Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 49

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 49
HJÁ SAMBANDINU Eftir Jón Guöna Kristjánsson r Samband íslenskra samvinnufélaga ann- ars vegar og kaupfélögin og samvinnufyrirtækin á landsbyggöinni hins vegar aö leysast upp í tvær andstæðar fylkingar? Er Sambandiö rekið á sama grundvelli og önnur fyrirtæki í landinu meö harðsvíruð viðskipta- og gróðasjónarmið að leiðarljósi? Margir samvinnumenn, einkum utan Reykja- víkursvæðisins, telja að svo sé. Mannaráðningar síðustu árin í toppstöður hjá Sambandinu hafa vakið mikla úlfúð meðal margra kaupfé- lagsmanna,sem telja að í kjölfarið hafi Samband- ið tekið upp nýja stefnu í samskiptum sínum við kaupfélögin. Sú stefna lýsi sér í því að Samband- ið komi fram gagnvart kaupfélögunum eins og venjuleg heildsala gagnvart óskyldum viðskipta- aðilum. Hinir nýju áhrifamenn Sambandsins koma flestir úr störfum hjá ríkinu eða einkafyrir- tækjum,ellegar þá að þeir koma til starfa hjá Sambandinu strax að loknu háskólanámi. Kaupfélagsstjórar og stjórnendur samvinnufyrir- tækja út um land kvarta undan því að hjá Sam- bandinu ríki nú skilningsleysi á aðstæðum lands- byggðarinnar og að þar sé hinum félagslegu sjónarmiðum sem hafa verið aðal samvinnu- hreyfingarinnar nú Iftill gaumur gefinn. Sérfræð- ingaveldi hafi náð yfirtökunum hjá Sambandinu og þar ráði nú ríkjum menn sem sumir hverjir hafi grundvallarskoðanir andstæðar samvinnu- hreyfingunni. Á hinn bóginn sé horft framhjá mönnum með mikla reynslu af rekstri samvinnu- fyrirtækja úti á landsbyggðinni, oft við erfiðar aðstæður, þegar ráðið er í lykilstöður hjá SÍS. Sumir taka svo djúpt í árinni að segja að engu sé líkara en að Sjálfstæðisflokkurinn sé aðyfirtaka haci uibiason Þorsteinn Ólafsson Eggert Á. Sverrisson p menn eru oft- ast nefndir sem valdamestu menn Sambandsins viö hlið Erlendar Einarssonar forstjóra og nán- ustu ráðgjafar hans. Það eru þeirAxel Gíslason fulltrúi forstjórans og áöur forstjóri Skipadeildar- innar, Þorsteinn Ólafsson framkvæmdastjóri Þró- unardeildar og fyrrum fulltrúi forstjórans og Egg- ertÁ. Sverrison framkvæmdastjóri Fjárhags- deildar. „Þetta eru mjög vel menntaðir og hæfir menn ÞJÓÐLÍF 49

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.