Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2013, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.01.2013, Qupperneq 37
UMFJÖLLUN O G GREINAR Gröfnr. 46. Beinasafnið er einstakt og ber þess skýr ein- kenni að vera úr kirkjugarði sjúkrastofnunar að sögn Steinunnar. Mynd Pétur Sörensson Ummerki í augn- tóftum eftir skyrbjúg. Mynd Elsa Pacciani. Ummerki um alvar- lega ígerð í gómi. Mynd Elin Ahlin. Hreifst af kaþólskum sið „Læknismeðferð og lækningakunnátta hefur verið af skornum skammti en þó má finna dæmi um að gert hafi verið að beinbrotum sem hafi síðan gróið og sjúklingurinn lifað lengur og dáið af öðrum orsökum. Meðöl til að lina kvalir voru frumstæð en þó hafa fundist fræ í jarðvegi af erlendum lækningajurtum sem líklega hafa verið ræktaðar í klausturgarðinum í þeim tilgangi. Gestgjafarnir hafa sjálfsagt gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að gera skjólstæðingum sínum lífið bærilegt. Æðsta takmarkið hlýtur samt að hafa verið að ráða bót á hvers konar meinum þótt fyrirbænir hafi oft orðið að duga. Hafa þær ef til vill þótt árangurs- ríkastar þótt lækningar hafi verið reyndar sam- kvæmt bestu þekkingu þess tíma. Vel má vera að í klaustrinu hafi búið einstaklingar sem ákváðu að helga sig öðrum með umönnun og lækningum. Annars hefði ekkert verið þangað að sækja um- fram það sem hægt var að veita heima eða í eigin sóknarkirkju." Steinunn segir að við rannsóknirnar á Skriðu- klaustri hafi smám saman runnið upp fyrir henni hversu mikilvægu samfélagshlutverki klaustrin gegndu í kaþólskum sið. „Þarna komu úr jörðu greinilegar leifar alþjóðlegrar sjúkrastofnunar enda er sláandi munur á beinasafni Skriðuklaust- urs samanborið við önnur varðveitt beinasöfn hérlendis. Það er því í rauninni hafið yfir allan vafa að á Skriðuklaustri var rekinn umfangsmikill spítali um ríflega hálfrar aldar skeið." Klaustrin voru, ásamt biskupsstólunum, tvímælalaust öflugustu stofnanir landsins. Þau voru hluti af alþjóð- legu stofnananeti sem byggði á kenningakerfi kaþólsku kirkjunnar og tengdu ísland við útlönd. Síst ætti að vanmeta starf þeirra hérlendis við samfélagshjálp, heilsuvernd og lækningar á miðöldum þótt mörg þeirra hafi vissulega einbeitt sér að annars konar umbótum líka. Utan þeirra klaustra sem ráku spítala voru að vísu einnig einstaklingar sem sinntu almennum lækningum og fæðingarhjálp. Starf þeirra á sér þó frekar hliðstæðu í starfi heilsugæslulækna eða ljósmæðra á okkar tíð en líknarstarf klaustranna kom ótvírætt í stað spítala eins og við þekkjum nú. Sagan afklaustrinu á Skriðu, bls. 246-7. „Eftir siðaskiptin verður hrun í þessari sam- félagsþjónustu, ekkert kemur í stað hennar, og allar heimildir sýna að fólki á flakki og vergangi fjölgaði, þjófnaðir stórjukust, aðallega var þó stolið mat, og yfirvöld brugðust við með Stóradómi, refs- ingar voru hertar og dauðarefsingar teknar upp sem ekki höfðu tíðkast í kaþólskum sið. Myrkustu aldir íslandssögunnar renna upp í kjölfarið." Steinunn segist vera fremur hlutlaus þegar kemur að trúmálum en hún kveðst þó hafa snúist æ meir á sveif með kaþólskunni eftir því sem hún hafi grúskað meira í rústum Skriðuklausturs. „Það er margt við kaþólskan sið sem höfðar til mín." LÆKNAblaðið 2013/99 37

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.