Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 25
UMFJÖLLUN O G GREINAR Kristján Þór á skrifstofu sinni í heilbrigðisráðuneytinu. Á bak við hann er málverk eftir eiginkonu hans, Guðbjörgu Ringsted. grein í Fréttablaðið þann 11. september að staðan sé alvarleg." Kristján grípur til þeirrar líkingar að gesti langi ekki í heimboð ef þeir vita að allt logar í illdeilum milli heimilisfólksins. „Hluti af því að gera heimboðið aðlaðandi fyrir þetta unga fólk sem hefur varið bestu árum ævi sinnar í að mennta sig, er að bjóða þeim þannig umhverfi að það hafi ánægju af að koma inn í það. Gleymum því samt ekki að ísland býður lífsgæði sem ekki verða metin til fjár og margir myndu gefa mikið til að geta notið." Ekki fjármagn til í nýjan spitala Kristján kveðst fyllilega meðvitaður um stöðuna sem Landspítali er kominn í og að lítið megi útaf bregða ef hlekkir þeirrar keðju þekkingar og kunnáttu sem orðið hafa til á undanförnum árum og áratugum eigi ekki að bresta. „Það eru hreinar línur að þegar svo fjölmennur og mikilvægur vinnustaður sem Landspítali er - og öll þjóðin hefur þar hagsmuna að gæta - þarf að taka á sig afleiðingar efna- hagshrunsins, myndast gríðarleg pressa á starfsfólkið. Þegar ofan á þetta bætist krafa um hagræðingu hlýtur það að leiða til átaka og togstreitu. Kannanir sem sýna litla starfsánægju hins vinnandi manns á spítalanum staðfesta þetta og við hljótum að koma til aðstoðar við að lagfæra þetta ástand." Bygging nýs Landspítala hefur um alllangt skeið verið á döfinni og að sögn Kristjáns er málið þar statt að kærufrestur vegna hönnunar rann út í lok ágúst. Svar hans í sem stystu máli er að fjárlög ríkis- stjórnarinnar fyrir næsta ár muni leiða í ljós hvert verði framhald þessa verks. „Annað get ég ekki sagt fyrr en það liggur fyrir. Ég hef hins vegar aldrei legið á þeirri skoðun minni að ég telji fulla þörf á því að endurbyggja vissa hluta Landspítalans. Þetta verkefni er í mínum huga alveg sér- stakt og tengist ekki lausn á núverandi rekstrar- og mönnunarvanda spítalans. Ég tel ríkissjóð ekki í neinum færum í dag til að hefja byggingu spítala sem kostar 40-50 milljarða." Aukinn einkarekstur heilsugæslunnar Læknar heilsugæslunnar hafa í mörg ár sóst eftir því aðfá tækifæri og svigrúm til einkarekst- urs þjónustu sinnar en án árangurs. Hefur þú einhver áform íþessum efnum? Já, ég hef það. Ég hef mikinn áhuga á því að sjá aukinn einkarekstur í heilsu- LÆKNAblaðið 2013/99 457
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.