Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 43

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 43
UMFJÖLLUN O G GREINAR aftur. Við erum með myndavél sem við vöktum alla sjúklinga með, auk þess sem þeir eru með neyðarhnapp og við höfum einnig möguleika á að tala við þá meðan þeir liggja í tækinu og þeir við okkur, ef þeir eru ekki svæfðir. Það er mjög vökult auga sem fylgist með." Er upplýsingar um ígræðslur og að- skotahluti ekki að finna í sjúkraskrám einstaklinga? „Nei, því miður er almenn þekking ekki nægileg hjá læknum um það hvað má fara í segulómun og hvað ekki. Til dæmis mega flestir gerviliðir, plötur og skrúfur fara í segulómun en það er enn útbreiddur misskilningur að það megi ekki. Auðvitað geta slíkir hlutir hitnað en þeir hreyfast ekki úr stað og valda yfirleitt ekki óþægindum. Það eina sem getur skeð er að þeir valda myndgöllum, þannig að stundum verður myndin alveg svört en það sér maður ekki fyrr en eftir á. Við erum auðvitað boðin og búin að svara spurningum um íhluti og ígræði og þurfum oft að fletta upp í skrám hvort hlutir þoli segulómun eða ekki." Segulóm-samhæfðir gangráðar nýjung Maríanna upplýsir að til sögunnar séu komnir svokallaðir segulómsamhæfðir gangráðar sem þýði að þeir þoli segulsvið. Hjartalæknar hér á íslandi hafi byrjað í fyrra að setja þá í einstaklinga sem fyrir- séð var að þyrftu segulómun síðar, vegna einhvers sjúkdóms, og einnig í ungt fólk sem eigi framtíðina fyrir sér. Nokkrir hafi fengið slíka gangráða og nýlega hafi sá fyrsti komið í segulómun. „Þetta er kona Við dyrþess allra lielgasta. „Við liöfum verið það heppin hér á segulómun hjá okkur að við höfum ekki lent í neinum óhöppum," segir Maríanna. Mynd/Gunnþóra og hún kom fyrst í gangráðseftirlit og fékk gangráðinn stilltan fyrir segulómun, svo fór hún í rannsóknina og við skráðum allt mjög nákvæmlega," lýsir Maríanna. „Síðan var hún vöktuð, bæði með púls- mæli á fingri og hjartalínuriti meðan hún var í tækinu, því gallinn við segulsviðið er að það truflar mikið hjartalínuritið og við eigum erfitt með að lesa úr línuritinu meðan fólk er inni í tækinu. Við notum því tvær aðferðir til að fylgjast með hjart- slættinum. Konan fór svo frá okkur aftur gegnum eftirlitið þar sem gangráðurinn var skoðaður og stilltur á ný og allt gekk eins og í sögu." Vissulega fagnar Maríanna hinum nýju gangráðum og segir gott að eiga mögu- leika á notkun þeirra. Gallinn sé sá að þeir séu dýrir. „Þannig er það með alla nýja tækni að hún er dýr í byrjun," tekur hún fram. „Þetta er lfka aðeins önnur tækni en í eldra gangráðnum, leiðslurnar eru öðruvísi og það er erfiðara að leggja hann, þannig að það verður tilhneiging til að nota þennan venjulega enn um sinn." Þröskuldurinn hár fyrir bjargráða Bjargráður er tæki sem er notað til að gefa fólki rafstuð ef það fær lífshættulegar hjartsláttartruflanir. Er möguleiki fyrir þá sem bera hann að fara í segulómun ef með þarf? „Nei, bjargráður má alls ekki fara í segulómun," svarar Maríanna en bætir við: „Ég held þó að verið sé að þróa slík tæki en mér vitanlega eru þau ekki komin á markað. Bjargráðarnir sem nú eru í notkun eru enn segulmagnaðri en gangráðar og með viðkvæmar leiðslur svo það er mjög hár þröskuldur inn til okkar fyrir fólk með þá." LÆKNAblaðið 2013/99 155

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.