Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 57

Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 57
blaðinu um svipað leyti. Þegar þessar línur eru skrifaðar 6. febrúar hafa tillögurnar enn ekki verið birtar öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Engar heimildir eru um að hugmyndirfrumvarpsins hafi verið ræddar í Sjálfstæðisflokkn- um. Það litla sem er að finna um þennan málaflokk í gögnum flokksskrifstofunnar gengur á skjön við hugmyndir þeirra plagga sem hér eru til umræðu. Einnig tillögur ungra sjálfstæðis- manna eru allt öðru vísi. Sá hópur sem stendur á bak- við tillögusmíðina á það sameig- inlegt að hafa gegnt ábyrgðar- og trúnaðarstörfum fyrir Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla íslands á árunum um og eftir 1980. Árdís Þórðar- dóttir er nokkuð eldri. Hún var á framboðslistum Vöku til háskóla- ráðs fyrir áratug. T ryggvi var for- maður Vöku og sat í Stúdenta- ráði 1977-79, Auðunn Svavar var í stjórn Vöku og Stúdentaráði 1979-81, Sigurbjörn var formað- ur Vöku og í Stúdentaráði 1981 - 83. Eiríkur sat í háskólaráði og Stúdentaráði 1981-83. Sá blaðamaður sem fjallaði um frumvarpsdrögin í Morgun- blaðinu var Óli Björn Kárason, formaðurVöku 1984-85. Þegar talað er um frumvarpsdrögin í umfjöllun hér á eftir, vísast í um- fjöllum Óla Bjarnar, en betri heimildir um innihald þeirra hef- ur undirritaður ekki. Þá er skýrsla sú sem Ragnhildur Helgadóttir lét gera nefnd eftir ráðherranum; Ragnhildar- skýrsla, án þess að í því felist nokkur dómur þess efnis að skýrslan hafi túlkað skoðanir Ragnhildar. Aðrar heimildir eru Bréf endurskoðunarnefndarinn- artil Sverris og Greinargerð Árdísarsem fylgdi með bréfinu. VEXTIR 0G HAG- VÖXTUR „Hvers vegna hefur hlutfall ís- lenskra námsmanna í Ameríku og Englandi farið stórvaxandi á undanförnum árum? Hér um bil allt það nám sem þar er stund- að er hægt að stunda í Evrópu. Og hvers vegna fara menn þá á þær slóðir þar sem helmingi dýrara er að stunda námið?“ Sverrir Hermannsson menntamálaráöherra á Há- skólabíósfundi meö námsmönnum 6. febrúar. „Það er orðið svo mikið af aka- demískum svindlurum og bröskurum í samfélaginu að það hlýtur að vera spurning hvort sjómenn og verkamenn eigi með striti sínu að styðja menntun í landinu þegar hún leiðir ekki af sér neina þjóð- hollustu. Það væri annars æskilegt að hér væri eitthvað af stúdentagörðum þar sem selt væri ódýrt stúdentafæði . . . stúdentafæði í Evrópu var yfirleitt óæti þegar ég var þar við nám. Og stúdentarnir voru fátækir, þeir voru yfirleitt orðn- ir peningalausir strax fyrstu vikuna í mánuðinum. Eftir það lifðu þeir bara á bókum og voru hamingusamir. Þetta voru bestu ár ævinnar hjá þessum mönnum. Já, ég er hlynntur þannig kerfi.“ Jón Baldvin Hannibalsson formaöur Alþýöu- flokksins í samtali viö Þjóölíf. Skýrsla Ragnhildar gerir ráö fyrir að innheimtir veröi vextir af námslánum auk verötryggingar sem nú er við lýði. Skýrsluhöf- undur segir það nauðsynlegt að samræma kjör námslána ann- arra tiltækra lána á markaðnum. Þessi röksemd gengur aftur í frumvarpsdrögunum og þar er því meðal annars haldið fram að vegna vaxtaleysis námslána hafi námsmenn beinlínis notað sér lánin til þess að fjárfesta eða lána féð á einn og annan hátt með vöxtum. Engu að síður er það vilji þeirra sem semja drögin að lánin haldi áfram að vera hag- ÞJÓÐLÍF 57

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.