Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2013, Side 34

Læknablaðið - 15.01.2013, Side 34
UMFJOLLUN O G GREINAR Kollvarpar fyrri kenningum um hlutverk klaustranna -segir Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Gatið á höfuðkúpunni er eftir sárasótt. Mynd Skriðu- klaustursrannsóknir. „Ég hef verið gagnrýnd fyrir að nota orðið spítali um þá starfsemi sem greini- lega hefur farið fram á klaustrinu á Skriðu í Fljótsdal. En það er alveg ljóst í mínum huga að þarna hefur verið rekin umfangsmikil hjúkrunar- og lækningastofnun, að þeirra tíma hætti að sjálfsögðu. Spítali er því réttasta orðið," segir dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur sem stýrði fornleifa- uppgreftinum á Skriðuklaustri og hefur nú gefið út bókina Sagatt af klaustrinu á Skriðu sem vakið hefur verðskuldaða athygli og er tilnefnd til fslensku bók- menntaverðlaunanna í flokki fræðibóka. „Rannsóknirnar á klausturstæðinu og kirkjugarðinum leiða í ljós mjög skýrar vísbendingar um hand- og lyflækningar og við grófum upp nærri 150 beinagrindur fólks sem hefur greinilega dáið úr alvar- legum sjúkdómum," segir Steinunn og bætir við að fornmeinafræðingarnir sem tóku þátt í greiningu mannabeinasafnsins frá Skriðu séu sammála um að beinasafnið sé einstakt og beri skýr einkenni þess að vera úr kirkjugarði sjúkrastofnunar og vistheimilis. „Svo veikt var fólk ekki alla jafna á venjulegum heimilum þrátt fyrir að það hafi verið uppi á miklum hörmunga- tímum á miðöldum." Bein sjúklinganna í kirkjugarðinum eru til vitnis um neyð þeirra sem leitað hafa ásjár hjá reglubræðrunum. Þarna hefur alvarlega sjúkt fólk safnast saman, örkumla fólk vegna sýkinga, fæðingargalla eða slysa. Fólk með sárasótt, sullaveiki og langvarandi sýkingar eða bara þeir sem skáru sig úr fjöldanum og gátu ef til vill ekki alið önn fyrir sjálfum sér. Þangað hefur væntanlega verið komið með konur í barnsnauð og jafnvel andvana fædd, óskírð börn til greftrunar. Stunduðu ekki skriftir og grúsk Það er erfitt að velja hvað skuli ræða þegar efni bókar Steinunnar er undir. Öll er bókin hin fróðlegasta og varpar að mörgu leyti nýju ljósi á hlutverk klaustranna á íslandi í kaþólskum sið. „Umfjöllun um íslensku klaustrin hefur vissulega mótast af mjög takmörkuðum heimildum en forn- leifarannsóknir á öðrum klausturstæðum en á Skriðu hafa takmarkast mjög af því að seinni tíma byggingar voru gjarnan reistar á rústum þeirra eldri og elstu minjar því skemmdar og einfaldlega erfitt að komast að þeim. Klausturstæðið á Skriðu er annars staðar en bæjarstæðið og hefur því varðveist einstaklega vel." Steinunn segir að ýmsir hafi í byrjun efast um að grafið væri á réttum stað í Kirkjutúninu svo sterk hafi trú manna verið á að klaustrið hafi staðið á bæjar- stæðinu. „Það var ekki fyrr en nærri þrjú ár voru liðin af uppgrefti sem óvissan var með öllu úr sögunni, þrátt fyrir að líkurn- ar á því að þarna væri hið forna klaustur- stæði hefðu aukist jafnt og þétt með hverju árinu sem leið." Engan óraði á hinn bóginn fyrir því sem átti eftir að koma úr jörðu á Kirkjutúninu, hvorki þá sem stóðu að rannsóknunum né aðra sem höfðu látið sig þær varða með einum eða öðrum hætti. í fyrstu miðaði rannsóknin að uppgrefti á minjum um byggingar, kirkju og búsetu reglubræðra. Sérstakt kapp var lagt á að finna leifar um bóklega iðju þeirra, samkvæmt ríkjandi hugmyndum um íslensk klaustur, en iðulega er litið svo á að bókagerð og ritun hvers konar hafi verið mikilvægasti hluti af starfi þeirra. Slík iðja ætti að skilja eftir sig leifar í jörðinni. Fljótlega beindist rannsóknin hins vegar að kirkjugarði klaustursins sem Það er hafið yfir allan vafa að á Skriðuklaustri var rekinn umfangsmikill spítali um ríflega hálfrar aldar skeið, segir Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.