Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREIN Landspítalinn - tifandi tímasprengja? Ómar Sigurvin Gunnarsson læknir á Landspítala og formaður Félags almennra lækna omarsg@landspitali.is Langvarandi niðurskurður, aukið álag, stöðug undirmönnun, léleg starfsaðstaða, bágur húsa- og tækjakostur: Allt þetta hef- ur leitt til þess að ástandið á Landspítala, stærsta vinnustað landsins, er líkt og tif- andi tímasprengja. Með elju starfsfólks og dugnaði hefur verið haldið stöðugt áfram; hlaupið hraðar, unnið lengur, fleirum sinnt af færri höndum. Lítið hefur þurft til að raska viðkvæmu jafnvæginu, af litlum neista verður oft mikið bál. Sú hefur verið raunin innan stofnunarinnar; neistinn frá haustmánuðum hefur leitt af sér mikið bál sem ekki sér fyrir endann á. Mitt í þessu óvissuástandi hefur lítið heyrst í læknum. Hverju sætir það? Eru læknar ánægðari með ástandið en aðrar stéttir? Er læknum umbunað umfram aðra? Síður en svo! Almennir læknar hafa frá árinu 2010 verið ein óánægðasta stétt Landspítala, ásamt geislafræðingum og vaktmönnum, samkvæmt mælingum vinnuveitanda.1 Árið 2012 bættust svo sérfræðingar í þennan hóp.2 Stofnunin hefur ekki gripið til neinna úrræða til að reyna að bæta starfsskilyrði eða starfs- ánægju þessa hóps. Þetta hefur leitt til þess að sífellt erfiðara reynist að fá lækna til að manna stöður sem losna og stöðugt fleiri læknar halda utan til starfa, að hluta til eða alveg. Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti íslenskra lækna erlendis ætli sér ekki að snúa aftur til starfa hérlendis í óbreytt ástand.3 Stjórnvöld og yfirstjórn spítalans hafa skellt skollaeyrum við aðvörunarorð- um lækna og ekki brugðist við þeim vanda sem landflótti lækna er, og ef ekki verður gripið inn í blasir ófremdarástand við. En hvers vegna eru læknarnir óánægðir? Stöðug undirmönnun hefur leitt til þess að teymi stækka og hver læknir ber ábyrgð á alltof mörgum sjúklingum, en einungis þriðjungur lækna telur sig geta klárað verk- efni sín svo fullnægjandi sé, samkvæmt áðurnefndri könnun. Það ógnar öryggi sjúklinga, auk þess að draga úr starfs- ánægju og valda líkamlegum og andlegum álagseinkennum, en allt að 89% lækna lýsa slíkum einkennum í tengslum við störf sín. Engar starfslýsingar eru til fyrir lækna til að styðjast við, sem auðveldað gætu þeim að afmarka störf sín, enda telja 25-50% almennra lækna sig ekki vita til hvers er ætlast af þeim í starfi. Slíkt er ekki líklegt til að auka skilvirkni né starfsánægju. Eng- ar álagsmælingar eru gerðar fyrir lækna og mönnunarþörf ekki reiknuð og getur spítalinn því stöðugt leyft sér að bæta verk- efnum og sjúklingum á lækna, og vonað að ekkert alvarlegt komi upp á. Við þessi vandamál bætist svo óviðun- andi starfsaðstaða, en ekki er gert ráð fyrir læknum við skipulag búnings- eða vinnuaðstöðu. Tækjakostur stofnunarinnar er bágur, enda hafa fjármunir til tækja- kaupa verið af skornum skammti. Læknar hafa bent á að úr sér gengin tæki og ódýrari tæki sem keypt hafa verið, geti ógnað ör- yggi sjúklinga, auk þess sem þau geta tafið greiningu og meðferð.4 Læknum á íslandi er ekki launað fyrir störf sín í samræmi við lengd náms, ábyrgð og álag í starfi. Stjórn- málamenn, nú síðast hæstvirtur velferðar- ráðherra í Kastljósi 20. september síðast- liðinn, hafa dregið upp þá tálsýn að læknar hérlendis hafi það svo gott; séu sannkölluð hálaunastétt. Ef staðreyndir málsins eru skoðaðar sést að læknar hafa dregist aftur úr í launaþróun síðustu ára. Frá 2007 hafa meðaldagvinnulaun ýmissa háskólastétta hækkað um 28-43%, en læknar hafa hækk- að mun minna.5 Grunnlaun lækna eftir 6 ára háskólanám eru nú 340.734 krónur eftir hækkunina 1. mars. Það er því ljóst að laun lækna eru hvorki samkeppnishæf innan- lands né utan, þar sem þau eru yfirleitt tvisvar til þrisvar sinnum hærri. Landspítalinn er staddur á kross- götum. Einungis þriðjungur lækna mælir með stofnuninni sem góðum vinnustað. Síaukin óánægja og flótti lækna ógna stöðu stofnunarinnar. Stjórnvöld og yfir- stjórn spítalans verða að leggja allt kapp á að snúa þessari þróun við, ef við ætlum áfram að halda hér uppi heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða. Eru ráðamenn landsins virkilega tilbúnir að horfa aðgerðalausir á heilbrigðiskerfið molna og mygla innan frá, líkt og byggingarnar við Hringbraut? Stefnt hefur verið að því að byggja þar öflugt há- skólasjúkrahús, til framtíðar. En er hægt að reka öflugt háskólasjúkrahús án lækna? Eg vona svo sannarlega að við þurfum ekki að láta á það reyna! Heimildir 1. Starfsumhverfiskönnun LSH 2010. Mannauðssvið Land- spítala - háskólasjúkrahúss, Reykjavík 2010. 2. Sigurjónsson H. Vaxandi óánægja meðal sérfræðinga Landspítala. Læknablaðið 2012; 98: 600-2. 3. Fáa lækna langar aftur heim. Fréttablaðið 2013; 5:1/66. 4. Jónsdóttir Þ. Tækjabúnaður Landspítala: umhyggja - fag- mennska - öryggi - framþróun? Læknablaðið 2012; 98:447. 5. Meðallaun starfsmanna ríkisins. Fjármálaráðuneytið 2012. fjarmalaraduneyti.is/verkefni/starfsmenn_rikisins/ kjarasamningar/medallaun/- febrúar 2013. Landspítali - a ticking time bomb? Ómar Sigurvin Gunnarsson Resident at Landspítali Chairman of The lcelandic association of junior doctors LÆKNAblaðið 2013/99 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.