Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2013, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.01.2013, Qupperneq 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR Hefur notið þess að skipuleggja Læknadaga Arna Guðmundsdóttir hefur auk starfa sinna sem sérfræðingur í innkirtlalækn- ingum verið framkvæmdastjóri Lækna- daga frá því í janúar 2005. Hún hefur nú ákveðið að láta af því starfi og við keflinu tekur Gunnar Bjarni Ragnarsson sérfræðingur í krabbameinslækningum. Læknadagarnir hafa vaxið og dafnað undir stjórn Ornu og fluttu sig um set í fyrra, af Nordica-hóteli yfir í Hörpu, og segir Arna það vera framtíðarstað Læknadaganna. Um tildrög þess að hún tók að sér fram- kvæmdastjórn Læknadaga segir Arna að Sigurbjörn Sveinsson fyrrverandi for- maður LÍ hafi komið að máli við hana fljótlega eftir að hún kom heim frá sér- námi og boðið henni að taka þetta að sér. „í tíð forvera míns Arnórs Víkingssonar voru Læknadagarnir tvískiptir, fyrstu tveir dagarnir voru haldnir í húsnæði LÍ í Hlíðasmára en seinni þrír dagarnir á ráð- stefnuhóteli. Þessu breytti Arnór og þegar ég tók við voru Læknadagarnir haldnir á sama stað og það fyrirkomulag hefur verið óbreytt síðan," segir Arna. „Upphaflega var þetta ólaunað áhuga- mál í þágu félagsins, en eftir nokkur ár hafði þetta undið svo upp á sig að þá- verandi formanni, Birnu Jónsdóttur, þótti sjálfsagt að breyta stöðunni í launað hlutastarf. Þetta á ekki einungis við um Fræðslustofnun lækna heldur einnig önnur ábyrgðarstörf á vegum LÍ, enda er oft um að ræða verulegar fjárhæðir sem fólk er að sýsla með svo eðlilegt er að það sé launað og beri þá um leið fulla ábyrgð á störfum sínum." Velta Læknadaga 2012 var rétt tæpar 16 milljónir króna en að sögn Örnu hefur reksturinn verið í járnum frá árinu 2008 vegna lítilla vaxtatekna af sjóði Fræðslu- stofnunar. „Tekjurnar koma úr nokkrum áttum, með aðgangseyri þátttakenda, leigu frá lyfjafyrirtækjum fyrir sýningaraðstöðu og óskilyrtum fræðslustyrkjum frá styrkt- araðilum og vaxtatekjum af sjóðseign Fræðslustofnunar. Vandinn við þennan rekstur undanfarin ár, eftir kreppuna, er að ávöxtun sjóðs Fræðslustofnunar hefur verið mjög léleg en í lögum um Fræðslu- stofnun er kveðið á um að Læknadaga megi fjármagna með vaxtatekjunum. Það hefur sett okkur í erfiða stöðu að hafa litlar sem engar vaxtatekjur en þó hefur tekist að reka Læknadagana án halla með tekjum og styrkjum." Ágreiningur um aðgangseyri Á aðalfundi LÍ í haust urðu heitar umræð- ur um hvort breyta ætti aðgangseyri að Læknadögum. Deilt var um hverjir skyldu borga sig inn og hverjir fengju frípassa. „Aðgangseyrir árið 2013 verður ekki hækkaður en það er á skjön við allt sem er að gerast í þjóðfélaginu hversu vel hefur tekist til við að halda gjaldinu hóflegu. Fyrir tveimur árum var ákveðið að allir, bæði fyrirlesarar og almennir þátt- takendur, þyrftu að greiða þátttökugjald og frá og með næstu Læknadögum munu Öldungar (læknar á eftirlaunaaldri) þurfa að greiða fyrir þátttöku, en fá samt veru- legan afslátt. Það má jafnframt benda á að aðgangur að Læknadögum er margfalt ódýrari en þátttökugjald á sambærilegar námsstefnur, jafnt hér heima sem erlendis. Samanburður leiðir í ljós að algengt þátt- tökugjald fyrir 3-5 daga ráðstefnu erlendis er um 1000 dollarar, (120-130 þúsund krón- ur) en við erum að rukka 15.000 krónur fyrir vikupassa að Læknadögunum. Samt vex mörgum þetta í augum en staðreyndin er sú að ef halda á gjaldinu svona lágu verða allir að borga sig inn. Það er kannski betra en að veita allt að helmingi þátttak- enda frían aðgang eins og verið hefur og láta hina borga mun meira. Læknanemar greiða ekki fyrir þátttöku en almennir læknar (unglæknar) þurfa að greiða aðgangseyri. Gleymum því ekki að þetta er símenntunarþing og skiptir því kannski mestu máli fyrir lækna sem hafa nokkurra ára starfsaldur. í þessu samhengi má líka nefna að við höfum aldrei greitt erlendum fyrirlesurum þóknun fyrir að halda erindi. Það er vissulega sérstakt en allir hafa verið sáttir við að fá ferðir og uppihald borgað og ekki gert kröfu um sérstakar greiðslur. íslenskir fyrirlesarar fá frían miða á árshá- tíð Læknafélags Reykjavíkur sem haldin er í lok Læknadaga en annars er ekki um neinar sporslur að ræða fyrir erindi og umsjón málþinga. Meginkostnaðurinn við Læknadagana er við ferðir og uppihald erlendra gesta og þar þarf að vera á tánum svo kostnaðurinn fari ekki úr böndunum. Við þurfum af þessum sökum að halda fjölda útlendinga í nokkrum skorðum og vega og meta í hverju tilfelli hvort ástæða er til að bjóða viðkomandi." Harpa er framtiðarstaður Eftir nokkurra ára þinghald í þingsölum Hótel Nordica voru Læknadagar í fyrsta sinn í Hörpu í fyrra. „Það tókst mjög vel en við vorum að læra á húsið og átta okkur á möguleik- unum. Það varð nokkur misskilningur varðandi hádegismatinn sem var ætlaður þeim sem voru á hádegisfyrirlestrum og áttu að taka matinn með sér inn í salinn, en margir misskildu þetta og stóðu frammi með matinn sinn. Þá var maturinn eingöngu ætlaður þeim sem hugðust sækja hádegisfyrirlestra. Þetta verður vonandi í lagi núna í janúar. Annars var mjög 38 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.