Þjóðlíf - 01.03.1986, Qupperneq 39

Þjóðlíf - 01.03.1986, Qupperneq 39
ur fer fram á það eða aðrir, til dæmis aðstand- endur. Ef til vill er algengasta tilvikið það, þegar aðstandendur fara fram á slíkt, eða læknar ákveða slíkt sjálfir. „Þá er orðið skammt yfir í svokallaðan „líknardauða", sem er einfaldlega það að leyfa sjúklingi að deyja þegar sýnt þykir að það sé honum fyrir bestu," segir Vilhjálmur. „Þá er um það að ræða að lengja ekki líf sjúkl- ingsins, koma ekki í veg fyrir eðlilegan dauðdaga, lengja ekki dauðastríðið að óþörfu. Hér gæti verið um það að ræða að byrja ekki læknismeðferð og hins vegar að stöðva læknismeðferð þegar endir- inn er fyrirsjáanlegur," segir Vilhjálmur. „Á þessu tvennu getur að mínu mati mikill munur. Þarna kemurfram kenning, sem á heimspekimáli kall- ast „kenningin um tvennar afleiðingar". Ef sjúkl- ingi er til dæmis gefin blásýrusprauta, hefur hún beinlínis í för með sér dauða hans. Ef ákveðið er að aðhafast ekkert, til dæmis að setja dauðvona mann ekki í öndunarvél, er ekki beinlínis verið að gera neitt sem orsakar dauða hans.“ Maðurinn, sem greint var frá hér að framan, dó samkvæmt þessu líknardauða, en var ekki drep- inn í líknarskyni. Munurinn á líknardrápi annars vegar og líknardauða hins vegar felst því í því, sem er gert - eða látið ógert. Vilhjálmur Árnason er þeirrar skoðunar, að engin réttlæting sé fyrir líknarmorðum í okkar siðfræði. Hins vegar megi deila um bæði líknar- dráp og líknardauða. „Það virðast vera tilfelli þar sem velflestum þykir sjálfsagt að varpa tækninni fyrir róða, grípa ekki í taumana til að framlengja líf, sem sýnilega er orðið viðkomandi og öðrum böl,“ segir Vilhjálmur. „Með öðrum orðum, flestir eru sammála um að dauðastríð skuli ekki lengt að óþörfu. Varðandi líknardráp geta komið upp tilvik þar sem togast á réttur viðkomandi til þess að fá að deyja, og virðingin fyrir lífinu - helgi lífsins og skyldur lækna og hjúkrunarfólks. Þess- um málum má kannski stilla upp á gagnstæða ása, þar sem annars vegar væri kennisetningin „allt líf er heilagt" og hins vegar að einstaklingur- inn ráði því alltaf sjálfur hvenær hann fær að deyja. Ég held að heilbrigð siðferðileg hugsun sé þarna á milli. Reglan um helgi lífsins, sem er auðvitað mjög mikilvæg, má ekki útiloka þau tilvik þar sem dauðinn er mönnum líkn. Siðareglurnar mega ekki bera siðferðið ofurliði eða hugsa fyrir okkur." FYRIR NOKKRUM ÁRUM SÝNDI Leikfélag Reykjavíkur leikritið Erþetta ekki mitt iíf?, sem fjallaði um mann er lamaðist og óskaði þess heitast að fá að deyja. Þar var komið inn á ýmsar siðferðilegar spurningar í sambandi við dauðann og hvenær og hvort manni er sjálfum heimilt að ákvarða sína dauðastund. Einnig var fjallað um siðferðilega ábyrgð lækna og hjúkrun- arfólks. Þeir Jónatan Þórmundsson, prófessor, og Þorsteinn Gylfason, dósent, voru fengnirtil þess að skýra sjónarmið lögfræðinnar og heimspekinnar í leikskrá sýningarinnar, og einnig skiptust þeir á greinum í dagblöðum um hugtökin líknarmorð, líknardráp og líknardauði. ÞJÓÐLÍF leitaði til Jónatans Þórmundssonar varðandi ís- lenskar réttarreglur í þessum efnum. Árið 1976 ritaði Jónatan Þórmundsson grein í tímaritið Úlf- ijót þar sem hann fjallaði ítarlega um hugtakið líknardráp í Ijósi lögfræðinnar og verður sumpart FRIÐRIKEINARSSON læknirsegir ibóksinni: „Ég vilhreinlega ekkiláta fara þannig með mig. VILHJÁLMUR ÁRNASON heimspekingur: Það togast á réttur manns til að deyja og reglan um helgi lifsins. JÓNATAN ÞÓRMUNDSSONprófessor: Telekkiréttað lögheimila líknar- dráp. ÞJÓÐLÍF 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.