Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2012, Side 30

Læknablaðið - 15.10.2012, Side 30
Y F I R L I T hrörna og deyja, og inni í deyjandi taugungum margra þeirra myndast svokallaðar Lewys-agnir (Lcwy's bodies). Lewys-agnir eru mýildislíkar próteinútfellingar sem binda járn (sjá einnig næsta kafla). Við Parkinsonsjúkdóm virðist vera skortur á ferritíni. Ef það er rétt, gæti járn sem hægast safnast óskipulega í taugavefinn (þar á meðal Lewys-agnir) og valdið vefjaskemmdum.21-22 Rannsókn höfunda á 40 PD-sjúklingum sýndi að Cp-þéttni og Cp-oxunarvirkni í sermi var marktækt minni í sjúklingahópnum en í viðmiðunarhópnum.2 Fimm árum síðar var gerð framhalds- rannsókn á 28 sjúklingum er þá lifðu úr upphaflega hópnum. Nið- urstöður urðu hinar sömu.3 Cp-sérvirkni (oxunarvirkni miðað við magn) var sömuleiðis marktækt minnkuð í báðum rannsóknum. Bendir það á minni gæði ensímsins og má best skýra með minni innbyggingu á kopar í Cp í PD sjúklingunum.2-3 í þessu sambandi ber að nefna að við rannsókn Arnals og félaga24 fannst að Cp-þéttni í sermi fór hækkandi með versnandi sjúkdómsástandi PD-sjúklinga. Samtímis fór frír kopar (ekki bundinn Cp) einnig hækkandi. Ekki var ákvörðuð Cp-virkni. Aukin þéttni óbundins kopars í plasma/sermi gæti bent til minni innbyggingar á kopar í Cp og þar með minni virkni (sjá einnig næsta kafla). í rannsókn Bharucha og félaga25 var ákvörðuð Cp-þéttni í sermi PD-sjúklinga. Niðurstöður sýndu að Cp-þéttnin var marktækt lægri hjá sjúklingunum en var í samanburðarhópnum. Cp-þéttnin var enn fremur marktækt lægri í ungum sjúklingum (yngri en 60 ára) en í eldri sjúklingum. í eldri sjúklingunum, teknum sér, var Cp-þéttnin ekki marktækt lægri en í samanburðarhópnum. Höf- undar töldu því að Cp gæti skipt máli fyrir uppkomu PD á yngri árum, en ekki á efri árum. Hvorki í þessari rannsókn né í fyrr- nefndum rannsóknum2-3 eru vísbendingar um að lyf við PD hafi haft áhrif á niðurstöðutölur. Tvær mjög nýlegar rannsóknir beinast að sambandinu milli járns í svartsviði og þéttni Cp eða oxunarvirkni í sermi. í fyrri rannsókninni26 var járn mælt með segulómun í 7 heilasvæðum hjá PD-sjúklingum. Marktækt aukið járnmagn var einungis að finna í svartsviðinu hjá þessum sjúklingum en þó því aðeins að Cp- þéttni í sermi væri jafnframt lækkuð. Hjá þeim sjúklingum þar sem járnmagn var ekki aukið í svartsviðinu, var Cp-þéttni í sermi ekki heldur minnkuð. Höfundarnir ályktuðu því að PD gæti að minnsta kosti verið tvenns konar: a) með lágri Cp-þéttni í sermi og miklu járni í svartsviði og b) með eðlilegri Cp-þéttni í sermi og eðlilega miklu járni í svartsviðinu. í síðari rannsókninni27 var því lýst að í PD væri neikvæð fylgni milli Cp-oxunarvirkni í sermi og járnmagns í svartsviði. Aukið járn var í svartsviðinu hjá öllum PD- sjúklingum og Hoehn- og Yahr-gildi voru nær hin sömu og í fyrri PD-rannsókn höfunda (meðaltöl: 2,45 og 2,40). í annarri rannsókn var talið að í meira en 90% tilvika væri járn- magn í svartsviðinu sjúklega aukið í PD. Hjá mörgum nákomnum ættingjum PD-sjúklinga var sömuleiðis að finna aukið járnmagn í svartsviðinu, enda þótt fæstir þeirra greindust með Parkinson- sjúkdóm. Þá er það enn að í hlutfallslega fáum einstaklingum sem óskyldir voru PD-sjúklingum og heilbrigðir voru, mældist mikið járn í svartsviðinu.28 Járnsöfnun ein og sér í svartsviðið er því samkvæmt þessu ekki nóg til þess að koma Parkinsonsjúkdómi af stað. Með tilliti til þessa er áhugavert að lýst hefur verið Cp- genbreytingum sem tengjast járnsöfnun í svartsviðið og uppkomu PD.29 Fyllri rannsókna er augljóslega þörf til þess að kanna hvort og í hve miklum mæli Cp-genbreytingar kunna að tengjast upp- komu PD. Cp gæti hugsanlega varnað uppkomu Parkinsonsjúkdóms með því að stuðla að oxun og fjölefningu á dópamíni í dópamínvirkum taugungum í svartsviði í dópamín-melanín, sem áður er nefnt.9 Svipaður fjölefningur myndast í noradrenvirkum taugungum í blásviðinu í heilastofni (locus coeruleus). Samheiti á þessum fjöl- efnungum er neurómelanín og þeir binda járn. Með því að binda járn getur neurómelanín komið í veg fyrir Fenton-hvörf og hamlað um leið myndun vefjaskemmandi dópamínkínóna. Við hrörnun og dauða taugunga í svartsviðinu losnar neurómelanín, sem tróðlingar sundra. Losnar þá járn samfara stórauknum líkum á Fenton-hvörfum.30 Rótenón er lífrænt efni sem unnið er úr plöntum. Það var áður notað í garðyrkju. Rótenón fer greiðlega inn í miðtaugakerfið og er eitt allmargra efna með sambærilega verkun sem notuð hafa verið í dýratilraunum (mýs, rottur) til þess að framkalla ástand sem minnir í öllum aðalatriðum á PD. Rótenón er það þessara efna sem hefur sértækasta verkun á orkukorn dópamínvirkra taugunga. Er verkun þess þannig að mestu bundin við dópamínvirka taugunga í svartsviðinu.31 Athyglisvert er hve tilraunadýr eru misnæm fyrir áverkun róte- nóns.31,32 Ekki er vitað í hverju þetta mismunandi næmi er fólgið, en það er lykilatriði að upplýsa. Ekki er þetta síst vegna þess að nýlega hefur verið lýst músatilraun þar sem ætla mátti að Cp mót- verkaði verkun rótenóns á dýrin.33 Samantekt: Minnkuð Cp-þéttni og oxunarvirkni í sermi, ásamt auknu járnií dópamínvirkum taugungum í svartsviðinu, fer oftast saman við PD. Röskun á orkumyndun í þessum taugungum gæti verið meginatriði við uppkomu PD og Cp varnar hugsanlega því ferli. Röskun á járni í heila og Cp i sermi við Alzheimersjúkdóm Alzheimersjúkdómur er algengastur svokallaðra heilabilunar- sjúkdóma sem rekja má til rýrnunar og frumudauða í heilaberki. Snemma í sjúkdómnum hrörna taugungar sem eiga upphaf sitt í kjörnum neðanvert á ennisblaði heilans (lobus frontalis), einkum Meynert-kjarnanum (Nucleus Basalis of Meynert). Þessir taugung- ar hafa asetýlkólín að boðefni og mynda brautir sem liggja til drekans (hippocampus) og drekasvæðisins (hippocampal regions) í gagnaugablaði heilans (lobus temporalis). Bilun í þessum brautum veldur minnistruflunum, sem áberandi eru við AD. Síðar hrörna taugungar í hvirfilblaði heilans (lobus parietalis) og víðar í ennis- blaðinu. Eru ýmis sjúkleg einkenni til þessa að rekja.134 Aberandi í meingerð AD eru svokallaðar heilaskellur (cere- bral/neuritic plaques) og taugaþráðlingar (neurofibrillary tangles). Heilaskellur og þráðlingar þekkjast við aðra sjúkdóma en AD, en eru samt talin sérkennandi kennileiti í meingerð AD. Heilaskell- urnar eru utan við taugafrumurnar (taugunga) og eru venjulega í námunda við taugungamót (synapses). Þráðlingarnir eru aftur á móti innan frumnanna. Þeir hafa meira forspárgildi um ástand og framrás sjúkdómsins en heilaskellurnar.1'22'34 í himnu nær allra frumna í líkamanum er stórt forstigspró- tein (precursor protein). Af því klofna peptíðbútar (einkum utan við frumuhimnuna) fyrir tilstilli þriggja sérstakra ensímkerfa (sekretasa). Þetta prótein kallast APP, sem er stytting úr ensku: 534 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.