Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 9

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 9
lARDUSDYRIÐ er hún oft Kölluö, þessi þeldökka íturvaxna masr með milljóndollararöddina. Grace Jones sló í gegn um gervalla Evrópu og í Bandaríkjunum í James Bond-myndinni A View to a Killog gerir nú garðinn frægan öðru sinni með laginu Slave to the Rythm af samnefndri plötu er nýlega kom út. Grace Jones lék eins og kunnugt er May Day í myndinni um 007- kappann og vakti verðskuldaða at- hygli. Oft var þó meira talað um fötin hennar en hana sjálfa - eða öllu heldur fataleysið, sem oft á tíðum þótti fullmikið af því góða. Tyrkneski tískuhönnuðurinn Azzedine Alaia á heiðurinn af útliti Grace Jones í myndinni, og það var einmitt fyrir þennan fatnað sem Azzedine var sæmdur æðstu heiðursorðu franska tískuheimsins fyrir nokkru. Orðan sú heitir Oscarde la Mode! Annars hefur Grace Jones haft í mörgu að snúast undanfarið og unir sérengrarhvíldar. Nú í ársbyrjun sendir hún frá sér enn eina splunku- nýja plötu, sem á að sögn að vera með öðrum blæ en Slave to the Rythm. Slave-platan ersambland tals og tóna, en næsta plata á að vera með öllu hefðbundnara sniði. Á plötunni Slave to the Rythm koma þeir hvergi við sögu, reggí- músíkantarnirSly Dunbarog Robb- ie Shakesbeare, sem hingað til hafa fylgt Grace Jones eins og skugginn. Ekki fylgir hins vegar sögunni hvort þeir aðstoða við nýjustu plötuna hennar. Grace Jones: Slær ígegn nær daglega!

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.