Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2013, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.10.2013, Qupperneq 46
UMFJÖLLUN OG GREINAR Fundinti sóttu yfir 100 ntanns og 250 til viðbótarfylgdust með ígegnum útsendingu á netinu. Fjölmennur og gagnlegur fundur Læknafélag íslands efndi til fundar fimmtudaginn 5. september um slæmt ástand á lyflækningasviði Landspítalans og þarf vart að tíunda það efni frekar svo fyrirferðarmikil sem umræðan hefur verið bæði á undan og í kjölfar fundar- ins. Allir eru sammála um að aðgerða sé þörf, nákvæmlega hvaða aðgerða grípa skuli til er tekist á um og veldur þar hver á heldur. Ekki er vafi að fundurinn skilaði umtalsverðum árangri en í kjölfar hans kynnti heilbrigðisráðherra tillögur til úrbóta á lyflækningasviði Eand- spítalans. í umræðum að loknum framsöguer- indum kom fram að lyflækningasviðið sem stærsta svið spítalans er í mörgum skilningi kjarni starfsemi alls spítalans; flestar aðrar deildir reiða sig á samstarf og samvinnu við lyflækningadeildir, hvort heldur eru aðgerðadeildir eða hinar ýmsu göngudeildir og slæmt ástand á lyflækningadeildum snertir því nánast alla starfsemi spítalans. Áhugi og áhyggjur læknastéttarinnar birtust glöggt í þeirri staðreynd að ríflega 100 manns sóttu fundinn í Hlíðasmára og aðrir 250 fylgdust með í beinni útsendingu á lokaðri heimasíðu Læknafélagsins. Lætur nærri að um 40% starfandi lækna í landinu hafi því fylgst með fundinum og líklega enn fleiri skoðað upptöku af honum síðar. í samtali við Læknablaðið að loknum fundinum kvaðst Þorbjörn Jónsson ánægður með mætinguna á fundinn og ekki síður hversu margir fylgdust með fundinum á netinu. „Ég get fullyrt að við munum sýna svona mikilvæga fundi á netinu í framtíðinni og efla þannig tengsl við almenna lækna. Það er mikilvægt," sagði Þorbjörn. Fjölmargar hugmyndir að lausnum Sex læknar lyflækningasviðs höfðu fram- sögu á fundinum og lýstu þeir hver frá sínum bæjardyrum ástandi á deildum sviðsins sérstaklega og spítalanum almennt. Þetta voru þau Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlalæknir, Friðbjörn Sigurðsson krabbameinslæknir, Runólfur Pálsson nýrnalæknir og formaður Félags lyflækna, Þorbjörn Guðjónsson hjarta- læknir, Ingibjörg Kristjánsdóttir læknir fyrir Félag almennra lækna og Magnús Karl Magnússon deildarforseti lækna- deildar Háskóla íslands. Glærur með erindum þeirra liggja frammi á heimasíðu Læknafélagsins, www.lis.is Framsögumenn nefndu ýmsar leiðir til að leysa vandann og bentu einnig á að lausnir hefðu verið lagðar fram á undan- förnum mánuðum og misserum enda væri vandinn ekki nýtilkominn. Kom fram að 478 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.