Þjóðlíf - 01.03.1986, Qupperneq 73
ekki jafn afgerandi í þessari teg-
und fjölmiðlunar, en oft birtist sú
kvengerð sem nokkurs konar
heimilisengill, eða í hlutverki
hinnar prúðu, undirgefnu
heitmeyjar ef eiginkonu er ekki til
að dreifa. Undantekningarlítið
deyja konur kvikmyndanna fá-
klæddar, ef ekki klæðalausar
með öllu, og það er fátítt að kona
hljóti eðlilegan dauðdaga í kvik-
mynd. Reglan er sú að deyi hún
á annað borð, eru dánarstund-
irnar mun grimmilegri og ómann-
úðlegri en þegar karlarnir gefa
upp öndina - hver svo sem
ástæðan er.
Það er því fulljóst, að konur
geta ekki notast við þá mynd,
sem hefðin dregur upp af þeim,
því sú mynd er ósönn og af-
skræmd. Þær verða að skapa
sér nýja sjálfsmynd ef þær ætla
að skapa listaverk, til dæmis
ritverk.
Merking
málsins
Einn þáttur í þeirri viðleitni er
sá að endurskoða þau orð og
hugtök sem notuð eru um konur.
Svava Jakobsdóttir hefur gert
þennan vanda kvenrithöfunda
að umræðuefni í grein sinni
Reynsla og raunveruleiki -
nokkrir þankar kvenrithöfundar,
þar sem hún varar konur við því
að „láta blekkjast til fylgilags við
snjöll tákn og fagrar líkingar sem
eiga upptök sín í allt öðru viðhorfi
til yrkisefnisins en hún /konan/
hefur, og leiða til skilnings sem
kvenrithöfundurinn hefur - þeg-
ar allt kemurtil alls - einungis
tileinkað sér en ekki reynt." Því
næst segir Svava að konur verði
að gaumgæfa merkingu máls-
ins:
„Þær veröa að velta við orðum
eins og við veltum við steinum til
að skoða hið auðuga og iðandi
lífríki sem undir býr. Hvaða hug-
mynd, hvaða reynslu dylur orðið
og þar af leiðandi: hvað merkir
orðið þá í raun og veru?“(Konur
skrifa . .., bls. 224)
Konan þarf með öðrum orðum
að vera sjálfri sér trú í verkum
sínum, tala út frá eigin brjósti,
lýsa sinni eigin reynslu og hætta
sér ekki út á þá refilstigu að fella
sjálfa sig inn í mynd hefðarinnar,
eða lýsa sjálfri sér og heiminum
með augum karlmannsins
( = hefðarinnar).
„Hreingerning,
þvottur, verk-
smiðjuvinna, væri
það efni í brag*“
Þannig spyr Jakobína Sigurð-
ardóttir í kvæði sínu Náttmálvib
upphaf rithöfundarferils síns.
Hún hefur vitaö sem var að
kvenleg viðfangsefni eiga ekki
upp á pallborðið innan bók-
menntahefðarinnar. Enda
reyndist hún sannspá, því með
tilkomu verka hennartóku rit-
dómarar upp á því að kalla
skáldskap kvenna, meðal ann-
ars þeirra Jakobínu og Svövu,
„kerlingarbækur". Þessi brand-
ari, sem Sigurður A. Magnússon
mun hafa sagt fyrstur manna,
þótti mjög fyndinn og öpuðu
hann margir eftir.
Það þarf vart að taka það
fram, að þær Jakobína og Svava
teljast nú báðar með merkustu
rithöfundum þjóðarinnar, þótt
þannig hafi þeim verið tekið í
upphafi.
Viðtökurnar við verkum þeirra
Jakobínu og Svövu, sem og ann-
arra kvenrithöfunda, sýna hins
vegar Ijóslega að konur eiga erf-
itt uppdráttar innan bók-
menntastofnunarinnar. En bók-
menntastofnunin er það fyrir-
bæri þjóðfélagsins sem ákvarð-
ar hvað skuli teljast góðar bók-
menntir og hvað ekki og sam-
anstendur af öllum þeim aðilum
sem fjalla um bækur eða hafa
áhrif á útgáfu þeirra með ein-
hverjum hætti (t.d. útgefendur,
fjölmiðlar, gagnrýnendur, bók-
menntafræðingar og úthlut-
unarnefndiro.fi., að ógleymdum
rithöfundum, t.d. í Rithöf-
undasambandi íslands). Sem
dæmi um gildismat þessarar
merku stofnunar má nefna, að
einn afkastamesti rithöfundur
þjóðarinnar, Ingibjörg Sigurð-
ardóttir sem gaf út tuttugu og
þrjár bækur, er ekki talin með
skáldum í einu heimildinni um
íslenska rithöfunda, Skáldatali.
Þá er jafnljóst að yrkisefni úr
reynsluheimi kvenna hafa alla
tíð þótt ómerkari karl-legum yrk-
isefnum á borð við svaðilfarir og
bardagagleði íslendingasagna,
svo eitthvað sé nefnt.
Kynbundnir
ritdómar
I Ijósi þess sem hér hefur verið
sagt þarf ekki að koma á óvart
þótt ritverkum kvenna hafi ævin-
lega verið tekið með fyrirvara um
kynferði höfundarins. Þannig
hafa þau þótt „léttvæg", þau
hafa verið „snotur" eða „lítil",
svo vitnað sé til ritdóma, eða
með öðrum orðum „kvenleg".
Þessi tilhneiging gagnrýnenda
stafar af því sem May Elmann
kallar „kynbundna hugsun" eða
„kynferðislega samsvörun" og
kemur fram í þeirri tilhneigingu
vestrænnar menningar að skilja
og skoða öll fyrirbæri með hlið-
sjón af kynferði og fella þau
þannig inn í ákveðin kynhlutverk.
Þetta hefur óhjákvæmilega djúp-
tæk áhrif á heimsmynd okkar, og
þá ekki síst afstöðuna til menn-
ingar og lista. Elmann heldur því
fram að umfjöllun karla um bók-
menntir eftir konur sé njörvuð við
þessa kynferðislegu samsvörun;
að fjalla um bækur eftir konur á
sama hátt og þeir væru að fjalla
um konur, þ.e. með skírskotun til
sömu eiginleika og konum eru
eignaðir.
Þetta má til sanns vegar færa,
sé litið til þeirra umsagna sem
birst hafa um bækur eftir konur
fram á þennan dag.
Hulda og bók-
menntastofnunin
Ég vil, til gamans, vitna í
nokkrar athugasemdir ritdómara
um Ijóðabækur þeirrar konu sem
ÞJÓÐLÍF 73