Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 24
UMFJOLLUN O G GREINAR Ekki til fjármagn í nýjan spítala, segir heilbrigðisráðherra ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Kristján Þór Júlíusson tók við embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks í maí síðastliðnum. Ekki gafst honum langur tími til að venjast stólnum áður en harð- vítugar deilur innan Landspítalans komu inn á borð til hans og náðu hámarki nú í september þegar læknar lyflækninga- sviðs spítalans lýstu nánast yfir neyðar- ástandi á hinum ýmsu deildum sviðsins. Málefni heilsugæslunnar hafa eiginlega horfið í skuggann fyrir þessum deilum ásamt mörgum fleiri málum sem brenna á heilbrigðisráðherra á hverjum tíma. Þegar þetta viðtal birtist hefur ráðherrann ásamt Birni Zoéga forstjóra Landspítalans birt aðgerðaáætlun um breytingar á skipu- lagi og starfsemi lyflæknadeildar Land- spítalans auk þess sem Björn kynnti nán- ari útfærslu aðgerðanna innan spítalans nú í lok september. Viðtal Læknablaðsins við ráðherrann fór fram þann 12. septem- ber síðastliðinn og skyldi skoðast í því ljósi. „Ástæða þess að ég lagði þessa aðgerðaáætlun fram er að með henni er ég trúr mínu uppeldi að betra sé að sigla flaggskipi íslenskrar heilbrigðisþjónustu áfram i stað þess að bakka því. Skipstjórn- arreynsla mín frá fyrri árum kenndi mér að ef reynt var að bakka fiskiskipi var það stjórnlaust en meðan siglt er áfram hefur maður þokkalega góða stjórn á því." Kristján Þór segist ekki geta svarað því hvort fjárveiting til Landspítala muni hækka á næstu fjárlögum. Hins vegar sé alveg ljóst að ekki verði dregið úr álaginu og gerðar nauðsynlegar breytingar innan lyflækningasviðs án þess að til komi auknir peningar. „Ég er að tala um nokkur hundruð milljónir sem þarf til að gera þessar breytingar. Þær munu koma til viðbótar þeim fjármunum sem Landspítalinn hefur 456 LÆKNAblaðið 2013/99 til ráðstöfunar. Það er ekkert hægt að gera þetta öðruvísi. Við getum ekki dregið úr álagi á lyflækningasviði án þess að það kosti peninga. Tilllögurnar miða líka að því að styrkja framhaldsmenntun í lyflækningum sem kallað hefur verið eftir. Horfum einnig til lengri tíma með því að sameina bráða- sviðin undir eitt þak. Setjum okkur einnig markmið um hvernig dreifa megi álagi af langvinnum sjúkdómum á á heilsgæsluna, sjálfstætt starfandi lækna og sjúkrahúsin." ísland býður lífsgæði sem ekki verða metin til fjár Lawmmál lækna hafa verið sögð ein helsta ástæða óánægju þeirra á Landspítalanum, bæði almennra lækna og sérfræðinga. Hyggstu beita þér fyrir hækkun launa og/eða bættum kjörwn þeirra? „Laun lækna eru ráðin til lykta í kjara- samningum. Heilbrigðisráðherra hefur ekkert umboð til að gera kjarasamninga við lækna. Starfsaðstæður og greiðslur fyrir sérstök verk eru innanhúsmál á spítalanum. Þeir fjármunir sem yfirlýsing mín kallar á mun auka svigrúm spítalans til að vinna með þau verkefni sem honum er ætlað að sinna af stjórnvöldum. Ég mun kalla eftir auknum fjármunum til að draga úr fráflæðisvanda Landspítala og eins til að styrkja framhaldsmenntunarþátt lyflækningadeildarinnar sem hefur orðið nokkuð undan að láta á undanförnum árum vegna þeirra fjárhagslegu skilyrða sem Landspítalinn hefur búið við. Fram til þessa hefur þetta nám verið með slíkum ágætum að námslæknar af þessari braut hafa átt mjög greiðan aðgang að bestu há- skólasjúkrahúsum erlendis. Það ber hins vegar að taka alvarlega áhyggjur sérfræð- inganna sem borið hafa ábyrgð á þessum þætti starfs lyflækningadeildar og ég tel að við séum að því með þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið." Annar meginvandi Landspítalans er að íslenskir læknar sem lokið hafa sérfræðinámi erlendisfást ekki til aðflytja heim. Þarfekki sérstakt átak í þessu efni, bjóða þeim betri kjör en nú tíðkast, fríðindi afeinhverju tagi, rétt eins og gert er þegar verið er að laða lækna úr Reykjavík til starfa út á landsbyggðitm? Átak undir kjörorðinu Sérfræðingana heiml „Það er alveg sjálfsagt að skoða það. Ég held reyndar að sú vinna sé þegar í gangi. Besta leiðin til þess er að virkja þá einstaklinga sem hafa sinnt handleiðslu þessara ungu lækna áður en þeir héldu utan til framhaldsnáms. Ég veit líka af sérfræðingum erlendis sem bíða eftir tæki- færinu til að koma heim. Við erum ekki í blindgötu. Við eigum færi. Hin ramma taug sem rekka dregur föðurtúna til er enn býsna sterk, þó kannski ekki eins öflug og við vildum. Við erum ekki nema 320.000 manns en þrátt fyrir það hefur okkur tekist að byggja upp eina bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. Það ætti að vera okkur hvatning. Hér hafa ungir læknar tækifæri til að starfa með frábærum sérfræðingum í ýmsum greinum læknisfræði, tækifæri sem bjóðast kannski ekki alls staðar annars staðar. Ég geri mér hins vegar alveg fulla grein fyrir því að staðan er alvarleg og hún verður ekki leyst á einu eða tveimur árum. Við verðum að setja okkur markmið til lengri tíma. Við munum aldrei geta boðið sömu laun og bjóðast víða erlendis. Við heyrum þetta frá fleiri starfsstéttum en læknum. Við skulum ekki gleyma því að á Land- spítala starfa 480 læknar. Á lyflækninga- deild vantar 12 sérfræðinga. Það er ekki stór hluti af heildinni en samt er umræðan komin á það stig að allt sé komið í kalda- kol. Það er það ekki. En staðan er alvarleg og ég deili þeirri skoðun með þeim 20 prófessorum og yfirlæknum sem skrifuðu i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.