Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 12

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 12
RANNSÓKN Tafla I. Yfirlit yfir sjúklinga með lungnasegarek, undirliggjandi sjúkdóma áhættuþætti og afdrif. Yfirlít yfir sjúklinga Allir sjúklingar Látnir innan 30 daga Lifandi eftir 30 daga Fjöldi sjúklinga 312 31 281 Meðalaldur ± staðalfrávik 68,3 ±16,4 75,5 ± 17,2 67,5 ±16,1 Kynjahlutfall (KK:KVK) 153:159 10:21 142:138 Sjúkdómar og áhættuþættir n (%) P-gildi Háþrýstingur 113(36,2) 10(32,3) 103(36,7) 0,63 Saga um krabbamein 60 (19,2) 12(38,7) 48 (17,1) 0,004 Blóðþurrðarhjartasjúkdómur 43 (13,8) 6(19,4) 37 (13,2) 0,34 Fyrri saga um DVT/LR 35 (11,2) 4(12,9) 31 (11,0) 0,75 Nýleg brot/aðgerðir 39 (12,5) 3 (9,7) 36(12,8) 0,62 Langvinn lungnateppa 34 (10,9) 6(19,4) 28 (10,0) 0,11 Nýleg langferðalög 29 (9,3) 1 (3,2) 28 (10,0) 0,22 Lömun/löng rúmlega 19(6,1) 4(12,9) 15(5,3) 0,095 Saga um hjartadrep 11 (3,5) 2 (6,5) 9 (3,2) 0,35 Engir skráðir áhættuþættir 74 (23,7) 2 (6,5) 72 (25,6) 0,017 KK: karlmenn, KVK: konur, DVT: segamyndun í djúpum bláæðum ganglima, LR: lungnasegarek. Notað var kíkvaðrat tölfræðipróf. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn. í Sögukerfinu voru kannaðar sjúkra- skrár allra sjúklinga sem lögðust inn á Landspítalann á þriggja ára tímabili, frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2007, og hlutu grein- ingarnúmerið 126 samkvæmt ICD-10 (pulmonary embolism). Sjúk- lingar voru útilokaðir ef greiningin var ekki tengd viðkomandi sjúkralegu, ef gögn í sjúkraskrá staðfestu ekki greininguna eða ef engin gögn fundust. Að auki voru pappírssjúkraskrár sjúklinga skoðaðar í völdum tilfellum. Sjúkraskrárnar voru skoðaðar af einum rannsakanda en álitamál rædd af höfundahópnum. Ur sjúkraskrá voru sóttar upplýsingar um aldur, einkenni, meðferð, áhættuþætti sem reglulega voru skráðir í sjúkraskrár og undirliggjandi sjúkdóma, greiningaraðferðir og afdrif. Einnig voru metin hjartalínurit sem tekin voru innan þriggja daga frá greiningu og eftirtaldar breytur skráðar: Sínus hraðtaktur, gátta- tif, S1Q3T3, hægra greinrof eða greinrofsmynd, hægri öxull, við- snúnir T-takkar og merki um álag á hægri slegil (skilgreint sem ST-lækkanir og viðsnúnir T-takkar í V1-V3). Loks voru kannaðar skýrslur um hjartaómanir sem gerðar voru innan 7 daga frá inn- lögn. Eingöngu var notast við fyrstu komu sjúklings á rannsóknar- tímabilinu, þar sem greining lungnasegareks var skráð. Notaður var dulkóðaður lykill til að vernda kennitölur sjúklinga. Gagna- söfnun og myndvinnsla fór fram í Microsoft Excel 2008/2011. Tafla II. Meðferð sjúklinga með lungnasegarek. Meðferð' n (%) Blóðþynning 289 (96,0) Segaleysandi 12(4,0) Bláæðasía 7 (2,3) Seganám (thrombectomy) 1 (0,3) Engin 10(3,3) Ónógar upplýsingar 11 (3,5) ‘f sumum tilvikum var um fleira en eitt medferöariorm að ræða. Tölfræði var unnin í IBM SPSS. Kíkvaðrat próf voru reiknuð í SPSS við mat á tengslum klínískra breyta og breytinga á hjarta- rafriti eða hjartaómun við 30 daga dánarhlutfall og á tengslum hjartarafritsbreytinga við lungnaháþrýsting. í SPSS var reiknað 95% öryggisbil fyrir dánarhlutfall en 95% öryggisbil fyrir nýgengi var reiknað í Excel. Viðeigandi leyfa var aflað hjá Persónuvernd, Vísindasiðanefnd Landspítala og hjá framkvæmdastjóra lækninga á Landspítal- anum. Niðurstöður Rannsókitarþýði, nýgengi og áhættuþættir Alls fengu 342 sjúklingar greininguna lungnasegarek á Land- spítalanum árin 2005-2007. Þrjátíu voru útilokaðir, þrír vegna ónógra gagna, 8 vegna rangrar greiningar og 19 þar sem grein- ingin átti við greiningu utan tímabilsins. Heildarfjöldi inniliggj- andi sjúklinga á sama tímabili var 59.353 og hlutfall legusjúklinga með lungnasegarek því 0,53%, eða 5 af hverjum 1000 innlögðum sjúklingum. Meðalaldur var rúm 68 ár (miðgildi um 72,5 ár) og að- eins 43 (14%) voru 50 ára eða yngri. Um fimmtungur sjúklinganna hafði krabbamein, og litlu færri þekktan hjartasjúkdóm eða annað- hvort nýlegt brot, aðgerð eða langa rúmlegu (tafla I). Fyrri saga um bláæðasega eða lungnasegarek lá fyrir í um 11% tilfella. Aðeins um fjórðungur sjúklinganna hafði engan skráðan áhættuþátt. Klínísk birtingarmynd, greining og tneðferð Gögn um klíníska birtingarmynd voru til frá 307 sjúklingum (mynd 1) og tölvusneiðmyndir hjá 274. Algengasta einkenni við greiningu var mæði (81%) en 39% kvörtuðu um brjóstverk og 31% hafði merki um bláæðasega. Langflestir greindust með tölvusneið- mynd (mynd 2) en engin gögn fundust um greiningu með æða- myndatöku eftir inndælingu skuggaefnis í lungnaslagæð. Er ljóst að sú rannsóknaraðferð var ekkert notuð á rannsóknartímabilinu. Af sjúklingum greindum með tölvusneiðmyndum reyndust 29 (11%) hafa sega á greiningarmótum stærri æða (söðulsega). D-dimer var mældur í blóði 203 sjúklinga (65%) og reyndist hækkaður í öllum nema einum. Meðal þeirra sem lifðu nógu lengi til að fá meðferð eftir að greining lá fyrir var aðeins einn sem ekki fékk blóðþynningu. í því tilviki var ástæðan blóðmiga. Aðeins 4% voru meðhöndlaðir með segaleysandi meðferð og örfáir með bláæðasíu eða seganámi (tafla II). Alls fundust 196 hjartarafrit sem tekin höfðu verið innan þriggja daga frá greiningu og 92 skýrslur af niðurstöðum hjartaómana sem gerðar höfðu verið innan 7 daga frá greiningu. Eins og fram kemur á mynd 3 voru um 70% hjartarafritanna afbrigðileg en al- gengustu breytingarnar voru þó ósértækar, það er T-breytingar og sínus hraðtaktur. Engu að síður komu fram breytingar á rúmlega 30% ritanna sem gáfu vísbendingu um álag á hægri slegil. Engin þessara hjartarafritsbreytinga hafði tölfræðilega marktæka fylgni við 30 daga dánarhlutfall. Mynd 4 sýnir tíðni breytinga á hjarta- ómun. Yfir helmingur sjúklinga sem undirgengust hjartaómun höfðu merki lungnaháþrýstings og 40% höfðu stækkaðan hægri slegil. I tæplega 40% tilfella var ómskoðun innan eðlilegra marka. Sjúklingar sem bæði áttu hjartarafrit innan þriggja daga og hjartaómun innan 7 daga frá innlögn voru 65 talsins og rúmur helmingur (52%) höfðu lungnaháþrýsting samkvæmt hjartaómun. 12 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.