Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 58
. . í samfélagi braskara
verðum við að líta á
menntunina sem eitt öflugasta
tækið gegn því að auðmagnið
verði latið ráða í þessu
landi. .
Haraldur Ólafsson þingmaöur á fundi með náms-
mönnum í Háskólabíói 6. febrúar sl.
„Námslánakerfið er hluti af
menntakerfinu í landinu. Við
höfum ekkert að gera við tóma
skóla og skólar eru ekki byggð-
ir með arðsemissjónarmiði. Við
erum að mennta fólk fyrir lýð-
ræðið og lífið í þessu landi.“
Guömundur Einarsson þingmaöur á sama fundi.
„Sú hugmynd að einfalda og
fella niður tekjutillit við út-
borgun stangast á við þau
sjónarmið sem lögð eru til
grundvallar núgildandi lögum.
Þetta býður upp á miklu meira
brask með lánin. Núna getur sá
einn braskað með lánin sem
hefur einhverjar duldar tekjur.
í öðru lagi þyrfti meiri heildar-
fjárveitingu til handa sjóðnum,
eða þá að minna kæmi í hlut
þeirra sem þurfa í raun á fullri
aðstoð að halda. Þá fengju allir
eitthvað en þeir sem raunveru-
lega þyrftu lanin fengju ekki
nóg til að geta stundað sitt
nám. Sum atriði í hugmyndum
menntamálaráðherra og hans
manna um endurgreiðslur
skerða hagsmuni sjóðsins að
óþörfu. Þetta á t.d. við, að
endurgreiðslur myndu skila sér
hægar í sjóðinn, ef tekjutillit
verður fellt niður.“
Þorsteinn Vilhjálmsson dósent í eðlisfræöi viö
HÍ, en hann var lengi stjórnarformaöur LÍN og
einn þeirra sem vann aö samningu núgildandi
laga.
stæðari en annað tiltækt fjár-
magn og beri því lægri vexti en
almenn lífeyrissjóðslán. „Vegna
þess að hagur þjóðfélagsins af
háu menntunarstigi er mikill...“
Annarsstaðar í umfjöllun um
þessi mál er þess getið að tengsl
séu milli hagvaxtar og menntun-
arstigs þjóða. Menn greini á um
hversu mikil þau séu, enda fari
það eftir arðsemi menntun-
arinnar!
í samtali greinarhöfundar við
Eirík Ingólfsson kom fram að
það er sameiginleg túlkun
beggja að orðið „hagur“ í tilvitn-
uninni hér að ofan standi fyrir
hagvöxt, eða efnahagslegan
ávinning. Það kann að vekja
furðu að eina „réttlætingin" sem
finnst í þessum gögnum fyrir fjár-
veitingum til menntunar er að
hún beri með sér efnahagslegan
bata. Hvergi er minnst á menn-
ingarlegt sjálfsgildi menntunar.
Annar „kostur“ vaxtanna kem-
ur fram í skýrslu Ragnhildar þar
sem segir: „Eftirspurn eftir lán-
um byggist á mati viðkomandi
einstaklings á því hvort það nám
sem hann hyggst stunda hefur
það gildi að geta borið kostnað
við lánið.“ í Morgunblaðinu
bendir blaðamaður á í umfjöllun
sinni um fraumvarpsdrögin að
lágir vextir af námslánum komi
engan veginn í veg fyrir misnotk-
un meðan t.d. ríkissjóður bjóði 9
prósent raunvexti af skulda-
bréfum.
STYRKUR FRÁ
STÓRABRÓÐUR
í skýrslu Ragnhildar og öllum
seinni gögnum kemurfram sú
skoðun að námslán séu ekki lán
í eðlilegum skilningi þess orðs.
Við endurgreiðslur er tekið veru-
legt tillit til aðstæðna þess sem
borgar, þannig að þeirsem tekið
hafa mjög há lán og hafa lág
laun að námi loknu borga lánin
aldrei að fullu til baka. Hluti láns-
ins verður þá styrkur.
í þessum efnum er lagt til að
skýr greinarmunur verði gerður
á lánum og styrkjum. Tryggt
verði að námslán skili sér að
fullu tii baka. Endurgreiðslurnar
verði jafnar árlegar greiðslur
sem taka mið af heildarupphæð
lánsins, en ekki tekjum lánþega
að námi loknu, endurgreiðslu-
reglur hertar og innheimtugjald
og lántökugjald komi til að mæta
kostnaði við lánsviðskiptin.
Á hinn bóginn er lagt til að
komið verði á námsstyrkjum.
Þá. ..
... getur hið opinbera komið inn
hvetjandi þætti í langskólanám
einstaklinga ... til einstaklinga
sem sýna afburða hæfileika og/
eða til nemenda sem skila mikl-
um afköstum. Ennfremur mynd-
ast þarna tækifæri til að örva um
tíma fræðimennsku á ákveðnum
sviðum, myndist um slíkt pólitísk
samstaða. (Úr Ragnhildar-
skýrslu)
í þessum orðum kemur mjög
skýrt fram vilji til opinberrar mið-
stýringar á námsvali. í öðrum
gögnum, s.s. því sem birt er úr
frumvarpsdrögunum í Morgun-
blaðinu, er einungis minnst á
námsstyrki til framhaldsnáms og
styrki til afburðamanna, auk
ferðastyrks sem er við lýði, einn
styrkja í núgildandi kerfi.
BREYTILEG LÁNS-
UPPHÆÐ
Þær hugmyndir frumvarps-
draganna sem vafalaust gætu
haft hvað alvarlegust áhrif á hag
námsmanna eru ákvæði um fjár-
streymi í sjóðinn. Námsmenn og
stjórnendur LÍN hafa undanfarin
ár kvartað undan því að löggjaf-
inn hafi æ ofan í æ skammtað
sjóðnum minna fé en honum er
lögum samkvæmt ætlað að út-
hluta og fjárleysi svo verið leyst
með erlendri lántöku og auka-
fjárveitingum. Stór útgjaldaliður
sjóðsins eru vextir af erlendum
lánum. í greinargerð Árdísar
segir um þetta:
Hér þarf að brjóta blað. Sam-
þykki þingið lág framlög og litlar
lánsfjárheimildir til handa lána-
sjóðnum hvort sem er til styrkja
eða lánadeildar hans verður ráð-
herra og stjórn sjóðsins að taka
tillit til þess við úthlutun úr báðum
deildum hans og þrengja skil-
greiningar á láns- og styrk-
hæfni. . . Með þessum hætti er
sjálfvirkni afnumin og tekin upp
markviss stjórn á fjárstreymi til
námsmanna.
Með þessu er fjárveitingavald-
inu gefið frjálst vald til þess að
skera lánin niður þegar ekki er
handbært fé í ríkiskassanum.
Reynslan af fjárlagagerð undan-
farinna áratuga er sú, að alltaf er
til heldur minna en þarf, og því
ólíklegt að þeir blómatímar komi
semÁrdís talarum:
.. . Samþykki þingið há framlög
og miklar lánsfjárheimildirtil
handa lánasjóðnum væri hins-
vegar unnt að víkka skilgreining-
ar á láns- og styrkhæfni.
Svo virðist sem þessar hug-
myndir hafi farið óbreyttar inn í
frumvarpsdrögin. f Mbl. 6. febr.
bendir Sigurbjörn Magnússon á
þann möguleika, að þegar fram-
lög væru lág mætti....t.d.
fækka lánshæfum sérskólum."
Einhverjum kann að detta í hug
58 þjóðlIf