Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 69
Söguna Svartfugl ritaði Gunnar Gunnars-
son veturinn 1928-29. Hann hafði lengi
haft hana í huga, eða allt frá árinu 1918
er hann átti leið til Vopnafjarðar með skipinu
Sterling og var farið vestur, norður og austur með
landinu og nánast hver vík og hafnleysa sleikt
upp. Af skipinu var honum bent á bæjarrústirnar
á Sjöundá. Gunnar segir svo frá í kaflanum „Sjö-
undá og Arnarhváir í bókinni Jörð (Útgáfufélagið
Landnáma, Rvk. 1950): „Því hafði slegið niðurí
mér, er ég leit heim að Sjöundá og minntist
Steinkudysar, að þarna væri frásagnarefni fyrir
mig. Þessa sögu myndi ég geta sagt. Ekki ná-
kvæmlega eins og hún gerðist, - það er aldrei
hægt. En ég mundi geta sagt hana eins og hún
hefði getað gerst. Ef mér heppnaðist vel, mundi
ég meira að segja geta sagt hana eins og hún
hefði átt að gerast! Lengra kemst enginn."
Svartfugl er þar af leiðandi skáldverk, ekki
sannsöguleg frásögn, en Gunnar studdist þó
mjög við dómsskjöl er hann samdi söguna. Síra
Eyjólfur Kolbeinsson segir söguna, eins og hon-
um kom hún fyrir sjónir að mati Gunnars, og ferill
þeirra Bjarna og Steinunnar á Sjöundá er rakinn
eftir því sem fram kemur í dómsskjölum. Hug-
renningar síra Eyjólfs, sem og annarra í sögunni,
eru hins vegar vitaskuld skáldskaparleyfi.
Gunnar Gunnarsson fæddist 1889 að
Valþjófsstað I Fljótsdal en fluttist barn
að aldri með foreldrum sínum til
Vopnafjarðar. Hann missti móður sína átta ára
gamall og tók móðurmissinn ákaflega nærri sér.
Haustið 1907, er hann var á nítjánda árinu, sigldi
hann til Danmerkur en gaf út það sama ár á
Akureyri Ijóðakverið Vorljóð og Móðurminning.
Gunnar stundaði lýðháskólanám í Askov árin
1907-09 og lagði síðan ákveðinn út á rithöfund-
arbrautina. Sú braut varframan af erfið, en með
Sögu Borgarætlarinnar 1914 vann hann mikinn
rithöfundarsigur. í kjölfar hennar kom hvert verkið
á fætur öðru og Gunnar ávann sér mikla frægð
og vinsældir, en hann ritaði verk sín á dönsku.
Hann kvæntist danskri konu, Franziscu Jörgen-
sen, og bjuggu þau í Danmörku til ársins 1939.
Þá fluttu þau til íslands og keyptu jörðina að
Skriðuklaustri í Fljótsdal, fæðingarsveit Gunnars.
Haustið 1948 brá Gunnar búi og flutti tii Reykja-
víkur, þar sem hann dó 1975.
Gunnar ritaði kynstrin öll um dagana og
heildarútgáfa Landnámu á verkum hans telur
tuttugu og eitt bindi, og er þó ekki nærri öllu þar til
skila haldið. Ef nefna ætti þekkt verk hans, auk
Svartfugls, koma í hugann Saga Borgarættarinn-
ar, Heiðarharmur, Kirkjan á fjallinu og Ströndin,
en hér er valið af handahófi. Svartfugl kom fyrst
út í íslenskri þýðingu MagnúsarÁsgeirssonar
árið 1938, en síðar endurskoðaði Gunnar söguna
og þýddi sjálfur á íslensku. Kom sú þýðing út hjá
Almenna bókafélaginu 1971 og hefurverið
endurútgefin síðan.
GunnarGunnarsson,
rithöfundur (1889-
1975).
ÞJÓÐLÍF 69