Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 40

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR dægurlögum, mun stíga á stokk að nýju ásamt hljómsveit og söngkonu og nú með dagskrá um Njálu í íslenskum dægur- lögum. Óttar mun svo verða með hádegis- erindi síðar í vikunni þar sem hann fjallar um kynlíf í Islendingasögunum. Læknafélag íslands stendur fyrir mál- þingi um lögfræðileg álitamál innan lækn- isfræðinnar og einnig verður hádegis- fundur um ný lög um heilbrigðisstarfsfólk. Af öðru efni má nefna málþing á vegum barnalækna um tilfærslu sjúklinga með langvinna sjúkdóma frá barnalæknum yfir til fullorðinslækna. Þessi sjúklingahópur stækkar og við 18 ára aldur færast þeir á milli lækna. Talsvert verður fjallað um verki og verkjameðferð og aukamálþing á vegum iðnaðarins um tækjabúnað til að stilla verki. Einnig verður fjallað um nýjungar í krabbameinsmeðferð, þar má nefna róbótmeðferð við blöðruháls- krabbameini. Af allt öðru tagi má nefna málþing um sjúklinginn og læknislistina í bókmenntum, en þar leggja læknar og bókmenntafræðingar saman krafta sína." Viðbótarmenntun i kynskiptameðferð „Loks má nefna að þátttaka íslenskra lækna í Læknadögum hefur verið vaxandi og í raun má segja að nær allir læknar sem á annað borð eiga heimangengt mæti. Frekari vöxtur er því bundinn við aðrar heilbrigðisstéttir og margt í dagskránni sem höfða ætti til annarra stétta en lækna. Þeir sem ekki tilheyra læknastétt geta keypt sér dagpassa á tiitekin málþing en geta ekki keypt vikupassa og þeir verða jafnframt að skrá sig á staðnum, það er ekki um fyrirframskráningu að ræða fyrir aðra en lækna. Framtíðarverkefni er einnig að bjóða upp á styttri dagskrá á ensku og markaðssetja fyrir erlenda lækna. Þetta er verkefni Gunnars Bjarna arftaka míns og ég er viss um að þetta á eftir að vekja áhuga og draga marga hingað til lands. Eg á eftir að sjá eftir Læknadögunum og vil gjarnan koma því að hversu gott samstarf ég hef átt við Margréti Aðal- steinsdóttur á skrifstofu Læknafélagsins. Hún hefur verið mín stoð og stytta í þessu starfi. Ég mun verða viðloðandi skipulag næstu Læknadaga og Gunnari Bjarna innan handar, því reynslan er mikilvæg en um leið er mikilvægt að hætta áður en maður verður alveg gróinn í starfinu. Hvað mín framtíðaráform varðar þá hef ég fengið mikinn áhuga á meðferð trans- genderfólks sem ég sinni hér á landi. Ég stefni á þjálfun og viðbótarmenntun í kynskiptameðferð í Svíþjóð í vor. Það er ört stækkandi hópur sem óskar eftir slíkri meðferð og mikilvægt að sækja sér þekk- ingu á þessu sviði." 40 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.