Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 51

Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 51
eru látin ráða, og sumir sem mest hafa yfir kaupfélögunum að segja hafa aldrei kynnst öðr- um fyrirtækjarekstri en einkarekstri í Reykjavík. Mannaráðningar virðast í flestum tilvikum alger- lega vera slitnar úr tengslum við samvinnustarfið í landinu. Það er eins og það sé forðast að ráða samvinnumenn í áhrifastöður í Sambandinu. Það þykir fínt að ráða menn úr fyrirtækjum eins og Hagvangi eða öðrum einkafyrirtækjum þótt vitað sé að þeir séu engir samvinnumenn. Þetta virðist vera einhvers konar andlitslyfting, tilraun til að bæta ásjónu Sambandsins í augum almennings, á meðan úti á landi eru menn, sem rekið hafa samvinnufyrirtæki við gífurlega erfiðar aðstæður og staðið sig frábærlega vel margir hverjir. En sveitamenn og slorkarlar eiga ekki upp á pall- borðið hjá Sambandsherrunum fyrirsunnan. Nú er farið að tala um samvinnumenn og Sam-' bandsmenn sem tvö aðskilin fyrirbæri. „Það er stjórnunarkreppa hjá Sambandinu," segir einn af yngri kaupfélagsstjórunum úti á landi. „Erlendur er hættur að stjórna og gæðing- arnir sem hann hefur komið upp í kringum sig bítast um völd og áhrif og nota ýmis meðul. Ef einn ætlar að koma fram máli kemur annar í veg fyrir það til þess að klekkja á hinum.“ Þessi kaupfélagsstjóri sagði, að gífurleg reiði væri meðal margra kaupfélagsmanna út í „þessa ungu peningamenn", eins og hann orðaði það, sem nú hafa mest áhrif innan Sambandsins. Hann tók fjárhagsdeildina sem dæmi. „Þar hefði átt að ráða kaupfélagsstjóra utan af landi með mikla reynslu, sem hefði viljað breytatil. Mann, sem þekkti til vandamálanna sem landsbyggðin á við að etja. Ef Sambandið vildi endilega ráða Eggert Á. Sverrisson hefði átt að byrja á að senda hann í læri út á land. Sannleikurinn er sá að það hefur myndast gjá skilningsleysis milli kaupfélaganna og Sambandsins." „Þetta hefur svo leitt til þess að kaupfélags- stjórarnir eru farnir að sýna meiri sjálfstæðisvið- leitni en áður, sagði sami maður. „Hafskipsmáliö er dæmi um það. Eldri kaupfélagsstjórar segja mér að það mál sé einstakt í sögu Sambandsins. Ég veit dæmi þess að kaupfélagsstjórar eru farnir að hella sér yfir stjórana fyrir sunnan og segja: Hvern djöfulinn eruð þið að setja ykkur á háan hest, við eigum þetta en ekki þið. Kaupfélags- stjórarnir eru jafnvel farnir að hóta Sambands- mönnum fullum fetum að hætta að skipta við Sambandið og beina viðskiptum sínum til heildsalanna." „Að sumu leyti er Sambandsmönnum vork- unn,“ heldur hann áfram. „Sambandið stendur illa fjárhagslega. Menn skildu kannski ætla að það stafaði af slæmri stöðu kaupfélaganna, en mín tilfinning er sú að þegar dæmið er skoðað í heild, skuldi Sambandið kaupfélögunum fremur en kaupfélögin Sambandinu. Sambandið er að reka fyrirtæki í Reykjavík með bullandi tapi ár eftir ár. Bílvangur er eitt dæmið um það. Fyrir þetta hefur hreyfingin mátt blæða. Iðnaðardeildin á Akureyri er líka alltaf rekin með bullandi tapi, þótt mönnum finnist það skárra heldur en að standa fyrir taprekstri í Reykjavík. Og nú vill Arnarflug auka hlutafé sitt um tæpar 100 milljónir króna. Hvar á að taka það fé?“ „Hér úti á landi sjá menn ekki tilganginn í því að vera að standa í samkeppni við heildsalana í bullandi taprekstri. Skilningurinn á því að hægt sé Gylfi Aðalsteinsson Hagfræðingurað mennt. Framkvæmdastjóri Marels við stofnun þess 1983. Mar- el er í eigu Sambandsins, Sambandsfrystihúsa og Samvinnusjóðs íslands. Starfaði áður hjá Fram- leiðni. Björgvin B. Schram Viðskiptafræðingurfrá HÍ 1971. Starfaði síðan sem kerfisfræðingur hjá IBM á íslandi. Var ráðinn forstöðu- maður Kerfisdeildar Sam- bandsins þegar hún var stofnuð 1980. Mun vera hætturstörfum hjá Sam- bandinu. Guðmundur Jónsson Tækniteiknari að mennt. Starfaði sem blaðafulltrúi hjá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli og síðan hjá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, þar til hann var ráðinn auglýsingastjóri Sambandsins. Formaður hverfastjórnar Sjálf- stæðisflokksins í Breiðholti í Bakka- og Stekkjahverfi 1984-85 og ístjórn full- trúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík. Hans Kristján Árnason Stúdent frá Verslunar- skólanum. Viðskiptafræð- ingurfrá HÍ1973. Fram- haldsnám við London Bus- iness School í rekstrarhag- fræði. Ráðinn aðstoðar- framkvæmdastjóri við Iðn- aðardeild Sambandsins 1975 og aðstoðarfram- kvæmdastjóri Innflutn- ingsdeildar Sigurður Friðriksson Viðskiptafræðingurfrá HÍ 1971. Hóf síðan störf hjá hagdeild Landsbankans þartil hann var ráðinn að- stoðarframkvæmdastjóri í Iðnaðardeild Sambandsins 1981. Nú aðstoðarfram- kvæmdastjóri Fjárhags- deildar. Ragnar Páisson Viðskiptafræðingurfrá HÍ 1969. Deildarstjóri hjá Eim- skip og síðan hjá SKF í Sví- þjóð. Deildarstjóri tölvu- deildar ísal, þartil hann gerðist forstöðumaður Tölvudeildar Sambandsins 1983. Nú einnig forstöðu- maður Kerfisdeildar. ÞJÓÐLlF 51

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.