Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 36

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 36
UMFJÖLLUN O G GREINAR Heilbrigðisminjasafn yrði andlit heilbrigðiskerfisins Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir hefur verið safnstjóri Lækningaminjasafns íslands frá árinu 2008 en sagði upp starfi sínu nýverið og lýkur störfum í marslok. Þetta eru því erilsamir dagar. Hún gaf sér þó tíma til að ræða um safnið við Læknablaðið eina síðdegisstund. Skrifstofa hennar er í Bygg- görðum 7 og þar er geymsla safnsins full af safngripum. „Gripirnir hér eru hluti af sögu heil- brigðisstéttanna og heilbrigðiskerfisins á íslandi. Innan um eru gersemar sem vakna til lífsins þegar fólkið sem þekkir notkun þeirra segir okkur frá því til hvers og hvernig þær voru notaðar. Án þeirrar þekkingar er ekki hægt að segja nema hálfa söguna og því er dýrmætt að fá upp- lýsingar um varðveislusögu lækninga og hjúkrunar. Læknar, hjúkrunarfræðingar, tannlæknar og fleiri hafa fært okkur marga gripi sem bæst hafa við uppruna- legt safn Jóns Steffensen. Af sumu eigum við nóg og þurfum að grisja. Við höfum ekkert við margar eins tangir að gera, en þær geta nýst til margra annarra hluta, verið þáttur í kennslu og kennslusafni, lánaðar til leikstarfsemi og kvikmynda og þannig mætti lengi telja. Aðrir munir sem okkur áskotnast eru þeir fyrstu, jafnvel einu sinnar tegundar. Það er ekki sjálfgefið að fólk viti til hvers þessir hlutir eru not- aðir, þess vegna þarf að safna þekkingu á notkun þeirra. Ég veit að margir læknar eru meðvitaðir um sína ábyrgð við að varðveita söguna og láta sér mjög annt um málaflokkinn. Þar má nefna Félag áhuga- manna um sögu læknisfræðinnar með Óttar Guðmundsson í fararbroddi. Hjúkr- unarfræðingar hafa líka komið með mjög öflugum hætti að uppbyggingu safnsins. Þegar ég kom að safninu var sátt meðal íbúanna um verndun svæðisins í kringum Nesstofu. Bærinn ákvað að byggja fallega umgerð um náttúru, sögu og menningu og voru Nesstofa, Lyfjafræðisafnið og forn- leifarnar á svæðinu kjölfestan. Liður í þeirri sátt, og kannski punkturinn yfir i-ið, var uppbygging Lækningaminjasafns í Nesi og árið 2010 var Urtagarðurinn opnaður sem hluti af þessu. í Nesstofu kemur saman saga lækninga og saga Seltjarnarness. Hér hefur löngum verið fjölmenn byggð, fólk leitaði þangað sem fiskurinn var og sjórinn nálægur. Það er engin tilviljun að land- læknir settist hér að, hér var fólkið. Núna stöndum við á ákveðnum tímamótum. Ákvörðun Seltjarnarnes- bæjar liggur fyrir og hægt er að sjá málið þróast á ýmsa vegu. Áður hafði staðið til að árið 2013 yrði notað til að finna nýjan flöt á rekstrinum og ég býst við að heil- brigðisminjasafn í víðari skilningi hefði verið ein af álitlegustu hugmyndunum í þeirri umræðu. Starf Lækningaminjasafns íslands hefur byggst á þeim skilningi að í sögu lækninga kæmi saman saga vísinda og tækni og almenn saga þjóðarinnar, bæði holdsveiki og hasspípa tengjast sögu heilbrigðis. Þetta er ekki saga einnar starfs- stéttar heldur saga heillar þjóðar. Mitt mat er því að best væri að byggja upp öflugt heilbrigðisminjasafn og fá fleiri fagfélög, fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðiskerfinu til að hafa samvinnu um reksturinn. Safn af þessu tagi þyrfti eins og Lækn- ingaminjasafn Islands að vera hugsað á landsvísu þótt það væri staðsett á Sel- tjarnarnesi. Það útheimtir samvinnu, bæði milli landshluta, fagstétta og stofnana. Margir eru nú að safna munum, ekki aðeins á vegum Lækningaminjasafnsins. Fagstéttirnar þekkja sögu þessara muna en það er safnafólksins að kynna þá. Þetta er menningarpólitískt séð mjög merkilegt verkefni. Safn af þessu tagi þarf ekki sjálft að varðveita alla þá muni og þekkingu sem fyrir hendi er, en þyrfti hins vegar eins og Lækningaminjasafnið að vera ábyrgðarsafn fyrir heilbrigðisminjar. Síðan væri hægt að setja upp sýningar þar sem sagan hefur gerst, til dæmis er upplagt að sögu frönsku sjómannanna á Fáskrúðsfirði yrðu gerð skil þar, á Akureyri er merkileg spítalasaga og þannig mætti lengi telja. Með því að hafa ábyrgðarsafn um heil- brigðisminjar í landinu væri hægt að safna og sýna slíkar minjar með markvissum hætti. Það er alltaf jafnvægislist að kunna að varðveita, kunna að henda því safna- maður þarf alltaf að vera vakandi fyrir því að henda ekki dýrgripum sem kunna að virðast fánýtir í augum einhverra. Þetta Amm Þorbjörg þegar tekin varfyrsta skófluslunga aö safninu áriö 2008. á jafnt við um gamla muni sem aðeins fáeinir vita til hvers voru notaðir og það nýjasta sem hefur áhrif á sögu heilbrigðis á íslandi. Okkur vantar til dæmis enn ein- tak af PlP-brjóstunum og við eigum ekki svefnmælitæki frá Flögu/Nexmedical. Hvort tveggja er hluti af okkar heilbrigðis- sögu og ætti að varðveita á safni. Við vit- um ekki nákvæmlega hvað er saga fram- tíðarinnar, en þurfum að vera viðbúin að geta gert henni skil, eins og Jón Steffensen gerði með söfnun sinni. Margt sem áður þótti ekki í frásögur færandi er varðar heilbrigði landsmanna er fyrir löngu orðið viðurkennt, fætur frá Össuri, ljósmyndir, saga einstakra sjúklinga, skólar á sjúkra- stofnunum. Ég sé safn af þessu tagi sem andlit heilbrigðiskerfisins og því þarf það að vera hafið yfir alla gagnrýni í faglegum vinnubrögðum, þótt fjársterk fyrirtæki og öflugar stofnanir ættu aðild að því og hefðu hag af því að það liti dagsins ljós og myndu styrkja uppbyggingu og rekstur þess. Það er í þessu samhengi sem ég sé aðkomu Læknafélaganna. Fulltrúar LÍ í stjórn Lækningaminjasafnsins hafa stutt safnið á mjög faglegan hátt og með breiða sýn á sögu lækninga og hlutverk safnins, bæði á Iandsvísu og í nærsamfélaginu á Seltjarnarnesi. Svona vil ég horfa fram á veginn núna þegar ég er að láta af störfum. Ég á þá draumsýn að þegar haldið verður upp á 150 ára afmæli Heilbrigðisminjasafnsins, rétt eins og við höldum nú upp á 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, þyki þessi kafli sem er skrifaður nú, ekki einu sinni hluti af sögu safnsins." 148 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.