrjú koparatómin eru saman í hnapp (tricluster). Blálitaða atómið er talið taka við rafeindum frá áverk- LÆKNAblaðlð 2012/98 531

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.