Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 19
SJÚKRATILFELLI
Mænudrep
sjúkratilfelli
Ólöf Jóna Elíasdóttir', læknir Einar Már Valdimarsson2, læknir
ÁGRIP
Mænudrep vegna blóðþurrðar er sjaldgæft. Vel þekkt er að sjúkdómurinn
orsakist af æðakölkun í ósæð eða komi sem fylgikvilli við aðgerð á ósæð.
Einkenni sjúkdómsins geta likst öðrum algengari sjúkdómum og erfitt
getur verið að greina hann. Við lýsum tilfelli með drep í mænu af óþekktum
toga og ræðum einkenni og horfur. Höfundum er ekki kunnugt um að til-
felli mænudreps hafi verið lýst áður í Læknablaðinu.
Sjúkratí Ifelli
’Taugadeild Sahlgrenska-
sjúkrahússins í Gautaborg,
2taugalækningadeild
Landspítala.
Fyrirspurnin Ólöf
Elíasdóttir, taugadeild
Sahlgrenska-sjúkrahússins í
Gautaborg, Svíþjóð
olof.eliasdottirQvgregion.se
Greinin barst
17. júní 2013,
samþykkt til birtingar
20. september 2013.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Sjötíu og átta ára hraustur karlmaður án þekktra áhættu-
þátta fyrir æðasjúkdóma leitar á bráðamóttöku vegna
brjóstverkja. Einkenni hófust skyndilega 15 mínútum
eftir að hann vaknaði að morgni. Sjúklingur fann þá
fyrir brjóstverk 8-9/10 á VAS-skala (visual arwlogue scale)
sem hann lýsti sem þyngslaverk sem byrjaði í miðjum
brjóstkassa framanvert og leiddi í fyrstu aftur í bak en
lá síðan líkt og band umhverfis brjóstkassann í hæð
við geirvörtur. Á leið út í bílinn kenndi hann vægrar
máttminnkunar í hægri ganglim en gat þó gengið án
stuðnings. Við komu á bráðamóttöku var hann fölur og
kaldsveittur, blóðþrýstingur 189/89, púls 52. Hann fékk
morfín og nítróglycerín sem sló á verkinn. Fyrst vaknaði
grunur um bráðakransæðastíflu og jafnvel flysjun í ósæð
(dissectiori). Var hvoru tveggja útilokað með hjartalínuriti,
blóðprufum og tölvusneiðmyndarannsókn af brjóstholi.
Þremur klukkustundum eftir komu á bráðamóttöku
minnkaði máttur í hægri ganglim enn meira, þannig að
sjúklingur gat vart lyft hælnum frá undirlagi, og var þá
haft samband við vakthafandi taugalækni. Maðurinn
hafði aldrei reykt og hafði neytt áfengis í hófi.
Taugaskoðun var eðlileg að öðru leyti en því að sjúk-
lingur gat ekki lyft hægri ganglim meira en fáeina senti-
metra frá undirlagi. Hann gat ekki dregið fótinn að sér.
Kraftur var 1/5 um mjöðm á MRC-kvarða (Medical Rese-
arch Counsel Scale). Hann gat beygt og rétt um hné á móti
þyngdarafli en ekki gegn meiri mótstöðu (3/5 MRC), gat
beygt og rétt um ökklann en aðeins gegn þyngdarafli
(3/5 MRC). Taugaviðbrögð í útlimum fengust öll fram
eðlileg og iljasvörun var eðlileg beggja vegna. Snerti-,
sársauka-, hita- og kuldaskyn var eðlilegt í útlimum, svo
og stöðuskyn. Púlsar fundust eðlilegir á fótum.
í framhaldi af taugaskoðun þótti rétt að útiloka mein-
semd í framheila vinstra megin (hreyfisvæði ganglims
gagnstæðrar hliðar) vegna einangraðrar lömunar í
hægri ganglim. Tölvusneiðmyndarannsókn af heila gaf
engar vísbendingar um ferskt drep eða blæðingu. Þá
vaknaði grunur um drep í mænu. Segulómrannsókn
leiddi í ljós segulskynsbreytingar hægra megin í mænu,
greinilegast í hæð við brjóstliðbol 4 (mynd 1). Síðar var
gerð Holter-rannsókn og ómun af hjarta og voru rann-
sóknaniðurstöður eðlilegar.
Sjúklingur fékk 300 mg af magnýl sem hleðslu-
skammt og síðan 75 mg daglega. í þvagblöðru stóðu 600
ml. Settur var upp þvagleggur vegna blöðrulömunar.
Maðurinn var lagður inn á taugalækningadeild þar sem
hann fékk endurhæfingu og útskrifaðist síðar á endur-
hæfingardeild til áframhaldandi meðferðar.
Við útskrift af taugalækningadeild 11 dögum eftir
upphaf veikinda gat sjúklingur gengið við háa göngu-
grind í stuðningsbelti. Starfsemi þvagblöðru var þá orð-
in betri þannig að mögulegt var að fjarlægja þvaglegg.
Mánuði eftir upphaf veikinda gat hann sleppt göngu-
grind og studdist þá aðeins við hækjustafi. Var hann þá
orðinn algjörlega sjálfbjarga varðandi athafnir daglegs
lífs. Við skoðun þremur árum eftir upphaf veikinda
gengur sjúklingur án aðstoðar, lítillega haltur þegar
hann stígur í hægri fót. Hann stundar daglegar göngu-
ferðir úti við. Væg truflun er enn á blöðrustarfsemi sem
lýsir sér með bráðri þvaglátaþörf.
Umræða
Mænudrep vegna blóðþurrðar er afar sjaldgæf orsök
lömunar. Nýgengi er óþekkt, en talið er að um 1% blóð-
þurrðaráfalla í miðtaugakerfi verði í mænu.1 Ekki eru
til stórar rannsóknir sem fjalla um mænudrep, aðeins
hefur verið lýst litlum sjúklingahópum. Nýgengi á ís-
landi er óþekkt.
Mænan er nærð af þremur slagæðum.2 Fremri
mænuslagæð (anterior spinal artery) sem nærir um það
bil 2/3 hluta mænunnar og tvær aftari mænuslagæðar
LÆKNAblaöið 2013/99 451