Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 46
UMFJÖLLUN OG GREINAR Fundinti sóttu yfir 100 ntanns og 250 til viðbótarfylgdust með ígegnum útsendingu á netinu. Fjölmennur og gagnlegur fundur Læknafélag íslands efndi til fundar fimmtudaginn 5. september um slæmt ástand á lyflækningasviði Landspítalans og þarf vart að tíunda það efni frekar svo fyrirferðarmikil sem umræðan hefur verið bæði á undan og í kjölfar fundar- ins. Allir eru sammála um að aðgerða sé þörf, nákvæmlega hvaða aðgerða grípa skuli til er tekist á um og veldur þar hver á heldur. Ekki er vafi að fundurinn skilaði umtalsverðum árangri en í kjölfar hans kynnti heilbrigðisráðherra tillögur til úrbóta á lyflækningasviði Eand- spítalans. í umræðum að loknum framsöguer- indum kom fram að lyflækningasviðið sem stærsta svið spítalans er í mörgum skilningi kjarni starfsemi alls spítalans; flestar aðrar deildir reiða sig á samstarf og samvinnu við lyflækningadeildir, hvort heldur eru aðgerðadeildir eða hinar ýmsu göngudeildir og slæmt ástand á lyflækningadeildum snertir því nánast alla starfsemi spítalans. Áhugi og áhyggjur læknastéttarinnar birtust glöggt í þeirri staðreynd að ríflega 100 manns sóttu fundinn í Hlíðasmára og aðrir 250 fylgdust með í beinni útsendingu á lokaðri heimasíðu Læknafélagsins. Lætur nærri að um 40% starfandi lækna í landinu hafi því fylgst með fundinum og líklega enn fleiri skoðað upptöku af honum síðar. í samtali við Læknablaðið að loknum fundinum kvaðst Þorbjörn Jónsson ánægður með mætinguna á fundinn og ekki síður hversu margir fylgdust með fundinum á netinu. „Ég get fullyrt að við munum sýna svona mikilvæga fundi á netinu í framtíðinni og efla þannig tengsl við almenna lækna. Það er mikilvægt," sagði Þorbjörn. Fjölmargar hugmyndir að lausnum Sex læknar lyflækningasviðs höfðu fram- sögu á fundinum og lýstu þeir hver frá sínum bæjardyrum ástandi á deildum sviðsins sérstaklega og spítalanum almennt. Þetta voru þau Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlalæknir, Friðbjörn Sigurðsson krabbameinslæknir, Runólfur Pálsson nýrnalæknir og formaður Félags lyflækna, Þorbjörn Guðjónsson hjarta- læknir, Ingibjörg Kristjánsdóttir læknir fyrir Félag almennra lækna og Magnús Karl Magnússon deildarforseti lækna- deildar Háskóla íslands. Glærur með erindum þeirra liggja frammi á heimasíðu Læknafélagsins, www.lis.is Framsögumenn nefndu ýmsar leiðir til að leysa vandann og bentu einnig á að lausnir hefðu verið lagðar fram á undan- förnum mánuðum og misserum enda væri vandinn ekki nýtilkominn. Kom fram að 478 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.