Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 83

Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 83
Það er því miður einkenni d konum í Sjálfstæðisflokknum að þær berjast ekki fyrir góðum málum sem þær í orði styðja. Þær lúffa alltaf þegar á reynir. Ingibjörg Sólrún á rauösokkafundi 1979. (Ljósmynd: Pjóöviljinn) um hitamálum sem Alþingi tekst á við en koma ekki á dagskrá borgarstjórnar. íþessu sambandi voru utanríkis- málin oftast nefnd. Hvernig finnst þér sagan hafa skorið úr þeirrideilu? Sólrún: Ég á dálítið erfitt með að ræða innri mál Kvenna- listans því ég hef ekki starfað með honum og veit ekki hvernig umraeður hafa þróast þar. En ef við tökum utan- ríkismálin þá hefur umfjöllun um þau breyst mikið hér á landi á undanförnum árum. Það er rætt um þau á miklu almennari hátt en áður og áherslan lögð á friðarbaráttu og þess háttar hluti en ekki baráttuna gegn Nató og hernum. Þarna finnst mér vera horft framhjá séríslenskum deilu- málum sem ekki mega gleymast. En e.t.v. hefur þetta orðið til þess að Kvennalistinn hefur komist beturfrá utanríkis- Í______________________________________________________________ málum en ella hefði orðið.“ Þjóðlíf: Hvað með kvennabaráttuna íheild? Hefurhún breyst og hefur Kvennaframboðið breytt henni? Sólrún: Já, kvennahreyfingin hefur í það minnsta breyst talsvert. Nýja kvennahreyfingin sem kom upp í kringum 1970 lagði aðaláherslu á að konur hefðu það skitt. Þá var litið á karla sem einskonar fyrirmynd og konurnar lögðu frá sér prjónana til að verða eins og þeir. Að vissu leyti festist kvennahreyfingin í þessu fari. Með Kvennaframboðinu er farið að ræða um það jákvæða sem þrátt fyrir allt er til staðar í kvennamenningunni." Þjóðlíf: Þær raddir heyrast stundum frá yngri konum að þeim finnist baráttumál kvennahreyfingarinnar orðin úrelt, þær séu færar í flestan sjó og geti alveg fengið sömu laun ÞJÓÐLÍF 83

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.