Þjóðlíf - 01.06.1989, Síða 9

Þjóðlíf - 01.06.1989, Síða 9
INNLENT Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstœðisflokksins vill að Davíð Oddsson borgarstjóri verði íframboði til þings í nœstu kosningum. Sjálfstœðisflokkurinn sem fagnar sextugsafmæli á þessu ári hefur komið veí út úr skoðanakönnunum að undanförnu og forysta flokksins hefur styrkst. í viðtalinu við Þjóðlíf er Þorsteinn ómyrkur í máli um pólitíska andstæðinga sína og stjórnmálaástandið í landinu. En afmœlisbarnið, Sjálfstœðisflokkurinn, er fyrst til umrœðu: Sjálfstæðisflokkurinn er sextugur á þessu ári. Hann hefur löngum verið stærsti og öfl- ugasti flokkurinn í landinu. Margir telja að hann eigi góðu gengi sínu að þakka „breiðri ímynd“, þ.e. að flokkurinn hafi í senn verið þjóðlegur, haldið uppi merkjum einstak- lingsfrelsisins en um leið haft á sér sósíalde- mókratískan svip. Getur þú fallist á þessa skýrgreiningu í grófum dráttum? — Já í grófum dráttum getur maður sagt að flokkurinn sé breiðfylking og á það hefur verið lögð áhersla frá upphafi. Hann var stofnaður með samruna Ihaldsflokksins og Frjálslynda flokksins og megináherslurnar voru þá á einstaklingsframtak, samvinnu stéttanna og þjóðernisþáttinn. Krafan um lokaskrefið í sjálfstæðisbaráttunni setti svip sinn á upphafið, en Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar forystu. Þar liggja djúpar sögulegar og menningarlegar rætur í Sjálfstæðisflokkn- um. — Það má svo segja að nokkru seinna — kannski tíu til fimmtán árum síðar, taki flokkurinn að leggja áherslu á félagsleg við- horf, viðhorf sem þú kallar sósíaldemókrat- ísk. Enn síðar verða utanríkismálin veiga- mikill þáttur í störfum flokksins, allt frá bernskudögum lýðveldisins, er sú utanríkis- stefna var mótuð, sem Islendingar hafa síðan fylgt. Margir telja að þessi „breiða ímynd“ hafí máðst út á síðustu árum, vegna þess að tals- menn flokksins hafí verið með of einhliða 9

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.