Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 69

Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 69
Söguna Svartfugl ritaði Gunnar Gunnars- son veturinn 1928-29. Hann hafði lengi haft hana í huga, eða allt frá árinu 1918 er hann átti leið til Vopnafjarðar með skipinu Sterling og var farið vestur, norður og austur með landinu og nánast hver vík og hafnleysa sleikt upp. Af skipinu var honum bent á bæjarrústirnar á Sjöundá. Gunnar segir svo frá í kaflanum „Sjö- undá og Arnarhváir í bókinni Jörð (Útgáfufélagið Landnáma, Rvk. 1950): „Því hafði slegið niðurí mér, er ég leit heim að Sjöundá og minntist Steinkudysar, að þarna væri frásagnarefni fyrir mig. Þessa sögu myndi ég geta sagt. Ekki ná- kvæmlega eins og hún gerðist, - það er aldrei hægt. En ég mundi geta sagt hana eins og hún hefði getað gerst. Ef mér heppnaðist vel, mundi ég meira að segja geta sagt hana eins og hún hefði átt að gerast! Lengra kemst enginn." Svartfugl er þar af leiðandi skáldverk, ekki sannsöguleg frásögn, en Gunnar studdist þó mjög við dómsskjöl er hann samdi söguna. Síra Eyjólfur Kolbeinsson segir söguna, eins og hon- um kom hún fyrir sjónir að mati Gunnars, og ferill þeirra Bjarna og Steinunnar á Sjöundá er rakinn eftir því sem fram kemur í dómsskjölum. Hug- renningar síra Eyjólfs, sem og annarra í sögunni, eru hins vegar vitaskuld skáldskaparleyfi. Gunnar Gunnarsson fæddist 1889 að Valþjófsstað I Fljótsdal en fluttist barn að aldri með foreldrum sínum til Vopnafjarðar. Hann missti móður sína átta ára gamall og tók móðurmissinn ákaflega nærri sér. Haustið 1907, er hann var á nítjánda árinu, sigldi hann til Danmerkur en gaf út það sama ár á Akureyri Ijóðakverið Vorljóð og Móðurminning. Gunnar stundaði lýðháskólanám í Askov árin 1907-09 og lagði síðan ákveðinn út á rithöfund- arbrautina. Sú braut varframan af erfið, en með Sögu Borgarætlarinnar 1914 vann hann mikinn rithöfundarsigur. í kjölfar hennar kom hvert verkið á fætur öðru og Gunnar ávann sér mikla frægð og vinsældir, en hann ritaði verk sín á dönsku. Hann kvæntist danskri konu, Franziscu Jörgen- sen, og bjuggu þau í Danmörku til ársins 1939. Þá fluttu þau til íslands og keyptu jörðina að Skriðuklaustri í Fljótsdal, fæðingarsveit Gunnars. Haustið 1948 brá Gunnar búi og flutti tii Reykja- víkur, þar sem hann dó 1975. Gunnar ritaði kynstrin öll um dagana og heildarútgáfa Landnámu á verkum hans telur tuttugu og eitt bindi, og er þó ekki nærri öllu þar til skila haldið. Ef nefna ætti þekkt verk hans, auk Svartfugls, koma í hugann Saga Borgarættarinn- ar, Heiðarharmur, Kirkjan á fjallinu og Ströndin, en hér er valið af handahófi. Svartfugl kom fyrst út í íslenskri þýðingu MagnúsarÁsgeirssonar árið 1938, en síðar endurskoðaði Gunnar söguna og þýddi sjálfur á íslensku. Kom sú þýðing út hjá Almenna bókafélaginu 1971 og hefurverið endurútgefin síðan. GunnarGunnarsson, rithöfundur (1889- 1975). ÞJÓÐLÍF 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.