Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2013, Page 19

Læknablaðið - 15.01.2013, Page 19
RANNSÓKN Forritið SAS (9.2) var notað við tölfræðigreiningar. T-próf var notað til að kanna hugsanlegan mun á neyslu næringarefna milli kynja. Marktækni var skilgreind sem p<0,05. Niðurstöður Heildarorka fæðunnar var meðal stúlkna 1529±314 kkal/dag og drengja 1558±336 kkal/dag (p>0,05). Neysla fæðutegunda, hlut- fallsleg skipting heildarorku á orkuefnin og neysla vítamína og steinefna reyndust ekki vera mismunandi milli kynja (p>0,05). Niðurstöður eru þar af leiðandi birtar sem meðaltöl og staðalfrávik fyrir bæði kyn saman, ásamt dreifingu neyslunnar. Tafla I sýnir neyslu matvæla úr völdum fæðuflokkum. Um helmingur 6 ára barna neytti minna en 40 gramma af grænmeti daglega, en til samanburðar má geta þess að einn tómatur vegur um það bil 80 grömm. Ávaxtaneysla var að jafnaði ríflegri en græn- metisneyslan. Neysla á mjólk og mjólkurvörum nam rúmlega 350 grömmum á dag að jafnaði. Meðalneysla gos- og svaladrykkja samsvaraði rúmum 800 ml á viku og þau 10% barna sem mest neyttu af gos- og svaladrykkjum drukku að jafnaði nálægt tveimur lítrum á viku. Neysla á kexi og kökum var næstum þrisvar sinn- um meiri en neysla á trefjaríku brauði (skilgreint sem a6 grömm tefjaefni í 100 grömmum af brauði) og meðalneysla á sælgæti og öðrum sætindum var einnig rífleg. Þó ber að taka fram að helm- ingur barnanna neytti hvorki sætinda né gosdrykkja þá daga sem skráning fór fram. í töflu II má sjá ráðleggingar um fæðuval,14 auk fjölda og hlut- falls barna með neyslu í samræmi við þau viðmið sem gefin eru. Töluvert er í land með að 6 ára börn nái almennt ráðleggingum um grænmetis- og ávaxtaneyslu. Um fjórðungur barna neytti fisks og lýsis skráningardagana. Eins er mjög langt í land með að neysla á harðri fitu (mettuðum fitusýrum og trans-fjölómettuðum fitu- sýrum), fæðutrefjum og salti sé í samræmi við ráðleggingar. Meiri- hluti barna (87%) neytti í það minnsta tveggja skammta af mjólk og mjólkurvörum daglega. Þess má geta að tæplega 10% barnanna neytti sem svarar fjórum skömmtum af mjólk og mjólkurvörum eða meira daglega. Tafla II. Fjöldi og hlutfall 6 ára barna (n=162) með mataræði i samræmi við opinberar ráðleggingar. Ráðleggingar um fæðuval' Viðmið aðlöguð fyrir 6 ára börn n % Grænmeti og ávextir >400 g af grænmeti og ávöxtum á dag 30 19 Fiskur tvisvar í viku eða oftar >34 g á dag, sem samsvarar fiskmáltíð tvisvar í viku 37 23 Gróf brauð og annar trefjaríkur kornmatur >2,5 g fæðutrefjar/MJ/dag ** 28 17 Fituminni mjólkurvörur 2 skammtar af mjólk eða mjólkurvörum daglega (1 sk 200 g af mjólkurvörum eða >20 g af osti) 141 87 Olía eða mjúk fita í stað harðrar fitu <10% orkunnar úr harðri fitu 10 6 Salt í hófi <3,2 g af salti á dag*‘‘ 7 4 Þorskalýsi eða annar D-vítamíngjafi >5 ml á dag, sem samsvarar ráðlögðum dagskammti af D-vítamíni 44 27 Vatn er besti svaladrykkurinn <10% orkunnar úr viðbættum sykri 70 43 ‘Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri.'4 "Notuð eru viðmið um ráðlagða neyslu fæðutrefja samkvæmt norrænum ráðleggingum um næringarefni >2,5 g/MJ/dag.19 Ástæðan er sú að flokkunarkerfi næringarútreikningsforritsins, ICEFOOD, gefur ekki tilefni til nákvæmrar skoðunar á trefjaríkum kornmat nema fyrir brauð. “’Norrænar ráðleggingar um næringarefni:'9 s0,5 g salt/1000 kJ (0,5 g salt/239 kcal) sem samsvarar <3,2 g af salti daglega miðað við orkuneyslu barnanna í þessari rannsókn. Tafla III sýnir heildarorkuneyslu (kkal/dag) og hlutfallslega skiptingu orkugefandi næringarefna. Að jafnaði gáfu prótein um 15,4±2,9% af heildarorku. Niðurstöðurnar sýna að gæði fitu í fæði er ábótavant, en hörð fita (það er mettaðar fitusýrur og trans- ómettaðar fitusýrur) veitti 14,1±2,9% af heildarorku. Lítil gæði kol- vetna í fæði barnanna endurspeglast í lítilli neyslu fæðutrefja og að jafnaði hærra hlutfalli viðbætts sykurs af heildarorku en mælt er með. Ef skoðað er framlag mismunandi fæðuflokka til heildarorku í fæði má sjá að fæða með lága næringarþéttni (sem inniheldur lítið sem ekkert af vítamínum, steinefnum og fæðutrefjum), veitir allt að 25% af heildarorku. Þetta eru fæðuflokkar á borð við snakk, Tafla III. Heildarorkuneysla og hlutfallsleg skipting orkugefandi næringarefna (E%) ásamt neyslu fæðutrefja (g/MJ)’. n=162. Viðmið* Meðaltal ± SF 5% 10% 25% 50% 75% 90% 95% Orka (kkal) 1600 1543 ±324 1039 1161 1323 1550 1742 1906 1994 Prótein 10-20 15,4 ±2,9 10,7 11,7 13,5 15,0 16,9 19,6 20,5 Fita alls 25-35 32,2 ± 4,9 23,9 26,0 29,2 32,0 35,8 38,5 40,1 Mettaðar fitusýrur <10** 13,3 ±2,7 9,3 10,0 11,5 13,2 15,4 16,5 17,6 Cis-einómettaðar fitusýrur 10-15 10,1 ±1,8 7,2 7,7 9,0 10,0 11,2 12,5 13,2 Cis-fjölómettaðar fitusýrur 5-10 4,7 ±1,5 2,6 2,9 3,5 4,5 5,5 6,9 7,9 Transfitusýrur ** 0,8 ± 0,3 0,4 0,5 0,6 0,7 0,9 1,1 1,3 Hörð fita <10** 14,1 ±2,9 9,8 10,5 12,2 14,0 16,2 17,6 19,0 Kolvetni alls 50-60 50,3 ± 5,5 41,8 44,0 46,8 50,2 54,1 56,9 58,7 Viðbættur sykur <10 11,2 ±4,5 4,7 5,7 7,7 11,0 14,5 17,1 18,8 Trefjar* (g/MJ) ^2,5 2,1 ±0,5 1,4 1,5 1,7 2,0 2,3 2,7 2,9 ‘Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri,14 og norrænar ráðleggingar um næringarefni.19 Orkuþörf barna er mjög breytileg. " I ráðleggingum er mælt með að neysla harðrar fitu (mettaðra fitusýra auk transfitusýra) sé að hámarki 10% af heildarorku. Mælt er með því að neysla transfitusýra sé eins lág og mögulegt er. LÆKNAblaðið 2013/99 19

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.