Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 18

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 18
RANNSÓKN Tafla I. Neysla algengra matvæla og matvælaflokka i grömmum á dag (meðaltal ± staðalfrávik (SF) og dreifing neyslunnar). n=162. Meðaltal ± SF 5% 10% 25% 50% 75% 90% 95% Grænmeti, ávextir og hreinir safar Grænmeti 52 ±47 1 5 14 39 77 124 134 Ávextir 136±102 3 24 57 114 201 292 318 Hreinir safar 87 ±107 0 0 0 45 155 242 287 Ávextir, grænmeti og safar alls 275 ±164 46 89 155 257 369 533 583 Kartöflur og kornmeti Kartöflur, nýjar 21 ±28 0 0 1 16 29 49 56 Franskar kartöflur 6 ± 12 0 0 0 0 0 24 37 Brauð 80 ±39 30 38 52 71 104 127 151 Gróf brauð, trefjaefni >6% 16 ± 21 0 0 0 8 23 48 59 Morgunkorn 43 ±38 0 6 19 33 54 93 126 Hafragrautur 16 ±36 0 0 0 0 0 67 107 Pasta og núðlur 19 ±29 0 0 0 3 28 61 81 Pizza 12 ±28 0 0 0 0 0 49 75 Fiskur og kjöt Fiskur og fiskafurðir 21 ±24 0 0 0 16 30 53 62 Kjöt og kjötafurðir 65 ±35 15 21 39 63 84 112 128 Mjólk og mjólkurvörur Nýmjólk 78 ± 117 0 0 0 0 123 239 290 Léttmjólk 102 ±144 0 0 0 60 137 301 385 Undanrenna/Fjörmjólk 17 ±49 0 0 0 0 0 67 103 Kókómjólk/Kakó 32 ±53 0 0 0 0 67 83 133 Mjólkurvörur* 22 ±29 0 1 4 14 36 51 58 Ostar 17 ± 14 0 0 6 14 27 35 39 Mjólk og mjólkurvörur alls 357 ±193 97 143 205 345 458 597 720 Feitmeti Smjör og smjörlíki 9 ± 8 1 2 4 7 12 16 21 Sósur og ídýfur 13 ± 11 0 0 4 10 18 26 33 Lýsi 2 ± 3 0 0 0 0 5 8 8 Drykkir aðrir en mjólk Gosdrykkir og svaladrykkir 117 ±129 0 0 23 83 165 266 417 Svaladrykkir 71 ± 99 0 0 0 31 89 203 274 Gosdrykkir 46 ± 76 0 0 0 0 67 151 220 Vatn og sódavatn 285 ± 235 10 49 123 221 404 545 737 Kex, kökur, sætindi og snakk Kökur 32 ±34 0 0 4 27 42 73 93 Kex 13 ± 18 0 0 0 7 18 34 49 Sælgæti og ís 32 ±33 0 0 0 25 53 81 96 Popp, snakk, hnetur 8 ± 14 0 0 0 1 10 24 32 * Mjólkurvörur aðrar en drykkjarmjólk og ostar 2002'6 og endurbætt fyrir landskönnun á mataræði 2010-2011.17 Við útreikninga á næringargildi fæðu var annars vegar stuðst við íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla, ÍSGEM,18 og hins vegar gagnagrunn fyrrum Lýðheilsustöðvar um samsetn- ingu algengra rétta og skyndibita á íslenskum markaði. Tekið var tillit til rýrnunar næringarefna við eldun. Birtar eru niðurstöður um neyslu valinna fæðutegunda (í grömmum á dag (g/dag)), orku (sem kkal/dag), orkugefandi nær- ingarefna (í g/dag og sem hlutfall af heildarorkuneyslu) og neyslu vítamína og steinefna. Eins var gerð greining á framlagi fæðu- flokka til heildarorkuneyslu og valinna næringarefna (harðrar fitu, viðbætts sykurs, salts og fæðutrefja). Við flokkun fæðuteg- unda í skilgreinda fæðuflokka er stuðst við sama kerfi og lýst er í skýrslu er geymir helstu niðurstöður landskönnunar á mataræði fullorðinna íslendinga 2010-2011.17 Niðurstöðurnar voru bornar saman við ráðleggingar um fæðuval og ráðlagða dagsskammta (RDS) næringarefna fyrir viðkomandi aldurshóp.1419 Skammta- stærðir sem miðað er við í ráðleggingum um fæðuval voru aðlag- aðar miðað við orkuþörf 6 ára barna, sem nemur um það bil 60% af áætlaðri orkuþörf fullorðinna.20 RDS fyrir vítamín og steinefni er skilgreindur sem það magn næringarefnis sem fullnægir þörfum alls þorra fólks, eða um 98% þýðis. Þegar lagt er mat á vítamín- og steinefnaneyslu hópa er venjan að styðjast við fleiri hugtök en einungis ráðlagðan dagsskammt, það er að segja meðalþörf, lægri mörk æskilegrar neyslu og efri mörk hættulausrar neyslu. Meðal- þörf vítamína og steinefna hefur ekki verið skilgreind fyrir börn, en fyrir fullorðna samsvarar hún yfirleitt 60-80% af RDS.19 í þessari grein er stuðst við 2/3 hluta RDS sem mælikvarða á áætlaða meðalþörf þýðisins, en slík nálgun er algeng og viðurkennd þegar niðurstöður neyslukannana eru metnar og meðalþörf fyrir efni er ekki þekkt.19 Ef neysla fer undir áætlaða meðalþörf þýðis er talið að hætta sé á að þörf fyrir viðkomandi næringarefni sé ekki mætt. 18 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.