Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 30
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Vel þjálfað skurðteymi er
grunnur að góðum árangri
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Það er óhætt að segja að tímamót í
tvennum skilningi hafi orðið í vor þegar
Þórarinn Arnórsson hjartaskurðlæknir
lét af störfum við Landspítalann vegna
aldurs. Þórarinn framkvæmdi fyrstu
hjartaaðgerðir hérlendis í júní 1986 en
langur og flókinn aðdragandi þess að
hjartaaðgerðir hófust á Islandi hefur
verið rakinn skilmerkilega í greinum
eftir Þórarin sjálfan og Þórð Harðarson
í tveimur síðustu tölublöðum Lækna-
blaðsins.
Með Þórarni er því fyrsta kynslóð íslenskra
brjósthols- og hjartaskurðlækna sest í helg-
an stein og önnur kynslóð þegar tekin við
keflinu þó ekki séu á Þórarni að sjá nein
ellimörk; maðurinn grannur og greinilega
vel á sig kominn, augnaráðið skarpt og
höndin styrk. Læknablaðið óskaði eftir við-
tali við Þórarin í tilefni starfslokanna og
ekki fráleitt að spyrja í upphafi hvort hon-
um hafi fundist orðið tímabært að leggja
hnífinn á hilluna.
„Það er ágætt að vera laus frá þeirri
bindingu sem starfinu hefur fylgt. Mikil
vaktaskylda í gegnum árin og starfið hefur
alltaf haft forgang fram yfir allt annað,
fjölskyldu og áhugamál. Nú get ég farið að
sinna því hvorutveggja enda er fjölskyldan
hæstánægð með þetta," segir Þórarinn
léttur í bragði eftir að hann hefur boðið
mér til stofu á fallegu heimili hans og eig-
inkonunnar Rannveigar Þorvarðardóttur
skurðhjúkrunarfræðings í einbýlishúsi við
Grafarvoginn.
Glæsilegur námsferill í þremur löndum
Við hefjum samtalið með því að rifja upp
feril Þórarins frá því að hann lauk emb-
462 LÆKNAblaðið 2013/99
ættisprófi í læknisfræði frá HÍ í febrúar
1970. Eftir hefðbundið kandídatsár gerðist
Þórarinn héraðslæknir í Ólafsvík um 6
mánaða skeið. „Það var lærdómsríkur tími
en áfallalaus. Eg hef ekki miklar sögur af
svaðilförum eða tvísýnum læknisverkum,
en það var þó ákveðin reynsla þegar
ungi læknirinn var vakinn um miðja nótt
og sagt af konu sem væri að eiga barn
á Hellissandi og legvatnið farið. Sá sem
sótti lækninn var nokkuð stressaður og
lýsingarnar ekki mjög skýrar. Eg rauk af
stað, tók með mér fæðingartengur sem
voru til á staðnum og áhöld til vökvagjafa.
Eftir nokkra leit í myrkrinu fann ég síðan
húsið sem stóð utan við bæinn. Eg bankaði
á dyrnar og fram kom kona all kviðmikil,
sem var að dunda sér við að sjóða bendla,
búin að leggja brúnan umbúðapappír
á rúmið, en hún hafði verið í réttunum
daginn áður og þótti ágætt að hafa maga-
kúluna til að bera lömbin á. Hún hallaði
sér síðan í rúmið og átti sitt níunda barn.
Fæðingin gekk öll að óskum og barnið var
heilbrigt. Svona gat þetta gengið fyrir sig á
þeim tíma.
En einna minnistæðast er mér þegar ég
var fenginn til að kafa í höfnina eftir stóru
borstykki sem hafnarstarfsmenn höfðu
misst í sjóinn, en yfir stóðu hafnarfram-
kvæmdir. Kafarinn í plássinu var slasaður
en karlarnir höfðu einhverjar spurnir
af því að nýi læknirinn hefði fengist við
köfun og leituðu því til mín. Ég fór þarna
niður og kom upp með hlutinn, en þeir
héldu að læknirinn hefði bilast eitthvað
þegar hann hvarf aftur í djúpið. Málið
skýrðist hins vegar þegar ég kom aftur
upp með heilmikla þvingu, sem þeir höfðu
misst áður!"
Þórarinn átti á námsárum sínum glæsi-
legan feril í frjálsum íþróttum og keppti
fyrir íslands hönd á Norðurlandamótum
og Evrópumótum í millivegalengdum í
hlaupum. Hann kveðst ekki hafa stundað
hlaup eða aðrar íþróttir að neinu ráði
síðan, lítill tími hafi gefist til þess og stop-
ulan frítíma hafi hann frekar nýtt til að
dytta að húsi sínu og eiga samneyti við
fjölskyldu og vini.
„Ég réði mig síðan á Landspítalann
sem aðstoðarlæknir á skurðlækningadeild
í október 1971 og gegndi þeirri stöðu til
ársins 1976. Ég var því fyrsti náms- eða
„super"- kandídatinn á Landspítalanum
eins og það kallaðist þá. Þetta þykir
nokkuð langur tími í stöðu deildarlæknis
og flestir eru farnir utan til framhalds-
náms fyrr, en aðstæður mínar voru þannig
að þetta hentaði ágætlega. Við Rannveig
giftum okkur 1973, fjölskyldan stækkaði
hratt og ég var mjög ánægður með starfið
á skurðdeildinni. Ég starfaði mest með Páli
Gíslasyni á þessum árum og var farinn
að framkvæma ýmsar aðgerðir sjálfur,
sérstaklega í æðaskurðlækningum. Þarna
fékk ég mikla og góða þjálfun og gekk
vaktir á móti sérfræðingum skurðdeildar-
innar á síðari hluta þessa tímabils."
Árið 1976 flutti Þórarinn með fjölskyld-
una til Bandaríkjanna og gerðist náms-
læknir í skurðlækningum við New Britain
General Hospital í Connecticut. „Ég kom
þarna inn á annað ár skurðlæknanámsins
en það kom fljótlega í ljós að ég hafði tals-
vert meiri aðgerðareynslu en aðrir náms-
læknar og þjálfunin var í of föstum skorð-
um til að henta mér. Ég fór því fljótlega að
líta í kringum mig eftir öðru og hlutirnir
æxluðust þannig að við fluttum til Örebro
í Svíþjóð eftir ársdvöl í Bandaríkjunum
J