Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2013, Side 45

Læknablaðið - 15.01.2013, Side 45
AUGLÝSING fea Geðlæknir á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri Laus er til umsóknar staða sérfræðings í geðlækningum á geðdeild við Sjúkrahúsið á Akureyri. Staðan er laus frá 1. febrúar2013. Helsti starfsvettvangur geðlæknisins verður greiningar og meðferð sjúklinga, bæði á göngudeild og legudeild geðdeildar, ennfremur á bráðamóttöku sjúkrahússins. Stöðunni fylgir vaktskylda á geðdeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deiidarlækna auk þátttöku í rannsóknarvinnu. Starfsskylda er við heil- brigðisstofnanir á Norður- og Austurlandi. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í geðlækningum. Auk fræðilegrar þekkingar og reynslu er lögð áhersla á hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Reynsla af stjórnun æskileg. Sjúkrahúsið á Akureyri veitir aimenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins, er kennslusjúkrahús og þekk- ingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Það leggur áherslu á sam- vinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina almenna geðdeildin á landsbyggðinni og þjónar aðallega íbúðum Norður- og Austurlands 18 ára og eldri. Þar er veitt margvísleg með- ferð við öllum bráðum og langvinnum geðröskunum, í góðri samvinnu við heilsugæslu, sjúkrahúsdeildir, félags- þjónustu sveitarfélaga og aðra hjálparaðila á svæðinu. Næsti yfirmaður er Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðdeildar. Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags íslands. Nánari upplýsingar um starfið og önnur starfskjör veita Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðdeildar í síma 463 0100 og í tölvupósti sigmundur@fsa.is, Guðrún Geirsdóttir yfirlæknir legudeildar geðdeildar í síma 463 0100 og í tölvupósti gg0812@fsa.is, Árni Jóhannesson yfirlæknir göngudeildar í síma 463 0100 og í tölvupósti arnijo@ fsa.is og Gróa B. Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs í síma 463 0100 eða tölvupósti groaj@fsa.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2013 Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Embættis landlæknis, og sendist til starfsmannaþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri eða á starf@fsa.is Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt með upp- lýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennsiustarfa. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru ÖRYGGI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. Sjúkra- húsið á Akureyri er reyklaus vinnustaður. LÆKNAblaðið 2013/99 45

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.