Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 11

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 11
RANNSÓKN Lungnasegarek á Landspítala 2005-2007 - nýgengi, birtingarmynd, áhættuþættir og horfur Kristján Óli Jónsson1,2, Uggi Þ. Agnarsson2, Ragnar Danielsen2, Guömundur Þorgeirsson12 ÁGRIP Inngangur: Lungnasegarek er alvarlegur sjúkdómur og algengt vandamál hjá sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahús. Faraldsfræði sjúkdómsins á íslandi er að miklu leyti órannsökuð. Markmið þessarar rannsóknar var að meta nýgengi lungnasegareks, birtingarmynd sjúkdómsins, áhættuþætti og horfur meðal sjúklinga sem lögðust inn á Landspítalann á þremur árum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn athugun á sjúkraskrám sjúklinga sem fengu greininguna lungnasegarek (126 sam- kvæmt ICD10) á árunum 2005-2007. Upplýsinga var aflað um aldur, einkenni, meðferð, áhættuþætti og undirliggjandi sjúkdóma, greiningarað- ferðir og afdrif. Niðurstöður: Þýðið var 312 sjúklingar og nýgengi lungnasegareks á Landspítala 5 af hverjum 1000 sjúklingum. Þrjátiu daga dánarhlutfall var 9,9% (95% öryggisbil 6,6-13,3%). Algengasta einkenni við greiningu var mæði (81%) og greining oftast gerð með tölvusneiðmynd (89%). Meðferð var í flestum tilvikum segavarnandi lyfjameðferð (96%). Marktæk aukning reyndist á tíðni gáttatifs meðal sjúklinga með lungnaháþrýsting sam- kvæmt hjartaómun (32% en 10% meðal þeirra sem ekki höfðu lungnahá- þrýsting, p=0,026). Dánartíðnin reyndist marktækt hærri meðal kvenna, 13%, en 6,5% meðal karla (p= 0,049) og meðal þeirra sem höfðu engin hefðbundin einkenni lungnasegareks (36% en 8,1% meðal þeirra sem höfðu slík einkenni, p=0,012). Ályktun: Nýgengi lungnasegareks á Landspítala var 5 af hverjum 1000 innlögðum sjúklingum sem er heldur hærra en margar erlendar rannsóknir hafa sýnt. Dánarhlutfall var hins vegar svipað og hefur snarlækkað frá þvi lungnasegarek var síðast rannsakað á (slandi fyrir 40 árum. Inngangur Höfundar eru allir læknar. Læknadeild Háskóla íslands', hjartadeild Landspítala2 Fyrirspurnir: Uggi Þ. Agnarsson uggitha@landspitali.is Greinin barst 20. ágúst 2012, samþykkt til birtingar 26. nóvember 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Lungnasegarek á sér oftast uppruna í segum sem myndast í djúpum bláæðum ganglima og er algengt vandamál hjá sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahús.1 Aðstæður sem trufla eða tefja blóðrás í bláæðum eða valda skemmdum í æðaþelsklæðningu þeirra stuðla að segamyndun, einkum ef einnig er um að ræða dulda segahneigð af einhverri ástæðu. Áætlað hefur verið að um þriðjungur sjúklinga með djúpan bláæðasega fái lungnasegarek en um tveir þriðju fái eingöngu stað- bundin einkenni um djúpan bláæðasega.2 Sjúkdómsmynd lungnasegareks er fjölbreytileg, allt frá engum einkennum yfir í lost og skyndidauða.3 Greining er því oft vandasöm. Meðal langvinnra fylgi- kvilla eru langvinnur lungnaháþrýstingur og endur- tekin lungnasegarek, auk hugsanlegra fylgikvilla und- irliggjandi bláæðasega. Meðferð skiptir oft sköpum og eru því greining sjúkdómsins og rétt viðbrögð mjög mikilvæg.4 Nýgengi lungnasegareks er að miklu leyti órann- sakað hér á landi. Erlendar nýgengistölur eru breyti- legar, liggja á bilinu 40-270 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári.5'7 Dánarhlutfall hefur verið áætlað 8-13% í sumum rannsóknum4'6’8 og greiningin kemur fyrir á 1,3% dán- arvottorða í Bandaríkjunum.9 Þá virðist lungnasegarek vera algengara meðal kvenna en karla.10,11 Islenskar rannsóknir á lungnasegareki eru fáar en helst ber að nefna rannsókn frá lyflækningadeild Landspítala sem náði yfir áratuginn 1961-1970.12 Á því tímabili höfðu greinst 102 tilfelli með lungnasegarek, sem samsvaraði 0,9% sjúklinga á lyflækningadeildinni. Reiknað dánarhlutfall var mjög hátt, eða um 50%. Rannsóknin var þó gerð áður en nútíma greiningarað- ferðir ruddu sér til rúms, tölvusneiðmyndatökur af lungnaæðum, lungnaslagæðamyndatökur (pulmonary angiography) og ísótópaskönn. í seinni tíð hefur greining á lungnasegareki aðallega byggst á tölvusneiðmynda- töku sem hefur gerbreytt öllum greiningarforsendum.5 Engu að síður gera flestir höfundar sem um málið fjalla ráð fyrir að vangreining sé stórt vandamál.13 Eftir þessa byltingu í greiningartækni hefur engin rannsókn verið birt um faraldsfræði þessa mikilvæga sjúkdóms á íslandi. Hins vegar sýndi nýleg þversniðsrannsókn á forvörnum gegn bláæðasegasjúkdómum á Landspítal- anum (og þar með gegn lungnasegareki) að tækifæri til forvarna voru stórlega vannýtt.14 Að mati höfunda höfðu 47% inniliggjandi sjúklinga á skurðlækninga- og lyflækningadeildum ábendingu fyrir forvarnarmeð- ferð samkvæmt gildandi leiðbeiningum en aðeins 57% þeirra sem uppfylltu ábendingarskilmerki fengu slíka meðferð. Þá hafa birst tvær rannsóknir um nýgengi bláæðasega í íslensku þýði. Önnur tók saman allar greiningar bláæðasega og lungnasegareks á spítölum á Stór-Reykjavíkursvæðinu 2005 og hluta úr 2006 og mat nýgengið sem 1,1 tilfelli á 1000 persónuár.15 Hin rannsóknin tók til segamyndunar í djúpum bláæðum ganglima 1975-1990. Áætlað nýgengi byggt á bláæða- myndatökum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri var 0,35 tifelli á 1000 persónuár.16 Markmið þessarar rannsóknar er að meta nýgengi og birtingarmynd lungnasegareks á Landspítala, horf- ur sjúklinganna og helstu áhættuþætti. Þetta er fyrsta rannsóknin sem nær yfir allar deildir Landspítala. LÆKNAblaðið 2013/99 11

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.