Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 33

Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 33
ERLENT HVERJIR KOMU HITLER TIL VALDA? Stuttu eftir heimstyrjöldina fyrri var stjórnarskrá nýja þýska lýðveldisins samþykkt í borginni Weimar. Weimarlýðveldið einkenndist af miklum pólitískum átökum jafnt innan sem utan þjóðþingsins, Ríkisdeginum. Margir telja að endalok Weimarlýðveldisins hafi verið 30. janúar 1933, en þá tók samsteypustjórn Hitlers til valda. Þessi stjórn hófst þegar handa við að brjóta lýðveldið á bak aftur. Kveikt var í Ríkisdeginum þann 27. febrúar sama ár og eftir það var lýðveldið orðið að rjúkandi rústum. 50 flokkar — 21 stjórn Að lokinni heimsstyrjöld- inni fyrri ríkti mikil þjóðfélags- leg upplausn í Þýskalandi, sem mótaðist af andstöðu við völd keisara og hers, andstöðu við þau öfl, sem leitt höfðu þjóðina út í stríð og beiskan ósigur. Henni lyktaði með afsögn keisarans, Vilhjálms II, 9. nóvemberl918. Var þá mynduð bráðabirgða- stjórn í landinu undir forystu jafn- aðarmanna, sem hafði síðan for- Þýskar sagnfrœðirannsóknir varpa nýju Ijósi á fall Weimarlýðveldisins en á þessu ári eru sjötíu ár liðin frá stofnun þess. Árið 1989 er tímamótaár í þýskri sögu: 50 ár eru liðin frá upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari, 75 ár frá upphafi heimsstyrjaldarinn- ar fyrri, 100 ár frá fæðingu Adolfs Hitlers og 70 ár frá stofnun Weimarlýðveldisins. Weimarlýðveldið lifði aðeins í fjórtán ár. Endalok þess má setja við 30. janúar 1933, þegar samsteypustjórn Adolfs Hitlers tók við völdum. Þessi stjórn hófst þegar handa við að brjóta lýðveldið endanlega á bak aft- ur, þótt mjög hafi verið tekið að hrikta í stoðum þess áður. Weimarlýðveldið, 1919-1933, hefur verið nefnt „lýðveldi án lýðveldissinna“ og víst er að þau þjóðfélagsöfl sem héldu þvf uppi urðu stöðugt veikari er á leið. Hin pólitísku átök voru gífurleg: fimmtíu flokkar og 21 ríkis- stjórn á fjórtán árum segja sitt um það. Weimarlýðveldið hefur löngum verið mikið rannsóknarefni sagn- fræðinga, enda víst að fá tíma- bil í sögu nokkurrar þjóðar eru jafnmargslungin og þessi fjórtán ár í þýskri sögu. Nýj- ustu rannsóknir hafa hnekkt ýmsum útbreiddum misskilningi um sögu Weimarlýðveldisins, og mikilvægir hlutir eins og það hverjir studdu nasista og hverjir ekki, hverjir voru hinir raunverulegu fjandmenn lýðveldisins og hverjir fólu Hitler völdin í hendur, virðast nú betur skýrðir en áður. 33

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.