Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 29
UMFJÖLLUN O G GREINAR Þraut ehf. sérhæfir sig í meðferð vefjagigtar. Frá vinstri: Arnór Víkingsson gigtarlæknir, Sonja Harðardóttir skrifstofustjóri, Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari og Eggert S. Birgis- son sálfræðingur. lingurinn kemur síðan í viðtal þar sem farið er yfir niðurstöðuna og að lokum er ítarleg samantekt send til heimilislæknis. Eg tel að með þessari nálgun séu vefjagigtarsjúklingar loksins að fá þá heil- brigðisþjónustu sem þeim ber, þjónustu sem er sambærileg við það sem ýmsir aðrir sjúklingahópar hafa notið undan- farna áratugi. Mat á vefjagigt er tímafrekt og nokkuð flókið ferli og það er ekki hægt að ætlast til þess að heimilislæknir hafi aðstöðu eða burði til að sinna slíku upp á sitt eindæmi. Því tel ég að á sama hátt og heimilislæknir getur sent sjúkling með bakverk til röntgenlæknis og fengið prent- aða niðurstöðu um ástand baksins, eigi hann allt eins að geta sent sjúkling með útbreidda stoðkerfisverki til Þrautar og fengið prentaða skýrslu með niðurstöðum og mögulegum meðferðarúrræðum." Arnór segir þekkingu á eðli vefjagigtar hafa fleygt mjög fram á síðustu 5-10 árum. „í raun hefur þekkingaraukningin verið allt að því byltingarkennd þannig að í dag má halda því fram af sannfæringu að enginn verkjasjúkdómur standi vefjagigt framar hvað varðar vísindalega þekk- ingu. Rannsóknaraðferðir sem fela í sér magnmælingu skynviðbragða og mynd- greiningatækni sem gefur möguleika á að mæla efnaskiptavirkni og boðefnavirkni í hinum ýmsu kjörnum heilans hafa veitt okkur nýja innsýn í heim verkjaviðbragða. Ég hef trú á að á næstu árum muni þessi þekking valda straumhvörfum í nálgun okkar og meðferð á langvinnum verkjum. í greiningarferli okkar hjá Þraut leggj- um við mat á hvaða meðferðar sé þörf. Það ræðst meðal annars af greinanlegum orsakaþáttum, af einkennamynstri og því hversu virkur sjúkdómurinn er. Fyrir vægan sjúkdóm dugar yfirleitt fræðsla, lífsstílsbreytingar og mögulega minni- háttar lyfjainngrip; fyrir illvígan sjúkdóm þarf iðulega mun umfangsmeiri meðferð, gjarnan 8 vikna ambulant endurhæfingu 5 daga vikunnar þar sem líkamsþjálfun, hugræn atferlismeðferð, lyfjagjöf og fleira er samtvinnað þörfum hvers og eins. Sjúklingar koma of seint til meðferðar Vefjagigt er ekki frábrugðin öðrum sjúk- dómum að því leyti að því fyrr sem gripið er inn í, því betur gengur að meðhöndla hann. Við erum að mínu mati að fá sjúklinga alltof seint til meðferðar, mjög margir hafa verið illa haldnir árum saman og eru dottnir útaf vinnumarkaðnum og þá getur verið mjög erfitt að snúa ferlinu við. Meðaltalsvefjagigtarskor sjúklinga hjá Þraut samkvæmt FIQ-spurningalista er um 63 stig, sem þýðir að meðalsjúklingur- inn er þá þegar kominn með illvíga vefja- gigt, það er skor hærra en 60 stig. Þetta er hliðstætt því að kransæðasjúkdómur væri ekki meðhöndlaður fyrr en kransæðarnar væru 80% þrengdar eða að krabbamein þyrfti að ná 5 cm stærð áður en eitthvað væri að gert. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru það sem við viljum leggja áherslu á. En vissulega geta skilin verið óglögg þegar um sjúkdóm eins og vefjagigt er að ræða. Hvenær eru þreyta eða verkir sjúk- legir og hvenær ekki? Hvenær eru kvart- anirnar einfaldur lífsstílsvandi og hvenær sjúkdómur? Hvenær á heilbrigðiskerfið að annast kostnað vegna þjónustunnar og hvenær þarf þjóðfélagsþegninn sjálfur að bera fulla ábyrgð á líðan sinni? Ég held að tilhneigingin hjá mörgum læknum hafi verið að seilast fulllangt í að skilgreina alla langvinna stoðkerfisverki sem hreinan lífsstílsvanda sem einstaklingarnir þurfa sjálfir að finna lausn á; talsvert strangari reglur en gilt hafa um fjölmarga aðra lífs- stílstengda sjúkdóma þar sem heilbrigðis- kerfið grípur fljótt og vel inn í þegar einkennin birtast." LÆKNAblaðið 2013/99 461
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.