Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 38

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR Merkileg saga herspítalanna á Islandi ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Sjúkrastofa í Helgafellsspítala. Friðþðr Eydal við vatnstanka sem reistir voru fyrir kalt og lieitt vatn í hlíðum Hclgafells í Mosfellsdal ofan við stærsta spítalann á hemámsárunum. „Þetta er efni sem hafði safnast upp hjá mér og ég fann ekki stað í þeim bókum og ritgerðum sem ég hef skrifað um hersetuna og dvöl varnarliðsins á Is- landi," segir Friðþór Eydal sem um árabil var upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og hefur rannsakað hersetuna flestum öðrum betur. í óbirtri ritgerð sem Friðþór hefur tekið saman og nefnist Herspítalar Breta og Bandaríkjamanna á íslandi í síöari heimsstyrj- öld rekur hann umfang þessarar starfsemi sem flestum núlifandi íslendingum er með öllu ókunn og kemur eflaust mörgum á óvart hversu stór hún var í sniðum. Það átti sér skýrar ástæður sem Friðþór gerir glögga grein fyrir. „Heilsufar hermanna er mikilvægur þáttur í skipulagi og viðbúnaði herliðs svo baráttuþrek og tiltækur liðsafli sé ávallt í hámarki. Heilbrigðisþjónusta hersins líkist því sem almennt tíðkast en þó með tveim- ur mikilvægum undantekningum þar sem ekki er gert ráð fyrir þjónustu við börn og aldraða en bráðaþjónusta, skyndihjálp flutningar og umönnun sjúkra og særðra af völdum styrjalda og farsótta er mikil- vægur hluti starfsins," segir Friðþór. „Herflokkar hafa sérþjálfaða sjúkraliða sem veita bráðaþjónustu á vettvangi, hjúkrunarsveitir annast flutning særðra og reka sjúkraskýli skammt að baki víg- línunnar. Sérþjálfað læknalið annast greiningu og skyndiaðgerðir til undirbún- ings fyrir flutning á stærri sjúkraskýli eða spítala. Á erlendri grund er tekið tillit til fjarlægða og annarra aðstæðna í skipulagi i. 150 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.