Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2012, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.10.2012, Qupperneq 37
UMFJÖLLUN OG GREINAR það hlutverk sem hún gegnir í frumunni og atburðarásina þar sem hún kemur við sögu, kemur í ljós að margt annað getur bilað í þeirri atburðarás og það er miklu algengara. Við höfum því lært af rann- sóknunum að margt annað hefur gildi í meðferðinni. Rannsóknirnar skila sér því ótvírætt til sjúklinganna." Sjúkdómurinn hefur gjörbreyst Helga segir stökkbreytinguna auka líkurnar á að fá sjúkdóminn og munurinn er talsverður. „Líkurnar á að fá brjósta- krabbamein eru um 10% hjá konum almennt, en fyrir þær sem bera stökkbreyt- inguna eru líkurnar 70% en þar spilar aldurinn stórt hlutverk og áhættan eykst með aldrinum. Það er hins vegar mjög mikilvægt að hafa í huga að brjóstakrabba- mein er mjög fjölbreyttur sjúkdómur með ólíkar birtingarmyndir og það á líka við um þær konur sem bera stökkbreytinguna og fá sjúkdóminn. Það er því erfitt að fullyrða að brjóstakrabbamein þar sem stökkbreytingin er til staðar sé illvígara. Til samanburðar má nefna að krabbamein í blöðruhálskirtli, þar sem stökkbreyt- ingin kemur við sögu, er mun illvígara en krabbamein án stökkbreytingarinnar. Þar er munurinn mjög skýr." Nýgengi brjóstakrabbameins meðal ís- lenskra kvenna jókst mjög um miðja 20. öldina og Helga vísar til dr. Gunnlaugs Snædal sem veitti þessu fyrstur athygli. „Við höfum ekki svar við því og enn- fremur hefur sjúkdómurinn breyst. Aður var þetta sjúkdómur ungra kvenna en nú hefur það gjörbreyst. Meðalaldur kvenna við greiningu er nú rúmlega 60 ár. En þótt „Þótt nýgengi brjóstakrabba- mcins hafi aukist svona mikið hefur dánartíðnin staðið í stað og fer nú lækkandi," segir Helga Ögmundsdóttir prófessor. nýgengið hafi aukist svona mikið hefur dánartíðnin staðið í stað og fer nú lækk- andi, sem endurspeglast í því að yfir 90% íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabba- mein eru á lífi 5 árum eftir greiningu." Að lokum segir Helga að það sé alveg ljóst af rannsóknum undanfarinna ára á brjóstakrabbameini á íslandi að íslenskir vísindamenn standa framarlega í þeim fræðum. „Það sést hvað best á því hvað erlendir vísindamenn í greininni eru áhugasamir um samstarf við okkur. Það er einnig ánægjulegt að sjá að klínískum rannsóknum á árangri meðhöndlunar sjúkdómsins er að fjölga og ég held að skýringin sé sú að við erum að fá til lands- ins fólk sem hefur sérhæft sig í slíkum rannsóknum. Með því verður samspil milli fræðilegra rannsókna og klínískra enn betra en áður og styrkir hvorttveggja." LÆKNAblaðið 2012/98 541
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.