Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 46
UMFJÖLLUN O G GREINAR Lífvísindasetur Háskóla íslands sameinaður vettvangur rannsókna í sameinda- og frumulíffræði Þórarinn Eiríkur Guðjónsson Steingrímsson dósent prófessor tgudjons@hi.is eirikurs@hi.is Lífvísindasetur Háskóla íslands tók formlega til starfa 30. nóvember 2011. Lífvísindasetrið hefur heimilisfesti við læknadeild Háskóla Islands en hefur efnt til samstarfs við aðrar stofnanir á Islandi sem stunda rannsóknir á sviði lífvísinda, þar með talið Landspítala og Keldur. Stofn- un Lífvísindaseturs má rekja annars vegar til skýrslu sem nefnd á vegum þáverandi rektors Háskóla íslands, Páls Skúlasonar, tók saman um lífvísindarannsóknir við HÍ, og hins vegar til markáætlunar vísinda- og tækniráðs um „Erfðafræði í þágu heilbrigðis og örtækni". Skýrsla rektorsnefndarinnar benti á að rannsóknir á sviði lífvísinda væru stundaðar á litlum rannsóknastofum sem dreifðar væru um húsnæði háskólans og tengdar stofnanir en að því væri mikið óhagræði. Skýrslan hvatti til stofnunar Lífvísindaseturs. Markáætlunin kom til sögunnar nokkru síðar en styrkir úr henni brúuðu bilið milli dreifðra rannsóknarhópa og stuðluðu að sameiningu og samstarfi. Smám saman óx starfsemin og Lífvísindasetur varð til. Rannsóknarhópar innan Lífvísindaseturs HÍ stunda rannsóknir á ýmsum sviðum sameinda- og frumu- líffræði, svo sem á líffræði krabbameina, starfsemi og sérhæfingu stofnfrumna, taugalíffræði, stjórnun genatjáningar, erfðalækninga, næringar- og matvælafræði, ónæmisfræði, auk ýmissa sviða lífeðlisfræði. Mikill ávinningur er af samvinnu milli rannsókna- hópa þegar vísindamenn á þessu sviði stefna að sam- eiginlegum markmiðum. Aukin samskipti vísindamanna leiðir til samvinnu og um leið til þekkingarsköpunar. Betri tengsl myndast einnig við klíníska starfsemi Landspítala en tengsl grunnvísinda og klínískra vísinda er forsenda betri með- ferðar- og greiningarúrræða. Þegar þetta er ritað eru 45 hópstjórar skráðir við Líf- vísindasetur og með þeim starfa nærri 100 meistara- og doktorsnemar, ásamt nýdoktorum og tæknifólki. Fjöldi erlendra doktorsnema og nýdoktora eykst stöðugt. Stefnt er að því að flestir vísindamenn Há- skóla íslands og Landspítala á sviði sam- eindalífvísinda tengist Lífvísindasetri og skapi þannig öflugan vettvang rannsókna á þessu sviði. Lífvísindasetrið hefur nú þegar skapað frjóan jarðveg fyrir innlenda og erlenda gestafyrirlestra og mun það eflast með stækkun setursins. Aukinn sýnileiki Með Lífvísindasetri eykst sýnileiki rann- sókna sem tengjast setrinu, bæði hérlendis og erlendis. Rannsóknir á sviði lífvísinda byggja á gömlum merg og hafa haft mikil áhrif í íslensku þjóðlífi, mun meiri áhrif en menn kannski gera sér grein fyrir. Rann- sóknir á þessu sviði hafa leitt til þess að sérfræðiþekking er til staðar sem tryggir bæði menntun ungs fólks í fræðunum en um leið öryggi á ýmsum sviðum, til dæmis vegna þekkingar á smitsjúkdómum, ónæmisfræði, krabbameinum og hjarta- sjúkdómum. Þessar rannsóknir hafa einnig haft mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf en atvinnusköpun á sviði lífvísinda er mikil og mun fara vaxandi. Rannsóknarhópar Lífvísindaseturs koma fram undir sam- eiginlegri heimasíðu (lifvisindi.hi.is/) þar sem er að finna ítarupplýsingar um hvern og einn rannsóknarhóp. Vefsíðan er á ensku og hefur þegar vakið athygli þar sem erlendir nemendur eru farnir að hafa samband við einstaka rannsóknarhópa eftir að hafa kynnt sér efni síðunnar. Samnýting tækja og hagræðing í rekstri Tæki til rannsókna í lífvísindum eru sérhæfð, dýr og úreldast hratt. Það er því mikilvægt að nýta þau sem best á hinum stutta líftíma þeirra. Með stofnun Líf- vísindaseturs má bæði samnýta tæki og standa sameiginlega að fjármögnun og rekstri þeirra. Auk þess verður ávinningur vegna hagræðingar í rekstri, svo sem með sameiginlegum innkaupum á rekstrar- og rannsóknavörum sem iðulega eru sérhæfð- ar og dýrar. Aukinn þéttleiki virkra vísindamanna á sviði lífvísinda eykur samvinnu og þekk- ingarsköpun en skapar um leið kröfuna um að menn standi sig í styrkjasókn, bæði um innlenda og erlenda styrki. Með Lífvísindasetri Háskóla íslands er orðið til frjótt umhverfi fyrir vísinda- menn og rannsóknanema, þar sem eftir- sóknarvert er að starfa. Markmiðið er að setrið verði mikilvægur vettvangur Islendinga sem flytja til íslands að loknu framhaldsnámi erlendis og erlendra aðila sem vilja stunda nám eða störf í sameinda- og frumulíffræði á Islandi. Stofnun setursins hefur nú þegar leitt til öflugs vísindastarfs sem mun án efa efla gæði þessarar starfsemi. Sú þekking sem vísindin skapa leiðir til hagsbóta fyrir sjúklinga og íslenskt samfélag í heild. Mt/nd úr rannsóknarstofu: Eiríkur Steingrímsson 46 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.