Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 8

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 8
YLEGA tók til starfa nýr frétta- maður hjá sjónvarpinu, eins og landsmenn hafa væntanlega tekið eftir. Sú heitir Ólína Þorvarðardóttir, 27 ára gömul, og Reykvíkingur að ætt og uppruna. Hún tók stúdents- próf frá Menntaskólanum á ísafirði, innritaðist að því búnu í íslensku og heimspeki í Háskóla íslands og lauk B.A. prófi vorið 1985. Hún er nú hálfnuð með cand.mag stig í ís- lensku. Ólína hefur áður unnið að frétta- mennsku, var blaðamaður á NT frá því það var stofnað og þar til Magn- ús Ölafsson lét af störfum sem rit- stjóri blaðsins. Hún erfjögurra barna móðir og er hið yngsta 9 mán- aða og hið elsta 10 ára. Áhugamál sín kveður hún vera .amennsku, bókmenntirog fréttamennsku. Aðspurð um hvernig starfið legðist í hana svaraði hún að bragði: „Þetta er æðislega gaman, þótt ég hafi nú litla reynslu af þessu enn sem komið er. En mér finnst rikja þarna góður andi og það leggst vel í mig að starfa við sjónvarpið." Ólína Þorvarðardóttir: Nýr frétta- maður hjá sjónvarpi. L 1 að leika í nýrri kvikmynd eftir hartnær fjögurra ára hlé frá kvik- myndaheiminum. Myndin ergerð eftir sögunni Agnes, barn Guðs, en Leikfélag Reykjavíkur sýndi leikgerð sögunnar fyrir nokkru eins og marg- ir muna eftir. Sagan gerist í nunnu- klaustri, þar sem ung nunna verður fyrir því óláni að fæða barn - hvað aldrei skyldi nunnur henda! Jane leikur þarna sálfræðinginn sem fenginn ertil að kanna hvort nunnan unga ersakhæf. Leikkonan fræga, Ann Bancroft, leikur hins vegaryfirboðara ungu nunnunnar, abbadísina í klaustrinu, en sú er sannfærð um sakleysi Agnesar. Nunnuna ungu leikur ung og tiltölu- lega óþekkt leikkona, Meg Tilley. Leikkonunum þremur þykirtakast fjarska vel upp og er þegar farið að spá í nokkra Óskara, þeim og mynd- innitil handa. Heilsufríkið Jane Fonda verðurað keðjureykja í allri myndinni. Hér fá þær sér smók, abbadísin og geðl- æknirinn. 8 PJÓÐLlF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.