Þjóðlíf - 01.03.1986, Síða 88

Þjóðlíf - 01.03.1986, Síða 88
simuM Eftir Aöalheiöi Bjarnfreösdóttur Skýringar ófullnægjandi! Fyrir nokkru gerðist sá skelfilegi atburður, eins og landsmenn muna, að upp kom bruni á Kópavogshæli, er hafði meðal annars í för með sér dauða eins vistmanns. í Ijós kom að engar eldvarnir voru á hælinu og var hreinasta mildi að ekki fór verr. Ég held að fólki hafi brugðið illilega við þessi tíðindi. Fólk, sem hefði átt að vera kunnugt málum, þar á meðal ég, hafði ekki hugmynd um að eldvörnum væri ábótavant, hvað þá að ekki hafi einu sinni verið reykskynjar- ará hælinu. Ýmsirforsvarsmenn ríkis- spítalanna hafa gefið þá skýr- ingu á eldvarnarleysinu að ekki hafi fengist fé til að gera þessar nauðsynlegu varúðarráðstafan- ir, þótt sótt hafi verið árlega um til fjármálastjórnar landsins. Nú hefur verið hrundið af stað söfn- un meðal almennings til að komaeldvörnum Kópavogshæl- is í lag. Vissulega er það góðra gjalda vert, en það er hæpið að halda því fram að ríkisspítalarnir hafi ekki fé til þess arna. Dæmin sanna, að þeir hafa að minnsta kosti stundum nægt fé milli handa. Ég hef til dæmis horft upp á það að ekki er verið að spara féð þegar ræstingarvinna hefur verið endurskipulögð á sjúkrastofnunum. Erlendir sér- fræðingar hafa þá verið fengnir til landsins, væntanlegafyrir vænar peningafúlgur. Skýring forsvarsmanna ríkisspítalanna á því hvers vegna eldvarnir hafi ekki verið í lagi á Kópavogshæli eru að mínu mati ákaflega ófull- nægjandi, af þeirri ástæðu sem nefnd varhérað ofan. Það hefur einnig vakið athygli meðal almennings að einungis tveir starfsmenn skyldu hafa ver- ið á vakt þegar eldurinn kom upp. Staðreyndin er sú, að því einungis er unnt að halda uppi svo fámennum vöktum, að sjúk- lingar sofi fast. Starfsmenn Kópavogshælis hafa þráfaldlega kvartað undan því að um helgar er aðeins ófaglært fólk á vöktum. vilja verða ærið langar á sjúkra- stofnunum af þessu tagi. Ef fólk kemur ekki til þess að leysa af lengist vaktin. Hérervæntan- lega verið að spara. Nauðsyn- legt er að allir geri sér grein fyrir því álagi, sem fylgir þessum störfum, svo og hinu að hér er vinnuverndarlöggjöfin að sjálf- sögðu þverbrotin. Ekki fer hjá því að ýmsar spurningar hafi vaknað í kjölfar þessa óhugnanlega atburðar, bæði hjá mér og öðrum - spurn- ingar sem lúta að öðru en fyrir- komulagi eldvarna, sparnaðar- ráðstöfunum og aðbúnaði starfs- smanna ríkisspítalanna i eldvörnum var ábóta- mati ófullnægjandi. Þessum kvörtunum hef ég kom- ið boðleiðis, - en þeim aldrei verið sinnt. Annað mál er svo að í þessum störfum er mikil hreyfing á fólki. Þessi störf eru þó vandasöm og enginn skyldi halda að aðhlynning geðveikra eða fatlaðra sé fyrir viðvaninga. Ég hef ávalt talið, að þegar fólk byrjar störf á sjúkrastofnunum sé því nauðsynlegt að gangast undir námskeið, og alls ekki for- svaranlegt, hvorki fyrir starfsfólk- ið né heldur vistmenn, að svo skuli ekki gert. Það fólk, sem sækir þarna eftir vinnu er að meirihluta til ungt fólk og margt af því sækist sjálfsagt eftir næt- ur- og helgarvöktum vegna hærra vaktaálags. En það veit í rauninni ekki hvað það er að sækja um. Það hefur oft komið fyrir þegar fólk hefur kvartað undan meiðslum á stofnunum, að það fær þau svör að það hafi vitað að hverju það gekk. En enginn get- ur gert sér fulla grein fyrir eðli starfs fyrr en hann kynnist starf- inu. Þessi kynning fer hins vegar hvergi fram, en er þó mjög nauð- synleg. Fólk sem sækir um störf á erfiðum sjúkrastofnunum, eins og Kópavogshæli er látið gangast undir krossapróf, en það er allt og sumt. Ekkert er gert til þess að kynna því starfið, heldurerþví att áfram. Þá hefur einnig verið kvartað þráfaldlega undan því, að vaktir fólks. Ég stóð til að mynda í þeirri trú að við Kópavogshæli væri starfandi foreldra- og vina- félag. Mér er spurn: vissu félags- menn ekki heldur hvernig málum var háttað? Ég trúi því ekki að óreyndu, að svo hafi verið. Kópavogshæli á ýmsa vini eins og sýndi sig best þegar reist varsundlaugarbygging við hælið fyrirskömmu. Starfsmannafélag ríkisstofnana lagði fram drjúgan skerf til sundlaugarinnar og Sókn og önnur félög lögðu einn- ig fram fé. Sundlaugin var mjög nauðsynleg og aðkallandi, en heldur hefði ég viljað að hlutur Sóknar hefði farið til eldvarna á hælinu hefði ég vitað að þær voru engar. Gjarnan vildi ég heyra frá foreldra- og vinafélagi Kópavogshælis og athuga, hvort við í sameiningu getum ekki gert eitthvað til þess að halda á staðnum góðu fólki og bæta að- búnað - til dæmis með nám- skeiðahaldi fyrir starfsfólk. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir er for- maður Starfsmannafélagsins Sókn- ar, en í því félagi er m.a. ófaglært starfsfólk á sjúkrastofnunum. 88 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.