Þjóðlíf - 01.03.1986, Síða 24

Þjóðlíf - 01.03.1986, Síða 24
Sumir hefðu jafnvel versnað með aldri, en Jón Þorláksson hefði hins vegar verið frjálslyndari með hverju ári, hefði verið íhaldsamur ráðherra, en mjög víðsýnn og frjálslyndur borgarstjóri." Jón Þorláksson varð borgarstjóri í byrjun árs 1933, aðeins tveimur mánuðum eftir Gúttóslag- inn. Hann tók strax til við að endurskipuleggja starfshætti borgarkerfisins: Talsvert af fíma borgarstjórans haföi áöur farið í alls konar eril og ánauð við daglega stjórn á skrifstofu borgarstjóra. Nú ákvað Jón að stofna starf borgarritara og réð til þess ungan lögfræðing, Tómas Jónsson. Með þessu losnaði hann við óteljandi simtöl og afgreiðslur. Atvinnuleysi hafði þá um skeið herjað landið allt og höfuðborgina með. Oft var biðstofa borgarstjóra full af fólki, sem leitaði til hans til þess að biðja um atvinnu. Jón beitti sér fyrir stofnun Ráðning- arstofu Reykjavikurborgar, sem hafði það hlutverk að annast vinnumiðlun, taka við umsóknum manna um atvinnu og reyna eftir föngum að greiða þar úr. Forstöðumaður hennar varð Gunnar Espólín Benediktsson, lögfræðingur. (Ólafur Egilsson, bls. 73) (Áhugafólki um ættfræði má benda á að Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er sonur Gunnars Espólín) Samhliða þessum skipulagsbreytingum á stjórnkerfinu fóru borgaryfirvöld að sinna atvinnu- málum með markvissari hætti en áður; þau höfðu meira frumkvæði í því að skapa atvinnu fyrir borgarbúa. Eftir seinna stríð hóf síðan Reykjavík- urborg rekstur mikils útgerðarfyrirtækis, Bæjarút- Kreppuárin virðast hafa kennt Sjálfstæðisflokknum þá lexíu, að mikil afskipti borgarinnar í atvinnumálum og öðru væru nauðsynleg. gerðar Reykjavíkur. Þá var Bjarni Benediktsson, síðar forsætisráðherra, orðinn borgarstjóri. Um þennan atburð hefur Birgir ísleifur Gunnarsson skrifað: Oft hefur borið á góma hvernig stæði á þvi að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur einkafram- taks, skyldi beita sér fyrir jafnumfangsmikl- um opinberum rekstri og raun ber vitni. Svarið við þeirri spurningu liggur í því að Bjarni Benediktsson taldi það slíkt lífs- hagsmunamál fyrir Reykjavík að tryggja þessi atvinnutæki til bæjarins að þeir miklu hagsmunir yrðu að vikja til hliðar deilum um rekstrarhætti. Um þetta tókst Bjarna að ná allgóðri samtöðu í flokknum. (Ölafur Egils- son, bls. 61) Kreppuárin virðast óneitanlega hafa kennt Sjálfstæðisflokknum þá lexíu, að borgaryfirvöld- um væri nauðsynlegt að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og öðru sem tryggði hag borgar- búa. Sjálfstæðisflokkurinn réð yfir borgarkerfinu; efling þess jók því möguleika flokksins til að treysta eigið valdakerfi í sessi. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk einfaldlega úr meiru að spila til að auka áhrif sín, einkum meðal verka- lýðsins. Frá kreppuárunum. S ..................... Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, segir m.a. í bók sinni um Ólaf Thors: En jafnframt því sem Ólafur Thors taldi út- þenslu ríkisvaldsins, báknsins eða kerfisins, mikið böl, var hann óhræddur að nýta alla kosti öflugs og viti borins miðstjórnarvalds, ef svo mætti segja, án þess að ríkisvaldið mylji allt undir sig og drepi athafnaþrá fólks- ins í dróma með bönnum, höftum og skatt- píningu. En það hefur ekki verið talið einfalt mál á íslandi að minnka ríkisumsvifin frá því velferðarstefnan varð pólitískt leiðarljós fyrir og um miðja þessa öld. (Il.bindi, bls. 418) í Reykjavík varð „velferðarstefnan" leiðarljós töluvert fyrir miðja síðustu öld. Meirihluti Sjálf- stæðisflokksins virðist ekki hafa verið hræddur við að „nýta alla kosti öflugs og viti borins mið- stjórnarvalds". Auðvitað er árangur hinna miklu umsvifa borgarkerfisins umdeilanlegur. Greinar- höfundur er ekki að halda því fram, að í verki hafi Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík verið eins og ráðríkt en elskulegt foreldri sem reynist öllum sínum börnum jafn vel. Röksemd mín er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í Reykjavík verið ríkis- afskiptaflokkur. Þannig hefurstjórn flokksins á Reykjavíkurborg einkennst af ríkum vilja til að beita pólitísku valdi á mjög mörgum sviðum. Miðstjórnarvald var, og hefur ekki, verið talið af hinu illa meðan það er í „góðra manna höndum", þ.e. höndum Sjálfstæðisflokksins. Forystumenn- irnir hafa gjarnan verið stjórnsamir og fram- kvæmdaglaðir lögfræðingar, sem hafa talið auð- sætt að oft sé nauðsynlegt að beita valdi hins opinbera til að stuðla að framförum og félagslegu öryggi í borginni. Á kreppuárunum fór semsé að myndast öflugt miðstjórnarvald Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem tengt hefur saman: 1) borgarkerfið, 2) flokksfélögin, 3) starf flokksins í verkalýðsfélög- um. Við skulum nú skoða nánar tilurð þessa kerfis. Um leið erum við að sjálfsögðu að beina sjónum okkar að einni af mestu þverstæðum íslenskra stjórnmála: Hvernig hægri flokkurinn í landinu gerðist einn af brautryðjendum víðtækra opinberra afskipta; hvernig Sjálfstæðisflokkurinn fléttaðist saman við stjórnkerfi Reykjavíkur, þann- ig að oft verður vart í sundur greint. Sjálfstæðisverkamenn Bjarni Benediktsson var fyrsti forystumaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem hafði virkan áhuga á verkalýðsmálum. Hann var til dæmis mjög fylgjandi stofnun sérstaks félags Sjálfstæðisverkamanna snemma árs 1938. Félagið var nefnt Óðinn og starfar enn í dag, en fyrsti formaður þess var Sigurður Halldórsson, framfærslufulltrúi í Reykjavík. Bjarni skrifaði um verkalýðsmál í Morgunblaðið 1. maí 1939, en þá efndu Sjálfstæðisfélögin í fyrsta sinn til hátíðar- haldaáþeimdegi. Innan Sjálfstæðisflokksins börðust Óðinsmenn meðal annars fyrir því að vinna við byggingu eigin íbúðarhúsnæðis væri frádráttarbær til skatts. Lentu þeir þarna í deilum við iðnaðar- menn, sem voru fjölmennir í flokknum. Óðins- menn höfðu sitt fram; tillaga um þetta mál var flutt á Alþingi af nokkrum þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins og samþykkt. 24 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.