Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 34

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 34
UMFJÖLLUN O G GREINAR Framtíð fortíðarminja og lifandi saga ■ ■ ■ Anna Björnsson Lækningaminjasafnið hefur oft verið til umfjöllunar hér í Læknablaðinu og yfirleitt til að fagna áföngum í sögu þess. Þann 12. desember síðastliðinn urðu nokkuð óvænt kaflaskipti í uppbyggingu safnsins er meirihluti bæjar- stjórnar Seltjarnarnesbæjar ákvað að endurnýja ekki samning um eign og rekstur safnsins en hann rann út þann 31. desember 2012.11. tölublaði Læknablaðsins á þessu ári varfrétt um málið undirfyrirsögninni: „Framtíð Lækningaminjasafnsins í uppnámi.” Þar kemur fram að meirihluti stjórnar Lækningaminjasafnsins hafi fundað ásamt formönnum Læknafélags Islands og Læknafélags Reykjavíkur, þjóðminjaverði, framkvæmdastjóra LÍ og lögfræðingi þann 17. desember. Síðan hefur atburðarásin orðið hröð og í þessu blaði verður staðan tekin með viðtölum við nokkra málsaðila og reynt að ráða i framhaldið og velta upp hugmyndum um safnið. Ljóst er hugmyndir fólks um framtíð Lækningaminjasafnsins eru mis- jafnar og margar. Umfjöllun Læknablaðsins um safnið gegnum tíðina sýnir að mörgum er annt um að þessum menningararfi verði sómi sýndur, en með hvaða hætti það getur orðið er engan veginn Ijóst á þessari stundu. Fundiir í Hlíðasmára á aðventunni 2012 um örlög safnsins við borðið sitja Steinn Jónsson formaður LR, Þorbjörn Jónsson formaður LR, Óttar Guðmundsson í stjórn safnsins, Dögg Pálsdóttir lögfræðingur LÍ, Birna Jónsdóttir fyrrum formaður LÍ, Sólveig Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri LÍ, Anna Lísa Rúnarsdðttir og Sunneva Hafsteins- dóttir í stjórn safnsins, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ogAnna Þorbjörg Þorgrímsdóttir safnstjóri. Kveikjan að safninu er margra ára söfnun Jóns Steffensen (1905-1991) prófessors og vísindamanns á lækningaminjum og arfur hans, sem hann fól Læknafélagi Islands að fara með. Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar var stofnað árið 1964 að frumkvæði hans og hefur ásamt Lækna- félögunum verið stefnumótandi um fram- gang lækningaminjasafns. Vilji Jóns var að safnið yrði byggt upp í Nesi við Seltjörn, sem er helsti sögustaður lækningasögu á íslandi og aðsetur fyrsta landlæknisins, ljósmóður og lyfsölu. Þá tengist Nes einnig fjölskyldu konu Jóns, Kristínar Steffensen. Hreyfing komst á málið eftir aldamótin 2000 og á nýrri öld virtist sem safnið væri að verða að veruleika með enn veglegri hætti en Jón hafði séð fyrir sér, þar sem umhverfi Nesstofu var miðpunktur menn- ingar- og safnasvæðis á Seltjarnarnesi. Þann 16. ágúst árið 2000 fór fram formleg afhending á arfi Jóns Steffensen til ríkisins er Sigurbjörn Sveinsson, þáverandi formaður Læknafélags íslands afhenti Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra gjöfina. Stærsti hluti arfsins var hús safnsins við Bygggarða 7, sem keypt hafði verið fyrir erfðaféð. Við þetta tækifæri var Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði afhentur 146 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.