Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 52

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 52
Jón Sigurðsson BA-próf í íslenskum fræöum og sagnfræði frá HÍ 1969. Síðan framhaldsnám, m.a. við háskólann í Lundi. Lektors- og kennslustörf til 1975. Forstjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1975-77. Þá ráðinn ritstjóri Tímans til 1981 .Þá ráðinn skólastjóri Samvinnuskólans að Bif- röst. Hefur undanfarinn ára- tug starfað töluvert fyrir Framsóknarflokkinn. Jón Sigurðarson Efnaverkfræðingur frá verkfræðiháskólanum í Danmörku 1977. Hóf þá störf hjá Plasteinangrun á Akureyri. Ráðinn aðstoðar- verksmiðjustjóri hjá Iðnað- ardeild Sambandsins 1980. Nú framkvæmdastjóri Iðn- aðardeildar. Hefurverið bæjarfulltrúi fyrir Framsókn- arflokkinn á Akureyri frá 1984. Kjartan B. Kristjánsson Verkfræðingurfrá Dan- marks Tekniske Höjskole í Kaupmannahöfn 1959. Starfaði síðan hjá raf- magnsveitum Kaupmanna- hafnar og síðan hjá frysti- húsum í Vestmannaeyjum við gerð launakerfa og áætlunargerð. Hóf síðan störf hjá Iðnaðardeild Sam- bandsins við sömu hluti og ráðinn framkvæmdastjóri Gefjunar 1978. Hefur látið af því starfi. Magnús Gunnarsson Viðskiptafræðingurfrá HÍ 1971. Síðan skrifstofustjóri hjá SIF, framkvæmdastjóri hjá Hafskip og hjá Arnar- flugi. Ráðinn aðstoðarfor- stjóri Olíufélagsins 1981. Varð framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands- ins 1983. Varforystumaður í Vöku og formaður Stú- dentaráðs 1969. María Ingvadóttir Hefur nýhafið störf hjá Hagdeild Sambandsins. Viðskiptafræðingurfrá HÍ 1983. Er núverandi formað- ur Hvatar, félags sjálfstæð- iskvenna í Reykjavík. Matthías Guðmundsson Viðskiptafræðingur. Hóf störf hjá Hagsýsludeild Fjárhagsdeildar 1984. Ráð- inn skrifstofustjóri Búnaðar- deildar 1985. að gera eitthvað í fiskvinnslunni úti á landi, svo dæmi sé tekið, er einfaldlega ekki fyrir hendi. Ef fé er lagt í hana heitir það á máli sérfræðinganna að verið sé að redda. Tapreksturinn í Reykjavík er hins vegar bisniss á máli sömu manna." „Fjármálaveldi Sambandsins byggist auðvitað á kaupfélögunum og er afrakstur starfsemi þeirra í áratugi. Þeir kaupa rekstrarvörur sínar af Sam- bandinu og selja því framleiðslu sína. Þau tryggja hjá Samvinnutryggingum og afurðir þeirra eru fluttar með Skipadeildinni. Þau kaupa alla sína olíu hjá Sambandinu. Það er því fokið í flest skjól þegar sérfræðingaveldið er farið að koma fram gagnvart kaupfélögunum eins og þau séu baggi á Sambandinu." Vantar hdskólamenn d Elandshyggdina kki eru kaupfélagsstjórar almennt jafn gagnorðir og sá sem hér hefur verið vitnað til. „Samvinnuhreyfingin þarf á háskólamenntuðum sérfræðingum að halda,“ sagði Hermann Hans- son kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði. „Okkur vantar háskólamenn út á landsbyggðina. Hins vegar má vel vera, að Sambandinu gagnaðist vel að fá til starfa hjá sér menn með reynslu af störfum við fyrirtækin úti á landi. Það þarf að finna hæfilega blöndu. Háttsettur maður hjá Samvinnuhreyfingunni sagði að því væri ekki að leyna að stundum þyrfti að vekja menn hjá kaupfélögunum úti á landi af Þyrnirósarsvefni. Sum kaupfélög hafa skuldað von úr viti og ætlast til að þau fengju að komast upp með það. Þar hafa menn stillt málunum svona upp: Ef ég fæ peninga er það samhjálp og félagshyggja, en ef ég þarf að borga heitir það markaðshyggja og Reykjavíkurvald. Sambandið þarf að fá góða menn til starfa, en það á ekki að þýða að hin félagslega arfleifð, sem samvinnuhreyfingin byggir á, gleymist. Það væri áreiðanlega hollt fyrir alla sem gegna ábyrgðarstöðum hjá Sam- bandinu að hafa reynslu af því að standa í erfið- um rekstri úti á landi.“ Samvinnuskólamenn til h kaupfélaganna I eir Erlendur Einarsson núverandi forstjóri SÍS, Guðjón B. Ólafsson sem ráðinn hefur verið arftaki hans, og Valur Arnþórson stjórnarformað- ur SÍS eru allir Samvinnuskólagengnir menn, en samvinnuhreyfingin hefur rekið sérstakan skóla síðan 1918, elsta samvinnuskólasem stofnsettur varíheiminum. Það var Jónas Jónsson frá Hriflu sem átti mestan þátt í því að þeim skóla var komið á laggirnar. Jónas ritaði grein í Tímarit kaupfélag- anna árið 1917, þar sem hann færði rök að því að samvinnuhreyfingin þyrfti að reka eigin skólatil að búa menn undir störf í fyrirtækjum sínum. Til þess dygði ekki almenn verslunarfræðsla, svo sem Verslunarskólinn lét í té, en hann var stofn- aður 1905. Til þess taldi Jónas of mikinn grund- vallarmun á einkarekstri og samvinnurekstri. Hann taldi þá kaupmenn sem stóðu að rekstri 52 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.