Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 11
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 11
Gallerí Gimli við Hafnar götu 1 á Stokkseyri hef ur
dregið til sín ferðamenn
í sumar. Það er í gömlu
og virðulegu húsi í
hlaðvarpanum við veit-
ingahúsið Fjöru borðið
og rétt hjá drauga
setrinu. Gall eríið er
rekið af níu listamönn
um; átta konum og
ein um karlmanni.
Þarna er að finna margt
fallegt handverk eins
og leir list, myndlist,
skart gripi, kransa, gler
mósaík, mál aða steina,
steinakarla, prjóna
vörur, trémuni, þæfða
muni og margt fleira.
Um helgar er opið frá
kl. 1318 og tekið er
á móti hópum eftir
sam komulagi í síma
8488612.
gallerÍ gimli dregur
til sÍn á stokkseyri
Listakonurnar átta í Gimli: Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Ingibjörg Ársælsdóttir, Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, Sigríður Hauksdóttir, Lára Halldórs
dóttir, Jóhanna Elín Þórðardóttir, Hafdís Bára Steinarsdóttir og Þórdís Þórðardóttir.
útkomu afmælisrits hans Mótun menn
ingar – Shaping Culture sem unnið var
að í tilefni af sextugsafmæli hans og gefið
út af Hinu íslenska bókmenntafélagi.
Fyrsta eintak ritsins, sérunnið, hafði
ver ið afhent Gunnlaugi á málþingi sem
haldið var honum til heiðurs í hátíðarsal
HÍ á afmælisdaginn, 28. apríl, og var mik il
afmælisveisla haldin í Félagsheimili Sel
tjarnar ness þá um kvöldið.
Þegar prentun ritsins var síðan að fullu
lokið hinn 14. júní sl. buðu dr. Gunnlaugur
og eiginkona hans, Guð rún Helga Bryn
leifs dóttir hrl., forráðamönnum Hins
íslenska bókmenntafélags, ritstjórn
verk sins og þeim höfundum greina sem á
landinu voru, ásamt fjölskyldu og fá ein
um vinum, til útgáfuveislu á heimili sínu.
Ritið er tvítyngt þ.e. greinarnar ým ist á
íslensku eða ensku. Meðal höf unda eru
nokkrir af kunnustu gamla testa mentis
fræðingum heimsins, svo sem James L.
Kugel, fyrrverandi Harvardprófessor
sem nú starfar í Ísrael, dr. Susan Gill
ingham í Oxford og Tryggve N.D.
Mett inger, prófessor emerítus í Lundi,
leiðbeinandi Gunnlaugs í doktorsritgerð
hans á sínum tíma (1988). Af íslenskum
höfundum má nefna dr. Guðrúnu Kvaran
prófessor, samverkakonu Gunnlaugs í
biblíuþýðinganefnd um 17 ára skeið og
fjallar hún um áhrif Biblíunnar á ís
lenskar nafngjafir.
Hefur ritinu verið afar vel tekið og
þykir hinn ágætasti fengur.
Í stuttu máli
Ritstjórnin: Frá vinstri: Ólafur Egilsson, Kristinn Ólason, Stefán Einar Stefánsson og Haraldur
Hreinsson glugga í afmælisritið og virðast harla ánægðir með árangurinn. Fyrsta eintak ritsins, sér
unnið, hafði ver ið afhent
Gunn laugi á málþingi
sem haldið var honum til
heiðurs í hátíðarsal HÍ á
afmælisdaginn, 28. apríl