Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 78

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 78
BÍLAR Reykjavík til Hafnarfjarðar þar til fyrir fáum árum, þ.e.a.s. um Skógarhlíð, framhjá Slökkvistöðinni, yfir Öskjuhlíð, austan hita- veitutankanna, og niður í Fossvog. Og síðan áfram, um það bil eins og vegurinn liggur nú, nema hvað áður hefur hann væntanlega legið nokkru austar á Arnarneshæðinni. Þannig náðist beinni lína í Fjörðinn. Umferð um Hafnarfjarðarveg hefur alltaf verið mikil, hlutfallslega. Hafnarfjörður var í rauninni stór bær á fyrri hluta aldarinnar, miðað við höfuðstaðinn. VÉLKNÚIÐ FARARTÆKI fór í fyrsta sinn um Hafnarfjarðarveg sumarið 1904. Ætli það hafi ekki verið í síðustu viku júní. Petta var Thomsens-bíllinn, fyrsti bíllinn sem hingað barst. Honum var skipað á land 20. júní þá um sumarið og Dethlev Thomsen, kaupmaður og konsúll, sem keypti bílinn til landsins með tilstyrk Alþingis, hóf þegar í stað tilraunir með hann, ásamt Þorkeli Þ. Clementz, vélfræðingi, sem stýrði bílnum fyrsta kastið. Þorkell segir í grein í Eimreiðinni 1905 að fyrsta ferðin út fyrir bæinn hafi einmitt verið farin til Hafnarfjarðar og bætir við að hún hafi gengið „stórslysalaust“, en að þá þegar hafi mátt sjá að vélin hafi verið of afllítil „til þess að bifreiðin gæti komist upp brekkurnar á vegunum kringum Reykjavík.“ Ekki skal rakið nánar hér hvernig gekk með Thomsens-bílinn. Það gekk í einu orði sagt illa, eða eins og segir um bílinn í Arbók- um Reykjavíkur eftir Jón Helgason biskup: „Var það gamall skrjóður, sem gerði hér litla lukku.“ Engu að síður verður það ekki af Thom- sens-bílnum skafið að hann var fyrsta vél- knúna ökutækið sem fór um veginn milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Hvað skyldu mörg hafa runnið skeiðið síðan? NÆST í RÖÐINNI VAR MÓTORHJÓL. Fyrstu mótorhjólin bárust nefnilega til lands- ins um svipað leyti og fyrsti bíllinn; áður- nefndur Þorkell Þ. Clementz flutti fyrsta hjólið hingað árið 1905. Bifhjólasamtök lýð- veldisins geta því haldið upp á 85 ára afmæli bifhjólsins hér á landi eftir tvö ár. Eftirfarandi auglýsing, sem birtist í blað- inu Reykjavík 15. júlí 1905, ber þessu vitni: „BIFHJÓL (reiðhjól með hreyfivél) eru til sölu. Hjól þessi þarf ekki að stíga: eru svo fljót í ferðum, að farið hefur verið á þeim á 19 mínútum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar. Til samanburðar skal þess getið, að bif- reið Thomsens (motorvagninn) fer á ca. 2 klst. suður að Hraunsholti, 3/4 leiðarinnar, og fær hún þó nú, eftir vagnstjóraskiptin að njóta afls síns í fullum mæli, sbr. auglýsingu í 34. tbl. „Reykjavíkur", bls. 134. Þorkell Þ. Clementz." Það er broddur í þessum orðum sem þarfnast útskýringar. Samkeppni í bfla- og mótorhjólabransanum er nefnilega ekki ný- tilkomin. Þannig var að Thomsen kaupmaður hafði auglýst í blaðinu Reykjavík viku áður að „motorvagninn verði á ferðinni á sunnudög- um og á kvöldin. Hann fer upp Hverfisgötu með 6 fullorðna farþega. Afl hans kemur nú að fullum notum, en vagnstjórinn, sem var með hann í fyrra, kunni ekki með hann að fara.“ Vagnstjórinn „sem var með hann í fyrra“ var Þorkell Þ. Clementz, nú orðinn innflytj- andi reiðhjóla með hreyfivél, en hann hafði gagnrýnt Thomsen kaupmann hispurslaust í áðurnefndri grein í Eimreiðinni fyrir að hafa keypt einmitt þennan bfl til landsins og ráð- færa sig ekki við kunnáttumenn. Thomsen var ef til vill að svara fyrir sig með þessari auglýsingu, þar sem vagnstjóranum er bein- línis kennt um ófarir bflsins fyrsta sumarið, en þær voru á flestra vörum. Bifhjólaköppum nútímans þætti að vísu frásagnarvert að hafa farið á 19 mínútum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en þá SONAX Hard SONAX AutoPolier Watte ■ BSONAX* SONAXK Kunststof . HardWai Ptlege SONAX Tar Paint Remover Cleaner aðeins það besta fyrir bíiinn þinn - há gljáa bón fyrir nýtt lakk og lakk meðhöndlað með SONAX lakkhreinsi. Fljótlegt og þægilegt í notkun. - djúphreinsar gömul lökk og gefur þeim upprunalega litadýpt. - margfalt drýgri og betri en tvistur og svo er hún líka ódýrari. - hreinsar tjöru og óhreinindi af lakkinu hratt og örugglega, bara úða honum á, bíða í 2 mínútur og þvo síðan bílinn eins og kvenjulega. - hreinsar plasthluti og gefur þeim gljáa, inniheldur ekki fitu. ASBJÖRN OLAFSSON h/f heildverslun Borgartúni 33, sími 24440.

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.