Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 54
Pistlar frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur Island í evrópskum spegli Ragnheiður Inga Bjarnadóttir formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna rib@simnet.is Mikil umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum undanfarnar vikur um niðurskurð í heilbrigðis- kerfinu sem á undir högg að sækja. En hvernig stöndum við til dæmis miðað við önnur lönd Evrópu í mæðravernd, fæðingar- hjálp og kvensjúkdómum? Síðastliðið haust voru tölur frá Fæðing- arskráningu íslands sendar inn í samevr- ópska verkefnið Euro Peristat í fyrsta sinn. Þetta verkefni hófst árið 1999 sem hluti af heilbrigðisskráningu Evrópusambandsins (EUs Health Monitoring Programme) sem leggur áherslu á meðgöngu, fæðingu og nýburaheilsu. í nýútgefinni skýrslu Euro Peristat fyrir árið 2010’ sem kom út í maí á þessu ári, birtust tölur frá 29 löndum sem ekki eru öll í Evrópusambandinu enda er það ekki skilyrði fyrir þátttöku. Tölurnar frá Islandi, sem birtust nú í fyrsta sinn, vöktu verulega athygli. Gaman er að segja frá því að fyrirsögn umfjöll- unar dagblaðs nokkurs í Hollandi um Euro Peristat var á þá leið að best væri að fæða á íslandi! Hvað sem því líður er mjög athyglisvert að sjá íslenska fæðingartöl- fræði í evrópsku samhengi, enda skerum við okkur úr að mörgu leyti. Á íslandi er hæsta frjósemi í Evrópu en íslenskar konur fæða að meðaltali 2,2 börn. Hér er hlutfall eðlilegra fæðinga hæst í Evrópu, eða 78,7% allra fæðinga. Tíðni keisaraskurða var hér lægst í Evrópu á árinu 2010, eða 14,8%. Hér var lág tíðni áhaldafæðinga, það er fæðinga með hjálp sogklukku eða tangar, eða 6,5% sem er sérlega lágt miðað við lága tíðni keisaraskurða. Tíðni spangarklippinga er einnig lág á íslandi en tíðni alvarlegra spangarrifa (3. og 4. gráðu rifur) er meiri en víða annars staðar, eða 4,2%. Enginn 8 FÍFK mæðradauði var á íslandi á árunum 2006- 2010 og alvarleg sjúkdómsbyrði (morbiditet) barnshafandi kvenna og nýbakaðra mæðra var lág. Athygli vekur að á íslandi var lægsta tíðni andvana fæðinga (miðað við 28 vikna meðgöngu) í Evrópu, eða 1,8/1000 fædd börn. Hér var einnig lægsta tíðni nýbura- dauða sem skilgreindur er sem dauði innan 28 daga frá fæðingu eða 1,2/1000 lifandi fædd börn. Á Islandi og í Finnlandi var lægsta tíðni ungbarnadauða (innan 365 daga frá fæðingu): 2,3/1000 lifandi fædd börn. Hér á landi var einnig lægsta tíðni léttbura (<2500 g), eða 3,3% fæddra barna og lægsta tíðni fyrirbura (<37 vikur meðgöngu), eða 5,5% fæddra barna. Það kemur því á óvart að á Islandi var tíðni lágs Apgarstigs (<7 við 5 mínútna aldur) hærri en í flestum Evrópulöndum, eða 2,0%. Hins vegar var tíðni mjög lágs Apgars (<4) við 5 mínútna aldur um 0,4% sem er svipað og í öðrum Evrópulöndum. Þetta vekur þá spurningu hvort fleiri börn fæðist með einkenni súrefnisskorts hérlendis eða hvort stigagjöf okkar sé strangari. Þetta gefur tilefni til að rann- saka nánar ástand nýbura á Islandi, til dæmis með því að mæla sýrustig í nafla- streng við fæðingu, eins og gert er víða á Norðurlöndum. Það má því segja að öruggt sé að fæða og fæðast á íslandi. Mikilvægt er þó að fylgjast með gæðavísum, sjá hvar við getum bætt árangurinn og standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Þennan góða árangur má meðal annars þakka góðu og vel skipulögðu heilbrigðiskerfi sem má ekki taka sem sjálfsögðum hlut því þá er hætt við að árangurinn versni. ísland var lengi fyrirmynd annarra þjóða um árangur skimunar gegn legháls- krabbameini og var hægt að sýna fram á að skimun lækkaði dánartíðni vegna leghálskrabbameins. Nú kemur hins vegar fram í nýjustu OECD-skýrslu um heilbrigðismál, Health at a Glance 20112 að konur á Islandi mæta síður til leitar en fyrir áratug. Þátttaka kvenna í kembileit á íslandi hefur fallið úr 74% árið 2000 í 69% árið 2009. Verst er mæting yngstu kvennanna og er nú svo komið að innan við helmingur þeirra mætir til leitar á þriggja ára fresti en mælt er með því að taka strok frá leghálsi á tveggja ára fresti hjá þessum hópi. Nú hefur komið í ljós að yngri konur sem greinast með leg- hálskrabbamein eru með meinið á hærra stigi en áður var og hafa þær konur oft ekki sinnt leitartilmælum. Á tímabilinu 2008-2012 greindust 41% kvennanna með leghálskrabbamein sem var vaxið út fyrir leghálsinn, eða stig IIA+, en 19% nýgreindra leghálskrabbameina var á því stigi á tímabilinu 1998-2002.3 Hér hafa því meira en tvöfalt fleiri konur greinst með langt gengið leghálskrabbamein en fyrir 10 árum, sem eflaust má kenna því að dregið hefur úr forvörnum, en verulegur niðurskurður hefur verið hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á undanförnum árum. Þetta er dæmi um hvernig afbragðs árangur getur dalað ef heilbrigðiskerfið er fjársvelt. Vonandi bera læknar á Islandi gæfu til að snúa við þessari þróun og standa vörð um heilsu landsmanna. Heimildir 1. EURO-PERISTAT Project with SCPE and EUROCAT. European Perinatal Health Report. The health and care of pregnant women and babies in Europe 2010. www. europeristat.com maí 2012. 2. OECD. Health at a Glance 2011: OECD Indicators, OECD Publishing 2011. http://dx.doi.org/10.1787/health_ glance-2011-en 3. Sigurðsson K. Óbirtar niðurstöður frá Leitarstöð Krabbameinsfélags Islands. 486 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.