Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 13
RANNSÓKN Tafla II. Samanburður á þeim sem létust og þeim sem lifðu afbrátt andnauðarheilkenni. Ástand e. BAH PaOýFiO, APACHE II Aldur Dagar í öndunarvél Dagar á gjörgæsludeild Dagar á sjúkrahúsi Lifðu 120,0 17,4 50,0 14,0 18,0 38,0 Létust 99,0 21,4 65,6 14,2 16,4 31,7 p-gildi 0,007 0,0009 0,00001 0,961 0,570 0,001 APACHE II = ástandsstigun, LIS = Lung Injury Scale, Pa02 = súrefnisstyrkur í blóði, FiO? = hlutfall súrefnis í innöndunarlofti. að meðaltali 24 sjúklingar með brátt andnauðarheilkenni á ári, eða 7,9 sjúklingar á hverja 100.000 íbúa/ári. Meðalaldur sjúklinga var 55 ár (±18,6). Tafla I sýnir samanburð á tíðni, dánarhlutfalli, aldri og APACHE II stigun á milli ára. Alls létust 36 sjúklingar á gjörgæsludeildum Landspítalans af völdum þessa heilkennis, eða 30%. Ef taldir eru með sjúklingar sem létust innan 30 daga frá útskrift af gjörgæsludeild var dánar- hlutfall 37,5% (45 sjúklingar) en 39,2% ef miðað er við 90 daga frá útskrift af gjörgæsludeild (47 sjúklingar). Þeir sem létust höfðu marktækt hærra APACHEII stig, lægra Pa02/Fi02 hlutfall og voru einnig marktækt eldri (sjá töflu II). Ekki var marktækur munur á fjölda daga í öndunarvél og legutíma á gjörgæsludeild hjá þeim sem létust og þeim sem lifðu. Miðgildi legutíma á gjörgæsludeild var 13 dagar (1-71 dagar) og miðgildi legutíma á sjúkrahúsi var 24 dagar (3-186 dagar). Alls voru 111 sjúklingar barkaþræddir og meðhöndlaðir í öndunarvél en 9 sjúklingar þurftu einungis öndunaraðstoð með ytri öndunarvél. Miðgildi daga í öndunarvél var 10 dagar (1-64 dagar). í öllum tilfellum nema einu var stuðst við þrýstingsstýrða öndunarvélameðferð. Notuð var hátíðniönd- unarvél (high frequency oscillatory ventilatiori) í 16 tilfellum og var dánarhlutfall hjá þeim sjúklingum 44%. Grúfulega í 6-16 klukku- stundir var notuð í 8 tilfellum og var dánarhlutfall 75%. í fjórum tilfellum þurfti að nota hjarta- og lungnavél (ECMO) þar sem hefð- bundin öndunarvélameðferð eða hátíðniöndunarvél dugðu ekki til og var dánarhlutfall þeirra sjúklinga 50%. Tafla III sýnir yfirlit um öndunarvélameðferð. Miðgildi daga frá áfalli að staðfestu bráðu andnauðarheilkenni var þrír dagar (1-12 dagar). Heilkennið var komið fram hjá 44% sjúklinga innan tveggja daga en hjá 78% sjúklinga innan fjögurra daga. Dánarhlutfall var hæst ef heilkennið kom fram á áttunda degi eða síðar (57%), mynd 2. Orsakir bráðs andnauðarheilkennis eru sýndar í töflu IV. Algengustu orsakir reyndust vera lungnabólga, sýklasótt og ásvelging. Dánartíðni var mismunandi eftir orsökum. Orsakir voru flokkaðir eftir því hvort þær voru innan lungna eða utan og Tafla III. Öndunarvélameðferð. PC HFOV Ytri öndunarvél VC Fjöldi 94 16 9 1 Hlutfal! 78,3% 13,3% 7,5% 0,8% Látnir 27,0 7 2 0 Dánarhlutfall 28,7% 43,8% 22,2% 0,0% APACHE II 18,4 18,7 19,0 13,0 PO/FiOj 116,5 91,3 120,3 142,9 PEEP 10,5 13,4 7,0 8,0 APACHE II = ástandsstigun, LIS = Lung Injury Scale, Pa02 = súrefnisstyrkur í blóði, Fi02 = hlutfall súrefnis í innöndunarlofti, PEEP = Positive End Expiratory Pressure, PC = Pressure control (þrýstingsstýrð). HFO = High Frequency Oscillatory Ventilation (hátíðniöndunarvél), VC = Volume control (rúmmálsstýrð). Fjöldi tilfella 1234567 8+ Dagar Mynd 2. Fjöldi tilfella og tímifrá áfalli að bráðu andnauðarheilkenni. var skipting nokkuð jöfn þar sem í 56 tilfellum mátti rekja orsök- ina til áfalls innan lungna en í 64 tilfellum utan lungna. Ekki var marktækur munur á dánarhlutfalli þessara hópa. Fyrir alla sjúklinga var reiknað lungnaáverkastig (LIS)14 sam- kvæmt PEEP-stillingu á öndunarvél, Pa02/Fi02 hlutfalli og út- breiðslu íferða í lungum á lungnamynd. Meðaltal lungnaáverka- stiga var 3,1. Samkvæmt lungnaáverkakvarða Murray's er um brátt andnauðarheilkenni að ræða ef lungnaáverkastig er >2,5 en 13 sjúklingar reyndust vera með lægra stig en 2,5 og lægsta gildið var 2,0. Lungnaáverkastig þeirra sem létust var 3,3 (±0,36) að meðaltali en 3,0 (±0,47) hjá þeim sem lifðu af, munurinn reyndist tölfræðilega marktækur (p<0,01). Umræða Brátt andnauðarheilkenni er alvarlegur sjúkdómur sem leggst á unga sem aldna og er meðferð umfangsmikil og krefjandi. Lang- flestir sjúklingar þurfa meðferð í öndunarvél og dvelja tvær til þrjár vikur á gjörgæsludeild og heildarsjúkrahúsvist er að meðal- tali 33 dagar, þannig að meðferðin er kostnaðarsöm. Þessi rann- sókn er önnur athugun á bráðu andnauðarheilkenni á Islandi en sambærileg rannsókn var gerð fyrir tímabilið 1988-1997 og voru þær niðurstöður hafðar til hliðsjónar. Nýgengi Samkvæmt niðurstöðum eldri rannsóknarinnar var nýgengi 5,9 til- felli/100.000 íbúa/ári10 en hefur samkvæmt þessari rannsókn auk- ist í 7,9 tilfelli/100.000 íbúa/ár og er munurinn tölfræðilega mark- tækur (p=0,019). í eldri rannsókninni voru teknir með sjúklingar á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og voru þeir um 5% af heildarfjölda. í viðræðum við Iækna þeirrar deildar kom fram að ekki höfðu greinst tilfelli þar á rannsóknartímabilinu 2004-2008 og var því ekki farið yfir innlagnir þar. Þetta má telja LÆKNAblaðið 2013/99 445
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.