Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 15
RANNSÓKN til dæmis vegna vegna sýklasóttar og fjöláverka sem eru algengar orsakir bráðs andnauðarheilkennis. Á deildinni við Hringbraut eru fleiri sjúklingar með hjartabilun og kann það að vinna gegn greiningu heilkennisins þar sem greiningin er ekki sett ef til staðar eru klínísk teikn um hjartabilun. Talsverður breytileiki er á dánartíðni milli einstakra orsaka og má þar nefna sem dæmi að dánartíðni sjúklinga með brátt andnauðarheilkenni eftir kviðar- holsaðgerðir var 20%, eftir fjöláverka 25% en 38% í kjölfar sýkla- sóttar (sjá töflu IV). Dánartíðni var mjög svipuð hvort sem orsökin var innan lungna eða utan og er það í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna.18 Meðferð Meðferð á bráðu andnauðarheilkenni byggist aðallega á stuðn- ingsmeðferð þar sem reynt er að koma sjúklingnum yfir hina alvarlegu öndunarbilun. Þar skiptir öndunarvélameðferð mestu máli en á þeirri meðferð hafa orðið töluverðar framfarir á seinni árum. Algengt var áður að hafa sjúklinga á rúmmálsstýrðri öndunarvélameðferð þar sem andrýmd var um 10-15ml/kg. Slíkt getur haft í för með sér skaða á lungnablöðrum vegna ofþenslu lungna (volutrauma). Niðurstöður erlendrar rannsóknar benda til þess að lungnaverndandi öndunarvélameðferð skipti miklu máli í meðferð sjúklinga með brátt andnauðarheilkenni.11 Með þeirri meðferð er meðalloftvegaþrýstingi haldið undir 30 cm H20, andrýmd er haldið um 6 ml/kg, beitt er hæfilegu PEEP (Positive End Expiralory Pressure) og reynt að halda styrk súrefnis í innöndunarlofti undir 60%. Samkvæmt niðurstöðum eldri íslensku rannsóknarinnar var í byrjun tímabils stuðst við rúmmálsstýrða meðferð í öndunarvél en á síðari hluta tímabils meira notast við þrýstingsstýrða með- ferð.10 Dánarhlutfall þeirra sem fengu rúmmálstýrða meðferð var hærra. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar var £ nær öllum tilfellum stuðst við þrýstingsstýrða meðferð en hún er í eðli sínu meira lungnaverndandi en rúmmálsstýrð, þar sem loftvega- þrýstingstakmörk eru stillt fyrirfram. Hugsanlega gæti þetta skýrt að hluta lækkun dánarhlutfalls milli rannsóknartímabila. Ef ekki tekst að viðhalda viðunandi loftskiptum um lungu (Sa02 >85%; pH>7,20) með hefðbundinni öndunarvélameðferð með lungnaverndandi stillingum þarf að huga að öðrum leiðum til að styðja við starfsemi lungna.1112 Þá er stundum beitt hátíðni- öndunarvélum (high frequency oscillatory ventilation, HFOV) eða grúfulegu. I erfiðustu tilfellum hafa sjúklingar verið tengdir við hjarta- og lungnavél (ECMO, extracorporeal membrane oxygenation) til að súrefnismetta blóðið utan líkamans og hvíla þannig lungun meðan bólga og bjúgur í lungum hjaðnar. Slík meðferð er ekki áhættulaus fyrir sjúklinginn auk þess sem hún er flókin og dýr. Því þarf að vanda vel valið á þeim sjúklingum sem gangast undir slíka meðferð og um það gilda ákveðnar verklagsreglur. Þær verk- lagsreglur sem gilda á Landspítala eru byggðar á niðurstöðum enskrar rannsóknar (CESAR) en samkvæmt henni næst ágætur árangur við ECMO-meðferð hjá völdum sjúklingum.19 Borið saman við niðurstöður eldri íslensku rannsóknarinnar var oftar notast við hátíðniöndunarvél (7,7% á móti 13,3%) og ECMO (0,6% á móti 3,3%) á síðara tímabilinu og gæti það skýrt að einhverju leyti bættar horfur sjúklinga. Samantekt Tíðni bráðs andnauðarheilkennis hefur heldur aukist borið saman við eldri íslenska rannsókn. Að meðaltali greinast um 24 sjúklingar á ári með heilkennið, sem kemur fram um tveimur til þremur dögum eftir áfall sem oftast er sýklasótt, lungnabólga, stór skurðaðgerð eða alvarlegt slys. Flestir sjúklingar þurfa öndunarvélameðferð og um tveggja vikna legu á gjörgæsludeild. Horfur sjúklinga hafa batnað, sem líklega má þakka framförum í gjörgæslumeðferð. Aukin áhersla er lögð á lungnaverndandi öndunarvélameðferð og í erfiðum tilfellum grúfulegu, hátíðni- öndunarvél eða hjarta- og lungnavél. Heimildir 1. Ashbaugh DG, Bigelow DB, Petty TL, Levine BE. Ashbaugh DG, Bigelow DB, Petty TL, Levine BE. Acute respiratory distress in adults. Lancet, Saturday 12 August 1967. Crit Care Resusc 2005; 7: 60-1. 2. Webster NR, Cohen AT, Nunn JF. Adult respira- tory distress syndrome—how many cases in the UK? Anaesthesia 1988; 43:923-6. 3. National Heart and Lung Institutes. Respiratory Diseases. Task force report on problems, research approaches, needs. Washington DC: US Goverment printing Office. DHEW publication 1972:167-80. 4. Bemard GR, Artigas A, Brigham KL, Carlet J, Falke K, et al. The American-European Consensus Conference on ARDS. Definitions, mechanisms, relevant outcomes, and clinical trial coordination. Am J Respir Crit Care Med 1994; 149: 818-24. 5. Fowler AA, Hamman RF, Good JT, Benson KN, Baird M, Eberle DJ, et al. Adult respiratory distress syndrome: risk with common predispositions. Ann Intem Med 1983; 98: 593-7. 6. Villar J, Slutsky AS. The incidence of the adult respiratory distress syndrome. Am Rev Respir Dis 1989; 140:814-6. 7. Rubenfcld GD, Caldwell E, Peabody E, Weaver J, Martin DP, Neff M, et al. Incidence and outcomes of acute lung injury. N Engl J Med 2005; 353:1685-93. 8. Milberg JA, Davis DR, Steinberg KP, Hudson LD. Improved survival of patients with acute respiratory distress syndrome (ARDS): 1983-1993. JAMA 1995; 273: 306-9. 9. Jardin F, Fellahi JL, Beauchet A, Vieillard-Baron A, Loubieres Y, Page B. Improved prognosis of acute respira- tory distress syndrome 15 years on. Intensive Care Med 1999; 25:936-41. 10. Sigvaldason K, Þormar K, Bergmann JB, Reynisson K, Magnúsdóttir H, Stefánsson ÞS, et al. Brátt andnauðar- heilkenni (ards) á gjörgæsludeildum á íslandi 1988-1997. Læknablaðið 2006; 92:201-7. 11. Ventilation with lower tidal volumes as compared with traditional tidal volumes for acute lung injury and the acute respiratory distress syndrome. The Acute Respiratory Distress Syndrome Network. N Engl J Med 2000; 342:1301-8. 12. Verbmgge SJ, Lachmann B, Kesecioglu J. Lung protective ventilatory strategies to dinical application. Clin Physical Funct Imaging 2007; 27: 67-90. 13. Ramnath VR, Hess DR, Thompson BT. Conventional mechanical ventiladon in acute Iung injury and acute respiratory distress syndrome. Clin Chest Med 2006; 27: 601-13; abstract viii. 14. Murray JF, Matthay MA, Luce JM, Flick MR. An expanded definitíon of the adult respiratory distress syndrome. Am Rev Respir Dis 1988; 138: 720-3. 15. Li G. Eight year trend of Acute respiratory distress syn- drome. Am J Respir Crit Care Med 2011; 183:59-66. 16. Hughes M, MacKirdy FN, Ross J, Norrie J, Grant IS. Acute respiratory distress syndrome: an audit of incidence and outcome in Scottish intensive care units. Anaesthesia 2003; 58:838-45. 17. Luhr OR, Antonsen K, Karlsson M, Aardal S, Thorsteinsson A, Frostell CG, et al. Incidence and mortality after acute respiratory failure and acute respiratory distress syn- drome in Sweden, Denmark, and Iceland. The ARF Study Group. Am J Respir Crit Care Med 1999; 159:1849-61. 18. Agarwal R, Srinivas R, Nath A, Jindal SK. Is the mortality higher in the pulmonary vs the extrapulmonary ARDS? A meta analysis. Chest 2008; 133:1463-73. 19. Peek GJ, Clemens F, Elboume D, Firmin R, Hardy P, Hibbert C, et al. CESAR: conventíonal ventílatory support vs extracorporeal membrane oxygenatíon for severe adult respiratory failure. BMC Health Serv Res 2006; 6:163. LÆKNAblaðið 2013/99 447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.