Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 33

Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 33
ERLENT HVERJIR KOMU HITLER TIL VALDA? Stuttu eftir heimstyrjöldina fyrri var stjórnarskrá nýja þýska lýðveldisins samþykkt í borginni Weimar. Weimarlýðveldið einkenndist af miklum pólitískum átökum jafnt innan sem utan þjóðþingsins, Ríkisdeginum. Margir telja að endalok Weimarlýðveldisins hafi verið 30. janúar 1933, en þá tók samsteypustjórn Hitlers til valda. Þessi stjórn hófst þegar handa við að brjóta lýðveldið á bak aftur. Kveikt var í Ríkisdeginum þann 27. febrúar sama ár og eftir það var lýðveldið orðið að rjúkandi rústum. 50 flokkar — 21 stjórn Að lokinni heimsstyrjöld- inni fyrri ríkti mikil þjóðfélags- leg upplausn í Þýskalandi, sem mótaðist af andstöðu við völd keisara og hers, andstöðu við þau öfl, sem leitt höfðu þjóðina út í stríð og beiskan ósigur. Henni lyktaði með afsögn keisarans, Vilhjálms II, 9. nóvemberl918. Var þá mynduð bráðabirgða- stjórn í landinu undir forystu jafn- aðarmanna, sem hafði síðan for- Þýskar sagnfrœðirannsóknir varpa nýju Ijósi á fall Weimarlýðveldisins en á þessu ári eru sjötíu ár liðin frá stofnun þess. Árið 1989 er tímamótaár í þýskri sögu: 50 ár eru liðin frá upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari, 75 ár frá upphafi heimsstyrjaldarinn- ar fyrri, 100 ár frá fæðingu Adolfs Hitlers og 70 ár frá stofnun Weimarlýðveldisins. Weimarlýðveldið lifði aðeins í fjórtán ár. Endalok þess má setja við 30. janúar 1933, þegar samsteypustjórn Adolfs Hitlers tók við völdum. Þessi stjórn hófst þegar handa við að brjóta lýðveldið endanlega á bak aft- ur, þótt mjög hafi verið tekið að hrikta í stoðum þess áður. Weimarlýðveldið, 1919-1933, hefur verið nefnt „lýðveldi án lýðveldissinna“ og víst er að þau þjóðfélagsöfl sem héldu þvf uppi urðu stöðugt veikari er á leið. Hin pólitísku átök voru gífurleg: fimmtíu flokkar og 21 ríkis- stjórn á fjórtán árum segja sitt um það. Weimarlýðveldið hefur löngum verið mikið rannsóknarefni sagn- fræðinga, enda víst að fá tíma- bil í sögu nokkurrar þjóðar eru jafnmargslungin og þessi fjórtán ár í þýskri sögu. Nýj- ustu rannsóknir hafa hnekkt ýmsum útbreiddum misskilningi um sögu Weimarlýðveldisins, og mikilvægir hlutir eins og það hverjir studdu nasista og hverjir ekki, hverjir voru hinir raunverulegu fjandmenn lýðveldisins og hverjir fólu Hitler völdin í hendur, virðast nú betur skýrðir en áður. 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.