Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Brátt andnauðarheilkenni á gjörgæsludeildum Landspítala 2004-2008 Þórður Skúli Gunnarsson’ læknir, Kristinn Sigvaldason2 læknir, Kristbjörn I. Reynisson3 sérfræðingur í mynd- og geislagreiningu, Alma D. Möller2 læknir ÁGRIP Tilgangur: Að kanna nýgengi, orsakir, dánarhlutfall og öndunarvéla- meðferð sjúklinga með brátt andnauðarheilkenni á gjörgaesludeildum Landspitala á fimm ára tímabili og bera saman við eldri íslenska rannsókn. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn þar sem farið var yfir allar innlagnir á gjörgæsludeildir Landspítala árin 2004-2008 og upplýsingum safnað um aldurs- og kynjadreifingu, orsakir, legutíma, gjörgæslumeðferð og afdrif þeirra sjúklinga sem féllu undir alþjóðlega skilgreiningu á bráðu andnauðarheilkenni. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður eldri rannsóknar fyrir tímabilið 1988-1997 til að kanna hvort breytingar hafi orðið á nýgengi og horfum sjúklinga. Niðurstöður: Alls lögðust 6413 sjúklingar inn á gjörgæsludeildir Landspít- ala á tímabilinu. Af 224 sjúklingum með alvarlega öndunarbilun reyndust 120 sjúklingar vera með brátt andnauðarheilkenni. Meðalaldur var 55 ár, 55% voru karlar og miðgildi legutíma á gjörgæsludeild var 13 dagar en miðgildi legutíma á sjúkrahúsi 24 dagar. Miðgildi daga frá áfalli að stað- festu bráðu andnauðarheilkenni var þrír dagar. Nýgengi reyndist vera 7,9 tilfelli á 100.000 ibúa/ári. Alls létust 36 sjúklingar vegna heilkennisins, eða 30% sjúklinga. Ályktun: Nokkur aukning virðist hafa orðið á nýgengi bráðs andnauðar- heilkennis en dánarhlutfall hefur hins vegar lækkað marktækt, eða úr 40% í 30%. Bættar horfur sjúklinga með brátt andnauðarheilkenni má sennilega rekja til framfara í gjörgæslumeðferð, svo sem notkunar á lungnaverndandi öndunarvélameðferð, hátíðniöndunarvél, grúfulegu og hjarta- og lungnavél. ’Læknadeild Háskóla íslands, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3röntgendeild Landspítala. Fyrirspurnir Kristinn Sigvaldason, svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi krisig@landspitali. is Greinin barst 11. mars 2013, samþykkt til birtingar 16. september 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Brátt andnauðarheilkenni (BAH, Acute Respiratory Distress Syndrome, ARDS) er eitt af erfiðustu vanda- málum sem fengist er við á gjörgæsludeildum sjúkra- húsa. Heilkennið felur í sér bráða öndunarbilun með dreifðum íferðum £ báðum lungum í kjölfar annars sjúkdóms, slyss eða skurðaðgerðar. Bráðu andnauðar- heilkenni var fyrst lýst árið 1967 hjá hermönnum sem slösuðust alvarlega í Víetnamstríðinu.1 Ætla má að með framförum í læknisfræði og betri lifun alvarlega veikra eða slasaðra sjúklinga hafi læknar farið að fást við vandamál sem lítið voru þekkt áður líkt og BAH. Allt frá því heilkenninu var fyrst lýst árið 1967 hafa nýgengistölur verið mjög á reiki vegna mismunandi skilgreininga og hafa rannsóknir sýnt tíðnitölur á bilinu 4,5-75 tilfelli á 100 þúsund íbúa/ár.2'3 Það var því stórt framfaraskref þegar samkomulag náðist um alþjóðlega skilgreiningu á bráðu andnauðarheil- kenni árið 1992, sem gerði fræðimönnum kleift að gera samræmdar rannsóknir á tíðni, orsökum og horfum sjúklinga.4 Skilgreind voru hugtökin bráður lungna- áverki (ALl, acute lung injury) og brátt andnauðarheil- kenni (ARDS, sjá töflu I). Dánarhlutfall hefur verið hátt og bentu fyrstu rannsóknir fyrir um 20 árum til þess að dánarhlutfall sjúklinga væri á bilinu 64- 70%.5-6 A undanförnum tveimur áratugum virðist dánarhlutfall þó hafa lækkað og er líklegast milli 30 og 40%.7"9 Þá sýndi íslensk rannsókn yfir tímabilið 1988- 1997 að dánarhlutfall sjúklinga með brátt andnauðar- heilkenni á íslenskum gjörgæsludeildum var 40%.10 Bættar horfur sjúklinga með brátt andnauðarheilkenni má sennilega rekja til framfara í öndunarvélameðferð svo og framfara í gjörgæslulækningum almennt. Rann- sóknir hafa sýnt að ef stuðst er við svokallaða lungna- verndandi meðferð í öndunarvél þar sem andrýmd er haldið lágri og þrýstingsaukning í loftvegi takmörkuð er dánarhlutfall sjúklinga lægra.11'13 Sjúklingar með al- varlegt brátt andnauðarheilkenni sem svara ekki hefð- bundinni öndunarvélameðferð eru í meira mæli settir í hátíðniöndunarvél (HFOV, liigh frequency oscillatory ventilation), í grúfulegu (prone position) eða tengdir við hjarta- og lungnavél (ECMO, extracorporeal membrane oxygenation) sem lokaúrræði. Þrátt fyrir alþjóðlega skilgreiningu á bráðu and- nauðarheilkenni hafa verið birtar mismunandi niður- stöður um nýgengi og dánarhlutfall milli landa sem ef til vill má rekja til ólíkra þjóðfélagsaðstæðna og heil- brigðiskerfa og því er erfitt að heimfæra slíkar niður- stöður til íslands. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna orsakir, öndunarvélameðferð, nýgengi og dánarhlutfall sjúklinga með brátt andnauðarheilkenni á gjörgæsludeildum Landspítala á árunum 2004-2008 og bera saman við sambærilega eldri rannsókn sem fram- kvæmd var yfir tímabilið 1988-1997. Niðurstöður gætu gefið vísbendingu um hvort nýgengi hafi breyst og hvort framfarir í gjörgæslumeðferð hafi skilað sér í bættum horfum sjúklinga með brátt andnauðarheilkenni hér á landi. LÆKNAblaðið 2013/99 443 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.