Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 31
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 31
ÞAu HAFA ORðIð
Thomas Möller, framkvæmdastjóri Rýmis:
STJÓRNUN
lágt verð og
umhverfisstefna
Valdimar Sigurðsson segir að margir hafi þá skoðun, sem vissulega sé stundum fótur fyrir,
að umhverfisvænar vörur séu
dýrari en aðrar. Hann segir sögu
af bandaríska risafyrirtækinu
Walmart, sem er stærsti smásali
í heiminum, sem fór ákveðna leið
í þessum efnum.
„Upphaflega fór Walmart að
bjóða þekkta vöru á lágu verði
í sveitum Bandaríkjanna; við
skipta módel þeirra gekk út á að
gera hvað sem var til þess að
fá vöruna á lágu verði því lágt
verð þýddi meiri sala og þá var
hægt að semja um lægra verð
við heild salann. Þannig urðu
ákveðin spíraláhrif því þeir þurftu
ekki að græða svo mikið á hverri
seldri vöru vegna þess að þeir
seldu í svo miklu magni.“
Valdimar segir að hjá Walmart
sé nú lögð áhersla á að lægsta
verðið fari vel saman við um
hverfisstefnu fyrirtækisins.
„Neytendur sjá til dæmis vísi tölu
á hverri seldri vöru um gef
ur henni einkunn um hversu
um hverfisvæn hún er. Það er til
dæm is tekið tillit til hvaða efni
eru notuð við vinnslu vörunnar.
Þetta auðveldar neytandanum
að meta umhverfisáhrif vörunnar
þar sem þeir vilja góða vöru á
góðu verði. Vísitalan metur m.a.
hvaðan varan kemur, efnin sem
notuð voru og hvernig aðstæður
verkafólksins eru sem unnu við
framleiðslu hennar. Walmart er
farið að minnka plastnotkun og
aðrar umbúðir. Það er ekki bara
það að plastkostnaður minnkar
heldur er flutningskostnaðurinn
orðinn minni. Þetta skiptir millj
örðum fyrir smásalann.“
Thomas Möller segir að kannanir sýni að einungis um 15% kynninga á ráðstefnum og fundum
nái tilsettum árangri. Hann hef ur
mikla reynslu af að halda nám
skeið um kynningartækni og
fram sögulist og segir að á meðal
al gengustu mistaka ræðumanna
séu m.a. að of margir misreikna
tím ann sem fer í kynninguna og
þeir ná ekki að halda sig innan
réttra tímamarka.
„Þetta leiðir til þess að ræðu
maðurinn fer að flýta sér í lokin
sem eyðileggur oft góða kynn
ingu. Lausnin felst í að mæla
tímann sem kynningin tekur áður
en hún er haldin og stytta hana
ef þarf.“
Þá segir Thomas að ein verstu
mistök ræðumanna sé að reyna
að segja of mikið. Hann segir að
það eigi að halda sig við ákveð inn
„rauðan þráð“ og koma að eins því
áhugaverðasta á framfæri.
Margir sýna of margar glærur en almenna reglan er að
ein glæra dugar fyrir hverjar þrjár
mínútur í ræðutíma. Það að prófa
að halda kynningu án Power
Point er góð æfing í að koma
skila boðum á framfæri með hnit
miðuðum hætti þar sem líkams
tjáningin leikur mikið hlutverk.“
Thomas segir að margir hafi
of mikið efni á hverri glæru og
að hámarkið sé sjö línur á glæru
og sjö orð í hverri línu. Þá ætti
að hafa eina mynd á glæru sem
styður við efnið.
„Góð kynning snýst um að gera
hversdagslegt efni áhugavert.“
Dr. Valdimar Sigurðsson, dósent við við-
skiptadeild Háskólans í Reykjavík:
MARKAÐSHERFERÐIN
„Þetta leiðir til
þess að ræðu-
maðurinn fer að
flýta sér í lokin
sem eyðileggur
oft góða kynn-
ingu. Lausnin
felst í að mæla
tímann sem
kynn ingin tekur
áður en hún er
haldin og stytta
hana ef þarf.“
Ingibjörg Þórðardóttir segir að markaðurinn sé í jafn vægi og í dag sé hvorki eiginlegur kaupenda né
selj endamarkaður, það sé
jafn ræði og því í raun eðlilegt
ástand á markaðnum.
„Það er náttúrlega sumarleyfis
tími og auðvitað finnum við að
einhverju leyti fyrir því. Það róast
yfirleitt alltaf á markaðnum í júní
og júlí en hann fer að taka aftur
við sér eftir verslunarmanna
helgi.
Hreyfing á fasteignum hefur
annars verið nokkuð góð það
sem af er þessu ári og hefur
20% fleiri kaupsamningum verið
þinglýst en á sama tímabili í
fyrra. Verð á fasteignum hefur
hægt og sígandi verið að þokast
upp á við. Markaðurinn er þó
frekar stöðugur á milli vikna og
engar sveiflur í verði né öðru.
Fasteignasalar eru yfirleitt já
kvæðir og bjartsýnir; hvað þá
ef tekst að hemja verðbólguna
en það mun hafa jákvæð áhrif á
markaðinn.“
Ingibjörg bendir á að í könnun
sem gerð var meðal fasteigna
sala á Norðurlöndunum varð
andi hvað þeir teldu helst hafa
áhrif á fasteignamarkaðinn
núna hefði komið fram að 58%
íslenskra fasteignasala teldu erf
iðleika fólks að fá lán í bönkum
hafa mest áhrif.
Fasteignamarkaður í jafnvægi
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags
fasteignasala:
FASTEIGNAMARKAÐURINN
Góð kynning
– vel undirbúin
„Hjá Wal mart er
nú lögð áhersla
á að lægsta
verð ið fari vel
sam an við um -
hverfis stefnu
fyrirtækisins.“
„Hreyfing á
fast eignum hef -
ur annars verið
nokk uð góð það
sem af er þessu
ári og hefur 20%
fleiri kaup samn -
ingum verið
þinglýst.“